Alþýðublaðið - 06.09.1960, Side 3
TÓKUST BÁÐIR Á
LOFT 'I ÁREKSTRL
Hjónin lágu
eftir á göt-
unni slösub
níu skurSi á höfuðið, og hefur
Alþýðublaðið það fyrir sátt, að
yfir fimmtíu saumspor hafi
þurft til að ná þeim öllum sam-
an.
Framhald á 13. síðu.
HARÐUR árekstur varð á
laugardagskvöld milli tveggja
bifreiða á Reykjavíkurvegi við
vegamót Fossvogsvegar með
þcim afleiðingum að tvennt
slasaðist illa. Það voru hjón er
voru á heimleið úr Kópavogi
og ætluðu að beygja inn á Foss-
vogsveg. Maðurinn, sem er rúm
lega sjötugur, fékk níu skurði
í andlit, en konan handleggs-
brotnaði og fékk áverka á höf-
uð.
■Árekstur þessi varð klukkan
hálf tíu um kvöldið. Hjónin
Ólafur Jóhannsson og Sigríður
Magnúsdóttir, Sogamýrarbletti
15, 'komu akandi í bifreiðinni
E-628, sem er Austin árgerð
1932, norður eftir Reykjavíkur
vegi. Ólafur ók bílnum og ætl-
aði hann að beygja inn á Foss-
vogsveg. Var bílaröð fyrir fram
an hann og aftan á vinstri veg-
brún, en á Fossvogsvegi stóð
bíll, sem beið eftir að komast
inn á brautina. Stjórnandi hans
varð síðan sjónarvottur að því,
rð um leið og Ólafur ekur bíl
sínum út á hægri helming
Reykjavíkurvegar kemur bíll-
inn R-5033, sem er Buick, ár-
gerð 1940, á ægiferð og lendir
á vinstri hlið Austin-bílsins.
'Við höggið köstuðust hjónin
út um hægri hurðina og lágu
eftir á götunni, þegar bíll þeirra
þeyttist mölbrotinn og gjöró-
nýtur út af veginum og valt
ofan í skurðinn í krikanum
sunnan við Fossvogsveginn.
Segja sjónarvottar að Austin-
bíilinn hafi runnið einungis á
hjólum hægri hliðar út af veg-
inum og ekki komizt niður á
vinstri hjólin eftir höggið. Önn
ur framfjöðrin undan honum
þeyttist hundrað metra suður
Reykjavíkurveg og sætið langt
út fyrir veginn. Þá segja þeir
ennfremur að Buick-bíllinn
hafi tekizt á loft að framan, svo
séð hafi undir hann, en runnið
síðan áfram og lenti hann á
símastaur. Tveir piltar voru í
þeim bíl og sakaði hvorugan.
Hjónin voru flutt í slysavarð-
stofuna. Hafði Ólafur fengið
MYNDIN sýnir brakið af
Austin-bílnum, þar Sem
það lá í vegaskurðinum eft
ir áreksturinn á Reykja-
víkurvegi. Bíllinn er gjör
ónýtur og brak úr honum
þeyttist vítt um, þeg'ar á-
reksturinn varð. Tvennt
var í bílnum og kastaðist
fólkið út við áreksturinn..
Bæði út um sömu dyrnar
og lágu eftir á veginuift.
>%%%%%%%%%%%%%%%l%%%%%(%%%%%%%%%%%
EFTIRTALDIR togarar Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur lögðu
afla á lánd í Reykjavík í s. 1.
viku:
B.v. Þorsteinn Ingólfsson 168
tonn. B.v. Jón Þorláksson 146
tonn, B.v. Skúli Magnússon 165
tonn. Samtals 479 tonn.
Þá seldi b.v. Þormóður goði
176 tonn í Bremerhaven 29. ág-
úst s. 1. fyrir 87.529 mörk.
TRYGGVI Helgason, flug-
maður á Akureyri, fór í fræki-
legt sjúkraflug til Ólafsfjarð-
ar aðfaranótt s. 1. sunnudags.
