Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.08.1895, Blaðsíða 15
143 £>á var tekiÖ fyrir að skipta peningum milii uþpgjafaprestá og prestaekkna, 3681 kr. 40 aur., samkv. tillögum stiptsyfirvald- anna. Biskup skýrði því næst frá aðgjörðum handöókarnefndarinn- ar og las upp formála eða tillögur hennar um guðsþjónustuna í kirkjunni, aimennna guðsþjónustu, skemmri guðsþjónustu, hátíða- guðsþjónustu og aptansöngva á jólanótt og nýársnótt, um skírn- ina, almenna barnaskírn, skemmri skírn, staðíesting skemmri skírn- ar, um ferminguna og um bjónabandið. Urðu litlar umræður um tillögurnar, með því biskup kvað þær mundu verða prentaðar og sendar prestum, og þá gæfi t kostur á að ihuga þær og ræða. Sjera Arni Þorsteinsson á Káifatjörn benti á, að ósamkvæmni væri á milli eptirlaunalaga presta og prestaekkna, þar sem eptir- laun prestaekkna gætu sett brauðin niður úr 1200 kr. Því máli vísað með meiri hlut atkvæða tii viðstaddra alþingismanna, sjer- staklega biskups og sjera Jens Pálssonar. Sjeta Jens Pálsson hreylði því, að ástæða væri til að koma á fót kristindómsboðskap á íslenzkri tungu meðal Islendinga i Kaup- mannahöt'n með stofnuu sjerstakrar íslenzkrar prostsstarfsemi þar með styrk úr landssjóði. Eptir nokkrar umræður tók framberandi tillöguna aptur. Sjera Arni Þorsteiussonskýrði frá tilraunum presta í Kjalar- nesþingi til að koma á málfundum til viðkynningar og andlegrar samvinnu. I tilefni af handbókarmálinu bar biskup fram svolátandi til- lögu : «Synodus skorar á alþingi að veita nægilegt fje til að gefa ut uppástungur synodusnefndarinnar til endurskoðaðrar handbók- ar með ástæðum nefndarinnar fyrir hinum helztn breytingurm. Tillagan samþykkt i einu hijóði. Biskup skýrði frá, að gjafir til prestsekknasjóðsins helðu ver- ið álíka miklar síðastliðið ár og hin næstu á undan, en þar sem enn væru eigi til sin komnar aliar gjafir fyrir 1894, hetði bann ráðið af að birta ársreikninginn siðar, þó innan skamms. Samþykkt í einu hljóði tillaga biskups um að veita 600 kr. styrk at' sjóðnum næsta ár. Ifirlit yíir messugjörðir og altarisgöngur síðustu 3 árin kvað jskup verða að bíða, með því að skýrslur fyrir 1894 væru enn 0 omnar úr 2 prófastsdæmum. ., , Sarnþykkt sú tillaga biskups, að halda synodus framvegis 29. '1Uui> ella 30, ef 29. bæri upp á sunnudag. Sjera Jón Helgason hreyfði því, að fundurinn mundi verða "kjulegri, ef prestunum væri að haustinu tilkynnt kirkjuleg um- tæðuefni, er lögð yrðu fyrir fundinn sumarið eptir; gæfist prestum P kostur á að kynna sjer málin og íhuga þan, og mundi það vstja þá til að sækja syuodus.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.