Kirkjublaðið - 02.09.1894, Síða 5
165
kirkju, munu þeir efnaðri menn græða helming og meira
á hinu nýja frumvarpi, en hinir snauðari tapa að sama
skapi, Loksins er sá agnúi á frumv., sem minni hluti
nefndarinnar einnig benti á, að »það mun vera hæpið,
hvort rjett er, að draga af eigendum kirkna tekjur, sem
eru eign þeirra að lögum, án þess að sá afdráttur eða
tekjuhalli sje bættur upp« — og gæti skeð að meiri hluti
nefndarinnar, ef frumv. yrði að lögum, fræddist um í
hverju eignarrjettur kirkjueigenda er fólginn.
2. Frumvarp til laga um breyting d lögum 12. maí 1882
um umsjón og fjárhald JárJcna.
Eigi virðist mjer þetta frumvarp taka hinu fyrra
fram. Þau lög sem hjer er farið fram á að breyta, lög
12. maí 1882, stefndu að þvi, að bæði beneficiar- og bænda-
kirkjur með frjdlsu sarnJmrnulagi rnilli safnaða á annan
veg og presta og kirkjueigenda á hinn veginn, kæmust
smámsaman undir stjórn og fjárhald safnaðanna. Þar
sem hin fyrri lög vildu koma á samkomulagi, það vill
frumvarpið valdbjóða; söfnuðurnir eiga eptir því að geta
tekið kirkjur af prestum og eigendum, og prestar og eig-
ur eiga, þegar þeim lizt, að geta slengt kirkjum sínum
upp á söfnuðína, hvort sem þeim er það ljúft eður leitt,
ef samþykki hjeraðsfundar og biskups að eins fæst. Enn-
fremur »ef hjeraðsfundur og biskup álita forráðamann
kirkju óhæfan til að hafa á hendi umsjón hennar og fjár-
hald; er söfnuðinum skylt að taka við þvi, og skal af-
henda hana söfnuðinum«, hvernig sem á stendur, þó
kirkjan t. d. eins og Staðarhraunskirkja 1887, sje í »afar-
illuc standi, og eigi lítið sem ekkert í sjóði, og forráða-
maður, sökum fátæktar, ekkert ofanálag geti greitt.
En hjeraðsfundur og biskup hafa sjálfsagt einhver ráð.
Aptur á móti er engin ákvörðun um það, hvernig fara á
að, ef söfnuður reynist »óhæfur til að hafa á hendi um-
sjón og fjárhald kirkju«. Það er ekki talað um að taka
umsjónina og fjárhaldið af Jionum. Iljeraðsfundur og bisk-
uð hafa sjálfsagt einhver ráð, ellegar vjer fáum innan
skamms þriðju lögin um það.
Er nú nokkur ástæða til allra þessara breytinga, og