Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 9
1 því tillíti. Hins vegar er það aptur kunnugt, að raargir
prestar hafa búið og búa vel og eru söfnuðum sinum til
fyrirrayndar í ýmsura búnaðarháttura og híbýlaprýði.
Það er og kostur við það, að prestar hafl búskap á hendi,
að við það verður samvinna prestsins við söfnuðinn meiri
og nánari, og það gjörir þá alþýðlegri en ella, að þeir
liði að nokkru leyti súrt og sætt með sóknarfólki sínu.
Æskilegast væri þó, að högum presta væri þannig háttað,
að þeir ekki þyrftu að búa, ef þeir eru illa til þess hæfir;
en að meina þeim það, sera vilja það og geta, mundi
aldrei verða affarasælt. (Niðurl.).
Kristileg ungmennafjelög.
Með því að jeg hygg að fjelagsskapur sá, er hjer er
að ofan nefndur, sje lítt kunnur á íslandi, og jeg vona að
eigi sje langtíland, þangað til samskonar hreyfing kerastá
heima, þætti mjer vænt um að tá rúra ef kostur er á
handa nokkrura orðum ura þetta efni.
Fyrir 50 árum rúmum var stofnað fjelag með þessu
nafni i Lundúnum; voru stofnendurnir nokkrir ungir trú-
aðir menn, sem höfðu hafið þenna fjelagsskap með þvi,.
að koma saman á einstaka kvöldum til að lesa í ritning-
auni, syngja sálma og biðja. Upptökin hafði ungur mað-
or einn að nafni Georg Wiliam, og er hann talinn höf-
undur fjelagsins. Þetta fjelag sem í fyrstu var fámennt
hreiddist óðum út á Eglandi og náði þaðan til meginlands
°S Rvo til hinna heimsálfanna. Er það nú orðið afarfjöl-
mennt og stendur undir einni höfuðstjórn er hefir sæti í
Sviss. Hvert land hefir svo sitt eigin samband. Nor-
vegur og Danmörk eru i bandalagi o. s. frv.
í fyrra sumar (1894) var haldin 50 ára afmælishá-
tíð fjelagsins í Lundúnum, og komu þar saman um 5000
fulltrúar frá ýmsum deildum víðsvegar um heim allan
auk fjölda annara manna. Var það hinn hátíðlegasti
fundur og fannst mönnum mikið um, er sálmur Lúters:
»Vor Guð er borg á bjargi traust« var sunginn á nær
því öllura heimsins raálum, (nema íslenzku). Hinn gamli