Kirkjublaðið - 02.09.1894, Side 9
169
komu á hans fund og spurðu hver hann væri, hefði freist-
ingin til þess að taka sjer æðra vald en honum var gefið,
auðveldlega getað vaknað í brjósti hans, ef Jóhannes
hefði verið svo gjörður, sem menn eru almennt; en vjer
trúum því ekki, að sú freisting hafi nokkurn tíma vakn-
að í brjóst hans; enda bera svörin, sem hann gaf sendi-
herrunum, þess ljóslega vott, að ekkert var fjær honum
en að upphefja sjálfan sig og taka sjer vald, sem honum
ekki var af Guði gefið. Hann var glaður yfir því hlut-
verki, sem Guð hafði fengið honum, að vera verkfæri í
hendi Guðs, rödd hrópandans í eyðimörkinni, til þess að
greiða þeim veg, sem var honum miklu æðri. Þess vegna
var trúmennska hans óbifanleg, þess vegna gleymdi
hann aldrei köllunarverki sínu, heldur hjelt áfram starfi
sínu, sannfærður um, að hann væri f nánd, sem hann var
að greiða veg. Jóhannes þóttist og viss um, að hann
mundi koma fram við Jórdan, þar sem mannfjöldinn var
saman kominn, svo að hann gæti bent lýðnum á hann
segjandi: Þarna erMessías, hann, sem þjer leitið að; — og
sennilega hefir Jóhannes trúað vinum sinum, sem gjörzt
höfðu lærisveinar hans í þrengri merkingu, fyrir von sinni
i þeim efnum.
Og daglega prjedikaði hann og skírði hjá Bethabara
og daglega leit hann yfir mannfjöldann, eins og hann
skyggndist eptir, hvort Messfas væri ekki þar á meðal.
Yjer höfum hjer að framan getið þess til, að Jóhannes
hafi að öllum líkindum verið Jesú persónulega ókunnugur,
svo að einnig megi skilja orð skírarans um Jesú: »jeg þekkti
hann ekki!« (Jóh. 1, 31J bókstaflega. En Jóhannes vissi
og, að sá tími mundi koma fyr eða síðar, er hann fengi
að sjá Messías augliti til auglitis, því Guð hafði lofað Jó-
hannesi teikni, svo að hann gæti þekkt Messías, er hann
kæmi. »Sá, sem þú sjerð andann koma yfir og staðnæm-
ast yfir, hann er sá, sem skírir með heilögum anda« (Jóh>
1, 33), — hafði Drottinn sagt og því efaðist Jóhannes
ekki.
Loks upp rann þessi eptirþráða stund.
Jóhannes stóð við Jórdan og skírði; þá kom til hans
maður einn á líku reki og Jóliannes og bað um að mega