Erindið var að sækja mann, sem
var í bráðri lífshættu, og má
fullyrða, að Tryggvi hafi borg-
ÞAÐ verður dregið hjá okkur annað kvöld um enn einn Volkswagen. HAB
er stærsta blaðahappdrætti landsins. Sex bílar á ári — og aðeins 5,000 númer.
HAB-umboðið í Alþýðuhúsinu er opið til kl. 10 í kvöld.
ið lífi mannsins og um leið
stofnað sjálfum sér í lífsháska.
Það var fyrst hringt í Tryggva
um miðnætti aðfaranótt sunnu-
dags, en þá var talið, að flugið
mætti dragast til morguns. Líð-
an sjúklingsins versnaði hins
vegar óðum og um 3-leytið var
aftur hringt og beðið um hiálp.
Tryggvi ákvað þegar að fara
í ferðina, þó að aðstæður væru
allar mjög varhugaverðar og
beinlínis lífshættulegar. Lagði
hann af stað um kl. 3,30 og var
kominn til Ólafsfjarðar rétt fyr
ir kl. 4.
Flugbrautin var lýst upp
með Ijósi á liverju horni, en
það var eins lítil lýsing og
minnst var hægt að komast af
með. Hins vegar eru bæði raf-
magns- og símalínur nærri
Framhald á 13. síðu.
f GÆR stöðvaði borgarlæknir
útskipun á nýjum fiski, sem
verið var að lesta f vélbátinn
Guðmund Þórðarson frá Rvík.
Var stöðvun þessi sett vcgna
þess, að fiskurinn hafði verið
þveginn um borð í bátnum mcð
sjó úr höfninni. Fiskurinn var
ætlaður til útflutnings.
Búið var að skipa út í bát-
inn um 18 tonnum af fiski, sem
keyptur hafði verið af drag-
nótabátum. Hluti af fiskinum
var kominn í lest, en nokkuð af
honum lá á dekki. Meðan verið
var að skipa úf fiskinum koni
Finnbogi Árnason yfirmatsmað
ur að bátnum, og sá að verið
var að þvo fiskin, sem á dekki
var, upp úr sjó. Gerði hann
borgarlækni þegar viðvart og
voru strax gerðar ráðstafamr
til að útskipun yrði hætt.
Þaþ er vitað mál að mikill
óþverri kemur í Reykjavíkur-
höfn úr frárennslum, sem þang
að liggja. Eins er og, að á sjón-
um flýtur olíubrák og annar
óþrifnaður. sem í höfnina er
fleygt. Gerir þetta að verkum,
að sjórinn er morandi í sct.t-
kveikjum, sem geta verið hsettu
legar, ef þær komast í fisk,
sem ætlaður er fil manneldis.
Af þessum sökum var eig-
anda bátsins gert að senda fisk-
inn í „gúanó“, og síðan aö sótt
hreinsa allan bátinn. Var þetta
þegar gert, og mun'útskipun í
bátinn hefjast aftur í dag. Verð
mæti fisksins, sem þarna fór
forgörðum, mun vera um 40 þús.
krónur og því tilfinnanlegur
skaði' fyrir eigandann.
Rétt hjá þeim stað, þar sem
skipið lá við Grandagarð, er
vatnshani með fersku vatni. —
Eru það furðuleg mistök, að það
vatn skyldi ekki notað. í stað
þess að.þvo fiskinn úr sjó, sem
allir hljóta að sjá, að er óhæfur
til slíkra nota. — ár.
Námsmenn!
ANiNAÐ kvöld verður hald-
inn fundur þeirra, námsmanna.
er nám stunda erlendis Fundur-
inn verður haldinn í Mennta-
skólanum (Fjósinu) og hefst kl.
21. Verða þar rædd hagsmuna-
mál námsmanna erlendis og
lagt farm skjaþ sem í ráði er
að leggja fyrir menntamálaráð-
herra.
Allir þeir, er stunda eða
hyggjast stunda nám erlendis
á komandi vetri eru beðnir að
mæta á fundihum.
— 6. isept. 1960 J 3
Alþýðublaðið