Kirkjublaðið - 02.09.1894, Síða 2
úm máium, sjer i lagi því, er snertir umsjón og fjárhald
kirkna.
1. Frmnvarjp til laga um kirkjugjald
fer því fram, að afnema öll hin gömlu kirkjugjöld og
skylduvinnuna, en setja í staðinn 50—120 aur. nefskatt
á hvern fermdan mann, jafnt karl sem konu. Meiri
hluti nefndarinnar í neðri deild, sem »að vísu játar, að
hann hafi haft nauman tíma til þessara nefndarstarfa«,
þykist þó hafa íhugað málið »alvarlega«, (eigi vandlega),
og kemst, eins og nærri má geta »að þeirri niðurstöðu,
að frumv. sje, bæði að efni og formi, svo vel úr garði
gert, að ekki sje ástæða tiJ að breyta því í neinu«.
Berum nú þetta nýja gjald saman við gamla gjaldið,
og er Ijósast að skýra það með dæmum: Kvongaður
þurrabúðarmaður, sem hvorki hefur fermd börn nje neitt
hjú á heimili sínu, greiðir nú að eins hálfan ljóstoll, ept-
ir núgildandi verðlagsskrá fyrir Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, 2 pd. tólgar = 74 aura; eptir frumv., ef það yrði
að lögum, mundi hann gjalda annaðhvort lægri nefskatt-
inn, 50 aur. fyrir sig og aðra 50 aur. fyrir konu sína,
samtals 1 kr., eða hærri nefskattinn, 120 aur. fyrir hvort
þeirra hjóna, samtals kr. 2,40. Hafi sami húsmaður 2
fermd börn í heimili, þá geldur hann nú heilan Ijóstoll,
kr. 1,48, en eptir frumv. lægri nefskattinn, með 4 X 50
aur = 2 kr., eða hærri nefskattinn með 4 X 1»20 =
kr. 4,80, svo eigi græðir fátæklingurinn við þetta ný-
mæli. — Bóndi, er situr á 20 hndr. jörð, og hefur 2 vinnu-
menn og 2 vinnukonur, greiðir, eptir núgildandi lögum,
heilan ljóstoll = kr. 1,48, fasteignartlund af 20 hndr., og
sje hann í skiptitíund, lausafjártíund, segjum af 8 hndr.,
því nær 8>/2 al. = kr. 4,50, samtals kr. 5,98. Af ágrein-
ingsákvæði minni hlutans má ráða, að þó hann eigi að
inna gjaldið af hendi fyrir heimilisfólk sitt, þá mun mein-
ing frumv. vera sú, að hjúin eigi að endurgjalda húsráð-
anda nefskattinn. Eptir frumv. á hann að greiða annað-
hvort tvisvar 120 aur. (fyrir sig og konuna, jeg geri ráð
fyrir, að börn, eí nokkur eru, sjeu ófermd) = kr. 2,40,
eða með lægri nefskattinum tvisvar 50 aur. = 1 kr.; og