Kirkjublaðið - 01.08.1895, Page 6
xm
hendur, sem gjöra mA rAð fyrir, að haldi áfram í líka
stefnu.
Þá er hin aðahskoðunin, sú skoðun, að prestar eigi
sem viðast við að koma og láta sem mest til sín taka um
aila hluti. í orði kveðnu er þessari skoðun sjaidan haldið
á lopti hjer á landi, en sumstaðar erlendis er henni
mjög haldið fram, og er hún látin styðjast við þá kenn-
ingu Krists, að Guðs ríki eigi að gagnsýra allt. Þó að
þessi skilningur muni ekki almennt hafa rutt sjer til
rúms hjer á landi, þá lítur þó nærri þvi svo út, eptir
þvi, hvað prestar koma víða við. En til þessa eru þó
optast allt aðrar orsakir; og aðal-orsök þessa er sú, að
prestarnir hafa til skamms tíma verið næstum einu
menntuðu mennirnir, og eru það enda enn viða hvar.
En eptir þvi sem menntun vex ílandinu, eptir þvi verður
síður þörf á að nota prestana til alls, sem þeim hefir
verið beitt fyrir. Þess verður þó auðvitað langt að bíða,
að margir menn verði i landinu, er notið hafa jafn-mik-
illar menntunar, sem prestar hafa notið til þessa, þó hún
sje ekki meiri en húu er; en í þessu tilliti hefur það
ekki mikla þýðingu, því að ekki þarf svo all-mikla
menntun til að gjöra flest af þvi, sem prestar gjöra utan
prestskapar. Af því, sem hjer hefir sagt verið, er það
auðsætt, að flest af þessum veraldlegu störfum presta
hafa verið faiin þeim sem menntuðum mönnum, en alls
ekki sem prestum eða kirkjunnar þjónum, enda væri slíkt
með öllu ástæðulaust. Það er auðvitað engin minnsta
ástæða til að setja kirkjulegan stimpil á daglegar at-
hafnir. Slíkt er prestum eins ljóst og hverjum öðrum,
og það má ganga að því vísu, að enginu prestur kæri
sig vitund um það, og það þvi siður, sem þeim hlýtur
að liggja það í augum uppi, að þeir einmitt ynnu minna
gagn á þann hátt. Þess munu heldur varia vera nokkur
dæmi, að prestar hjer á landi á þessum timum hafi gjört
nokkrar tilraunir í þá átt. Prestum hjer á landi virðist
vera það full-ijóst, að orð Krists, að Guðs riki sje
súrdeig, sem sýri allt deigið, hafa aðra og æðri þýðingu,
það er að segja þá þýðingu, að allt á að sfjórnast af
kristilegum anda; en hann heyrir ekki fremur til prest-