Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 3
163 hafi hann tvö fermd börn í heimili, þá greiðir hann lægri nefskattinn með 4 X 50 = 2 kr. og þann hærri með 4 X 120 = kr. 4,80. Ilinn efnaði húsbóndi grœðir því við frumv. Því næst á biskup og hjeraðsfundur að á- kveða upphæð nefskattsins, fyrir hverja sókn innan þess- ara takmarka (50—120 aur á ári); með þessu móti er handahófinu bætt ofan á ójöfnuðinn. En — heldur vil jeg lifa undir lögum, heldur en undir hjeraðsfundi og biskupi, og það þess heldur, sem minni hluti nefndarinn- ar gerir ráð fyrir, »að söfnuðir og hjeraðsfundir muni nota sjer heimildina til að ákveða hið lægsta gjald til bœndaJárlcna«. Loksins er leglcaupið tekið inn í nefskattinn. Hvort nokkur eða margir eða engir deyja á einu heimili, gjalda allir jafnt, fátæklingurinn, sem nú greiðir ^/2 legkaup fyr- ir ungbarn, greiðir eptir frumv. sama legkaup eins og auðmaður, sem missir 2 börn fermd, og eptir núgildandi lögum á að greiða 2 heil legkaup. Það er raunar svo, að allir eiga að deyja fyr eða síðar, og því eiga legkaup að reiknast öllum, en það er stór munur á því, í reikn- ingslegu tilliti, hvort manneskjan fellur frá í blautu barns- beini eða fullorðin, og fátæklingurinn, sem engan missir á sinu heimili á árinu, borgar eptir frumv. í raun- inni að nokkru leyti legkaup fyrir stórbóndann, sem miss- ir 2 af skylduliði sínu það árið. Allt um það hneykslast jeg eigi svo mjög á þessu ákvæði. En — á því hneyksl- ast jeg, að í staðinn fyrir kirkjutíundina, sem landsins mesti og bezti öðlingur, Gissur biskup, fyrir 800 árum síðan, með bróðurlegu samkomulagi kom á, hjer á landi, að í staðinn fyrir tíundina, sem allir skynberandi menn hingað til hafa álitið það sanngjarnasta gjald, og sem á sjer stað í öllum löndum, þar sem jeg þekki til, nema Vesturheimi,—skuli nú eiga abvaldbjóða oss þann rang- látasta handahófsskatt, sem til er—nefskattinn ! 0g hvað væri unnið við þetta frumv., ef það yrði að lögum ? Vinir þess hrósa þvi sem einföldu og handhægu; reikningshald- ið yrði, ef til vill, nokkru einfaldara, þó varla megi hið eldra erfitt heita, 0g tekjur kirkna í mannmörgum sókn- um, þar sem, einkum við sjávarsíðuna, eru margir fá-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.