Kirkjublaðið - 01.08.1895, Side 5
í hverjum hlut. — Að því er kemur til hinna, sem óttast
veraldleg afskipti prestanna, þá virðist sá ótti vera öld-
ungis ástæðulaus. Prestar hafa enga hvöt til þess að
koma nokkrum óhollum presta-kreddum að í þjóðfjelags-
iífinu, og ekki er heldur gott að sjá, hvernig þeir ættu
að fara að þvi. Ekki er lieldur auðvelt að sjá, hvernig
þeir gætu unnið sjer í hag á þennan hátt fremur en góðu
hófl gegnir; því að flest af því, sem prestar stunda utan
prestskapar, gefur litið í aðra hönd, og margt af því
£.Jöra þeir fyrir alls ekki neitt. Og ura heiður er heldur
ekki að tala, því að fæst af því er þess eðlis, að það
geti áunnið þeim meiri heiður en þeir hafa af því að
standa vel í nðahstöðu sinni. Hvað það snertir, að þeir
hafl áhrif með því frekara en annars, þá er það að vísu
sjálfsagt, en það er ekki vist, að það hljóti að vera ill.
áhrif. Ahrifin geta verið ýmist ill eða góð, eptir því
hvernig þeir eru mennirnir til; en miklu meiri líkindi
eru til og fleiri dæmi til, að þau sjeu góð. En kirkjuleg
fihrif út af fyrir sig komast þar ekki að, svo að varla
þarf að óttast þau, enda munu þeirra ekki viða sjást
menjar. — Þá er sú ástæða, að prestar ósjálfrátt varni
Því með veraldlegum störfum sínum, að alþýða manna
komist að og venjist við þess konar störf. Þetta er ór
heppfleg ústæða, en þó því að eins gild, að um mjög
ráðríka presta sje að ræða, því að þá getur þetta orðið
^fleiðingin. En ef svo er ekki, þá lærir alþýða einmitt bezt
m°ð því, að vera i samvinnu með sjer menntaðri mönn-
nm, og þá liggur næst, að hugsa sjer prestana; enda eru
Þess all mörg dæmi, að þá er alþýðumenn hafa verið í
Samvinnu með prestum um hríð, taka þeir sjálfir við af
Þeim, því sem þeir upphaflega voru óhæfir til, og íerst
Það þá vel. Þetta fer því alveg eptir atvikum, en getur
°Ptar orðið að góðu. Þetta fer og jafnaðarlega eptir ósk-
um alþýðu manna, sem optast hefur ráðið kosningum
til veraldlegra sýslana; allopt eru þeir og lengur
koi eU V^^u> fy™1 bænarstað annara; og mörg þess
, ,ar stört eru það, sem þeir verða fegnir að sleppa
es,ar tækifæri býðst, einkum ef þau komast í þeirrq,