Kirkjublaðið - 02.09.1894, Blaðsíða 12
172
sera sagði ura sjálfan sig það, sem enginn sannleikselsk-
andi maður, hvorki fyrr nje siðar, heflr dirfzt að segja:
»Hver af yður getur sannað upp á mig nokkra synd?«
(Jóh. 8,46). Syndleysi Jesú Krists, sem er skýlaus kenn-
ing allra höfunda nýja testamentisins, og skírn hans í
Jórdan virðast þannig í fljótu bragði koma í bága hvað
við annað og vera ósamrýmanlegt. Því hafa og óvinir
kristindómsins (t. a. m. Davíð Strausz) notað skírn Jesú,
til þess með henni að kollvarpa kenningunni um synd-
levsi Jesú; en þeir hafa ekki viljað gefa gaum að því,
að orð bæði skirarans og frelsarans, er þeira fóru á milli
við þetta tækifæri, vitna kröptuglega uin syndleysi Jesú.
Bæði Jóhannes og Jesús eru þess fullkomlega meðvitandi,
að Jesús þarf ekki skirnarinnar við í sama skilningi og
aðrir, er ljetu skírast. Jóhannes vottar syndleysi Jesú,
er hann færist undan að skira hann segjandi: »Mjer
væri þörf að skírast af þjer og þú kemur til mín« og er
þýðing orða hans auðskilin þessi: Kristur þarfnast ekki
skírnar Jóhannesar, því að hann þekkir enga synd,
miklu fremur þarfnast Jóhannes, sem er maður syndugur,
að Jesús skíri hann. — Og Jesús staðfestir með svarí sínu
orð skírarans; hefði Jesús verið sjer syndar meðvitandi,
mundi hann hafa leiðrjett skoðun hans; en Jesús svarar
að eins: »Veittu mjer þetta, því þannig ber oss að full-
nægja öllu rjettlæti« og i orðum frelsarans felst þessi
hugsun: að sönnu hefir þú satt að mæla, að þú fremur
þarfnist minnar skírnar en jeg þinnar, þar eð jeg er
syndlaus en þú syndugur; en á hinn bóginn er hjer ekki
um það að ræða: hver jeg sje eða hver þú sjert, heldur
um það hvað sje vilji Guðs, sem sendi okkur báða. Hann
heflr boðið þjer að skíra og sett skírnina sem skilyrði
fyrir inntökuíríki himnanna; mig hefir Guð sent til þess
í mannanna stað að uppfýlla lögmálið, og allt, sem Guð
heimtar af mönnunum heimtar hann af mjer; hann heimt-
ar að mennirnir láti skírast, hið sama heimtar hann af
mjer, þess vegna kem jeg til þin og beiðist skirnar. —
Sjálfs sín vegna þarfnaðist Jesús ekki skirnarinnar sem
skimar, og hefði því getað leitt hana hjá sjer, en hann