Kirkjublaðið - 02.09.1894, Side 16

Kirkjublaðið - 02.09.1894, Side 16
ÍV6 6. Hjeraðsf. Dalaprfd. var 29. júní. Við vóru 4 prestar, en að eins 1 fulltrúi, og fundur því eigi lögmætur. Barnapróf höfðu farið fram í öllum prestaköllunum nema einu, en verið fremur i'ásótt vegna iníiúenzuveikinnar. Fund. aðhylltist hið eina persónulega gjald, í stað hinna gömlu kirkjugjalda, »þó meb því skilyrði. að hver kirkja haíi sinn sjóð út af fyrir sig og hinar tekjumeiri kirkjur leggi tiltölulegar prósentur af árstekjum sínum í sjóð, sem varið sje til ab styrkja fátækar kirkjurc. Samþykkt var sú tillaga, »ab stjórn hinna íslenzku kirkjumála væri sem mest skilin frá stjórn landsins og að prestar fengju rjett til að kjósa biskup fyrir landið«. -----3se------ Próf á prestaskólanum t.óku í f. m. Ásmundur Gíslason I, 49 st. og Pjetur Helgi Hjálmarsson II, 35 st. Einn stúdent (utan skóla) stóðst eigi próíið. Verkefni skrifieg voru: Biflíuskýr.: 1. Kor. 3, 1—10. — Trú- fr.: Hvernig birtist guðleg forsjón ? — Siðfr.: Að lýsa eðli frjáls- ræðisins og röngum skoðunum á því. — Ræbut.: Eilipp, 4, 4.—7. Skilnaðarveizlu hjeldu sóknarbændur með konum sínum prófasti sjera Sigurði Gunnarssyni og konu hans og börnum að Arnheiöarstöðum í Pljótsdal 10. júii. I kveðjuræðunni var minnzt »þeirrar miklu ástsældar og virðingar, er þau hjón hefðu getið sjer hjá sóknarmönnum og þeirrar miklu eptirsjár, er þeim væri að brottför þeirra úr hjeraðinu; mundi það skarð, þvi miður, seint fyllast, því vinsælli og ágætari kennimaður mundi trauðla hafa verið austanlands fyr eða síðar, en sjera Sigurður Gunnarsson«. (Eptir »Austra«). Dr. Gisle Johuson, guðfræðiskennari í Kristjaníu, er látinn. Hans hefir áður verið getið í Kbl. II, 14. Leiðrjetting: Óheppileg misprentun er í þingsetningarræð- unni, Kbl. IV. 9, bls. 139, 1. 14 a. o. Þar stendur: »hundrað« en á að vera: »þúsund«. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h. 12 arkir, 9. árg. Bitstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. í Vesturheimi 60 ots. Eldri árg. fást hjá útgef. og útsölum. Inn á hvert einasta heimiii. KITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Frentað i Isafoldur prentsmið.ja. Keyk,javik. 18W4

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.