Kirkjublaðið - 02.09.1894, Qupperneq 7

Kirkjublaðið - 02.09.1894, Qupperneq 7
167 og söfnuðum að taka við kirkjum af prestum og eigend- um, viðsjálastar. Tökum t. d. að Garðaprestur á Álpta- nesi, sem fram yflr aldamót á að greiða um 600 kr. í landssjóð af láni, sem tekið var 1879 til að byggja stein- kirkju í Görðum, setjum hann samkvæmt 2. gr. frum- varpsins vilji selja umsjón og fjárhald kirkjunnar af hendi, og bæði hjeraðsfundur og biskup samþykld, þá er söfn- uðinum skylt að taka við kirkjunni, þó hann sjái fyrir, að tekjur kirkjunnar ekki hrökkvi til ársþarfa, og til að greiða árlega afborgun og vöxtu til landssjóðs, og þvf neyðist til að bæta við af sínu eigin. Jeg gjöri sem sje ráð fyrir, að lóðargjöldin í IJafnarflrði, þó þau að rjettu lagi sjeu eign kirkjunnar, muni eigi fremur en kirkju- jarðirnar verða söfnuðinum afhent. Heimti söfnuður Kirkjubæjar í Tungu aptur umráð yfir kirkjunni, sem nú mun vera ríkust kirkna hjer á landi, og hjeraðsfundur og biskup leyfi það, þá skil jeg ekki betur, en prestur einnig verði (sbr. lög 12. maí 1882 3. gr.) að láta sjóð kirkjunnar (hjer um bil 9000 kr.) af hendi, og missi árs- vextina, um 300 kr., sem honum annars bera með rjetti og eptir gamalli venju. Um það, með hverjum rjetti svipta má kirkjueiganda eignarrjetti sínum yfir kirkju, hvort sem hann er »vafa- samur«, eða »takmarkaður« skal jeg ekki fjölyrða. Allir vita, að hann er byggður á sætt, þó gömul sje, frá 1297, milli Noregskonungs og Árna biskups Þorlákssonar, Staða-Árna, og hefir henni aldrei verið breytt, að minnsta kosti ekki i þá átt að rjettindi eiganda í nokkru sjeu skerð. Nú virðast sumir klerkar ætla að fara lengra, en Staða-Árni, sem þó játaðist undir það: »að þær jarðir sem leikmenn ættu hálfar eða meir (likast til móts við kirkjurnar), þeim skyldi leikmenn halda með þvílíkum kennimannaskyldum, sem sá hafði fyrirskilið er gaf, en lúka af ekki framar«. Haldi prestar eða þing frám frumvarpinu, er ekki ólíklegt að það verði dómsmál: sem hlýtur að verða umfangsmikið, þarsem 140 bændakirkjur eigahlut að máli. Mjer kemur svo fyrir sjónir, að klerkar vorir ættu heldur að brúka hugvit sitt til að finna ráð til að bæta trúrækni, kirkjurækni og siðsemi í söfnuðum

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.