Kirkjublaðið - 01.03.1895, Qupperneq 14

Kirkjublaðið - 01.03.1895, Qupperneq 14
4i> brotið, ef það mýkist eigi aí umhugsun dauðans og þreytu bænarinnar«. — Jesús sagði: »Sá sem sækist eptir þessa heims gæð- um er eins og maður sem drekkur sjó. Þvi meir sem hann drekkur, því þyrstari verður hann, og að lokum dregur það hann til dauða«. — Jesús sagði við sína lærisveina: »Þjer postular mín- ir óttist yfirtroðslur, en vjer spámennirnir óttumst van- trúna«. — Postularnir sögðu við Jesú: »Hví getur þú gengið á vatninu, en vjer getum það eigi?« Hann sagði við þá: »Hvað lizt yður um »dinar« og »dirham« (krónur og aura)?« Þeir mæltu: »Mætir hlutir eru þeir«. Jesús mælti: »En í mínum augum eru þeir sem dust jarðar«. Við þessi orð, sem Arabar eigna Jesú, mætti bæta fagurri og evanlelískri sögu hjá þeim, sem minnir á dæmisöguna um Faríseann og tollheimtumanninn: Svo er mælt að á meðal Israels sona var ræningi, sem í 40 ár hafði alið aldur sinn á íjöllum uppi og set- ið fyrir ferðamönnum. Leið Jesú lá þar um, og í för með honum var einn lærisveina hans. Ræninginn sá ferð þeirra og hugsaði í sínu hjarta: »Þarna gengur Guðs spámaður, og postuli hans er með honum. 0 að jeg mætti vera liinn þriðji í hópnum«. Og hann ijet verða af hugsun sinni og gekk á eptir þeim. Jesús gekk á undan, postulinn í miðið, en ræn- inginn síðastur og hann þorði ekki að koma nær, hann faun svo sárt til sektar sinnar, að hann vildi eigi ganga við hlið hins rjettláta. Postulinn varð var við eptirförina og þekkti mann- inn og hugsaði með sjer: Slikur raaður má eigi ná mjer og ganga við hlið mjer; og hann lypti upp kyrtilblöðum sínum, hvataði ferðinni og gekk samhliða Jesú, en sund- ur dróg roílli þeira og ræningjans. Þá talaði Guð til Jesú: »Seg þeim að þeir verði að byrja líf sitt á nýjan leik. Jeg hefi strykað yfir öll hin fyrri verk þeirra. Jeg hefi afmáð liin góðu verk post-

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.