Kirkjublaðið - 01.03.1895, Page 3

Kirkjublaðið - 01.03.1895, Page 3
35 og standa um aldur og æfl. Það er fjelag, sem þrátt fyrir alla misbresti, sem orðið haía á þvi, hefir meiru áorkað til góðs en nokkur annar fjelagsskapur, sem menn hafa sögur af, fjelag, sem meir en nokkurt annað fjelag hefir eflt menntun og þekkingu mannkynsins, mildað siðina og verndað lítilmagnann gegn ofbeldi stór- bokkanna, — auk allrar þeirrar andlegu blessunar, sem trúaðir menn haía í margar aldir fundið i kirkjunni og náðarmeðulum hennar. I stuttu máli: þetta, sem ýms- um stendur svo mikill stuggur af og menn þykjast þurfa að kveða niður, þessi voðalegi óvættur, — það er Guðs ríki á jörðunni. Þessu svara þeir, sem mestan ýmigust hafa á kirkj- unni, að líkindum þannig: »Það er ekki Guðs ríki, sem vjer níðum niður, heldur nókkuð annað. Kirkjan, sem kölluð er, hefir tvær hliðar. Hin innri hliðin kann að vera svo og svo góð, þó að vjer reyndar efumst um það að sumu leyti, en hin ytri hliðin er gjörspillt, og það er hún, sem vjcr eigum við«. Þetta er ofurhægt að segja, hægt að kasta því fram, að kirkjan sje svo eða svo spillt, en sanna það þó ekki, og jafnvel ekki leiða rök að því. Ekkert er þó hægra en að finna marga galla á kirkjunui. Það er vitanlegt, að kirkjan, að því leyti sem hún er meðfram mannleg stoínun, er harðla ófull- komin í ýmsum greinum, og það er ekki nema eðlilegt. Kirkjan, þó’tt gömul sje, er enn í myndun, bæði út á við og inn á við: út á við að því leyti, að hún á enn langt í land með að ná til allra þjóða, — og inn á við að þvi leyti, að trúar- og siðferðislífi manna í kirkjunni er enn mjög ábótavant. En einnig ber það vott urn ófuilkom- leika kirkjunnar, hvað hún skiptist í margar dcildir, sem í ýmsu hafa ólíkar skoðanir, og jafnvel stundum ofsækja hver aðra. Það eru engir fúsari á að viður- kenna þetta en kirkjunnar menn sjálfir, að minnsta kosti hinir betri meðal þeirra; enda lætur kirkjau sjálf það ásannast í verki, með því að halda mikinn fjölda af kennimönnum og kristniboðendum, til þess að reyna að bæta úr brestunum. En það gengur auðvitað misjafn- lega, eptir því, hvernig þeir eru meonirnir til, og hvað

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.