Lýður - 14.04.1890, Page 3
- 27 -
menn og bókmenntafræðendur. Bæði Hannes og Einar,
og pó einkum hinn fyrnefndi, gjöra nú að oss finnst allt
of lítið úr áhrifum aldarinnar á hvern um sig, einkum alda-
straumunum miklu, sem liver peirra Bjarni og Jönas
drukku af erlendis. Bjarni af skáldskap Öhlens-
lægers (sem auðsjáanlega hefir haft mikil áhrif á hann),
og af hinum evrópeiska natúralismus; en Jónas af róman-
tiska skáldskapnum, enda er hinn fyrri okkar hetju-og
ástaskáld, en hinn okkar eina rómantiska skáld. Báðir
eru peir föðurlands skáld. Eptir pví sem oss skilst, gjörir
tíminn báða að höfuðskáldum. Og vér dirfumst að segja,
að hvorugur hefði fengið nafnið höfuðskáld, hefðu peir lif-
að hálfum mannsaldri fyr. Mörgum, og flestum hér á
landi, mun óskiljanlegt pykja, hvað tíminn orkar, hvað á-
lirif lengst utan úr löndum fá orkað. A dögum Jöns bisk-
nps Arasonar, hefðu fáir trúað að lög eins og stóri- dóm-
ur yrðu lögleidd á íslandi áður öld yrði liðin, eða að
galdratrúin mundi um sama leiti liafa eins brjálað landsins
skarpvitrustu menn eins og hún gjörði. Sama eða fremur
gildir um hin erlendu áhrif i betri átt. Lýsíng höf. á sjálfum
kvæðum B. og J., svo og sjálfum peim, líka oss víðast hvar
vel; pó hefðu sumar vísur B mátt missa sig, sem standa í
eptirmálanum. J>ess konar er rangt að halda á lopti, nema
mjög vel sé ort og ekki mjög klúrt. Dr. Thomsen ritaði
fyrstwr og máske líka bezt i (tímaritinu G æ a) um B og
kveðskap hans. Margir liafa reynt gáfu sína og mælsku
með pví að vegsama kveðskap pessara pjóðskálda, en fátt af
pví finnst oss háfa mikla bókmenntalega pýðingu, pví laus
lofsyrði sanna ekkert, en villa stundum og verða öfgar og
bull. Andríki Bjarna verður pó varla hrósað um of, nema
livað kvæði hans eru furðu fá, svo að kveðskapur hans lýs-
ir sér fremur í skorpum og tækifæristilprifum en i list og
fastri andans iðju. J>að mun og satt vera sem Einar segir,
og eins dr. Grímur, að hann sjálfur hafi optar skoðað sig
sem embættismann og ættjarðarvin en sem listamann og
skáld. En einkum er pað eitt, sem setur hinn mikla and-
i'íkismann i lægri röð en Jónas Hallgrímsson, og pað er,
að Bjarni varð aldrei sannur listamaður sem skáld. Yera
má að bæði innlendir menn, og pó einkum útlendir, fallist
ekki á pennan dóm, en pá kemur pað af pví, að peir pekkja
•ekki islenzkan 1 is takveðskap. Bjarni sjálfur pekkti
hann betur en liann kunni að kveða liann og pví var pað, að
liann, sem efiaust hafði andan stærri og heitari, kvaðst rýma
öndvegi fyrir hinum yngra bróður sinum. Og gætum svo að
áhrifum beggja: munu ekki allir, sem vit á hafa, horfa upp til
Jónasar, sem hins fyrsta og mesta listamanns pessa lands
i kveðskap, en ekki til Bjarna? J>að er vor ætlan; áhrif
hans bæði á mál vort, stíl og ljóðalist, mun margfallt meiri
vera en hins, sem vér ætlum að tiltölulega hafi lítil orðið.
En að sýna hvernig aldarfarið, einkum áhrif erlends skáld-
skapar á hér mikinn hlut að máli, væri nóg í langa rit-
gjörð sérstaka. Um Jónas Hallgrímsson, einkum sem nátt-
úru og föðurlandsskáld, pyrfti að rita langt mál og
i'ækilegt.
Bismarck.
Nötrar Yinda nornin röm,
Niíiheims spáir falli,
leggst ei gott í grirnma höm —
gengið er Bismarck kalli.
Allir dagar eiga kvöld
undir tímans merki,
kveður nú sín víga-völd
voða-jarlinn sterki.
Ognarbákn í Orra gný
ægt hefir lengi foldu,
jörðin skolfið, járn og blý
jafnað allt við moldu.
Járni varði járnuð völd,
járn í stjórnar glammi,
járni og stáli járnaði öld
járnkanslarinn rammi.
Lítur öldin unga til
ímunleiks með glotti,
og á Hrungnis hroðaspil
horfir nú með spotti.
J>rumir skalli pegi frýnn
púsund yfir haugum,
gneypur mjög, en gnapa brýnn,
geispar í móti draugum.
Yfir lítur æfileik,
ofinn heiptarblóði,
heyrir nærri heljarbleik
hneggja’ í jötunmóði.
Dybböl syngur Dana morð,
dynur í Bæheims fjöllum,
bautasteinar bana-orð
belja’ á Sedans völlum.
Eyr en stígur blakk’ á bak
búast vill í tómi,
trúir enn á blóð og bralc,
bundinu Heijar dómi.
Blindu valda börn og fól,
brott með Hildar æði!
Flýt pér bleika böðvar-sól
bak við prúðgan græði!
M. J.
Akureyri 10. apríl 1890.
Tíðarfar gekk til batnaðar í marzlok, pýður og
hægviðri pað sem af er pessum rnánuði, svo nú er pví nær
alauð jörð í byggð. Hvergi bryddir á heyskoi’ti, og skepnu-
höld manna eru góð.
Póstskipið ,,Thyra“ kom hör á skirdagsmorgun,
degi fyr en menn bjuggust við, með allmikið af vörum til
kaupmanna hér, mest til kaupmanns J. Y. Havsteen, sem
fékk miklar byrgðir af margskonar nauðsynjavöru; sami
kaupmaður ætlar og að hafa seglskip í förum í sumar á-
samt kaupmanni Chr. Johnasen, og er von á pví á hverjum
degi með allskonar vörur til verzlana peirra.
Kaupskipið »Ingeborg» hafnaði sig hér 5. p. m. eptir 13
daga ferð, fermd allskonar vörum til verzlana peirra sem
E.E. Möller og E. Laxdal veita forstöðu.
NAMSMEYJAR A LAUGALANDI.
Aðalbjörg Hallgrímsdóttir, Aðalbjörg Jónsdóttir, Aðalbjörg
Pálsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Elín
Arnadóttir, Gróa Einarsdóttir, Guðný jþorsteinsdóttir^
Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Halldóra
Helgadóttir, Halldóra Oddsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hólm-
fríður Priðfinnsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Hólm-
fríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jóhanna
Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Kristin Jónsdóttir
Kristín Sigurðardóttir, Kristjana Jónsdóttir, Kristrún
Jónsdóttir, Margrjet Sigvaldadóttir, Marselína Helgadóttir,
Matthildur Grímsdóttir, Mundíana Guðmundsdóttir, Ólöf,
Elíasdóttir, Ólöf Sigtryggsdóttir, Ósk Jónsdóttir, Rósa
Davíðsdóttir, Rósa Sigurðardóttir, Sigríður Jónsdóttir,
Iþóra Yilhjálmsdóttir, þorgerður Jónsdóttir. Alls 35