Kirkjublaðið - 02.09.1894, Page 14
174
velþóknunar-yfírlýsingunni. Faðírínfí lýsir yfir því, að
hann beri fullt traust til sonarins, að hann sje þess full-
viss, að Jesús framvegis, eins og hingað til, muni lifa
eptir hans vilja og þannig fullnægjandi leysa af hendi
það hlutverk, sem honum hafi verið fengið i hendur.
Þannig sjáum vjer, að skírn Jesú í Jórdan var ann-
ars og miklu æðra eðlis, en skírn Jóhannesar almennt
var. Hún var, eins og því á öllum tímum hefir verið
haldið fram í kirkjunni, vlgsla til hans háleita embœttis.
Með skirn sinni tekst Jesús á hendur verk það, sem Guð
hafði fengið honum að framkvæma. Sem skírnar til
syndanna fyrirgefningar þarfnaðist Jesús ekki Jóhannesar-
skírnarinnar, en sem vígslu til embættis síns þarfnaðist
hann hennar. Eins og orð Drottins kom til Jóhannesar
í eyðimörkinni og kvaddi hann til starfa þegar undir-
búningstíma hans var lokið, þannig kom einnig orð
Drottins til Jesú í skírninni og kvaddi hann til starfa,
jafnframt því sem faðirinn úthelti yfir hann anda sínum
og lýsti jdir honum íöðurlegri velþóknun sinni.
Skírn Jesú var vígsla, embættisvígsla hans. Við
sjerhverja vígslu eru einkum tvö aðal-atriði, sem öll
áherzlan hvílir á, annars vegar: játning og loforð þess,
sem vígsluna tekur, og hins vegar staðfesting þess, sem
vígsluna veitir. Vjer höfum þegar sýnt, hvernig bæði
þessi atriði finnast í vígslu Jesú: játning og loforð sonar-
ins og staðfesting föðursins.
Enn þá kynni einhver að spyrja: var heilagur andi
ekki íbúandi Jesú fyr en eptir skírn hans? Jú vissulega!
svo sannarlega sem Jesús var getinn af heilögum anda,
var andinn íbúandi honum allt frá þeirri stundu, er
hann var getinn í móðurlífi og þroski hans frá fæðingunni
til skírnarinnar var undir áhrifum hins sama anda. En
vjer verðum að álíta svo, að við niðurstigning heilags
anda yfir Jesús í skírninnij hafi andinn sameinast per-
sónu frelsarans á enn þá hærra stigi, sem andi starf-
lífsins, sem nú átti að byrja.
En það, sem augað sá og eyrað heyrði, átti að end-
ingu að vera Jóhannesi, eins og áður er á minnzt, teikn
þess, að Jesús frá Nazaret væri í sannleika Messías og