Kirkjublaðið - 01.03.1897, Blaðsíða 3
35
um og sumir beinlínis af fátækt sinni. Þetta getur kennt
oss að skoða náunga vorn frá nýrri og betri hJið en vjer
opt gjörum, og ætti það að vera oss hvöt til að elska
hann meira og reynast honum betur. Svo er það og
sjálfsagt að vjer sjeum þakklátir þeim mönnum, sem svo
fúslega og drengilega reyna að greiða úr högum vorum.
Jeg hefi ekki orðið annars var en að allir, sem hjer eiga
lilut að máli, sjeu þakklátir hirium veglyndu gefendum.
Jin það er ekki nóg að vjer sjáum það með sjálfum oss
eða í orði kveðnu. Vjer verðum að minnsta kosti að
reyna að hagnýta oss sem bezt þessar velgjörðir annara,
samkvæmt tilgangi þeirra. Og umfram allt verðum vjer
að varast, að láta þessar velgjörðir Guðs og manna verða
til ónýtis á oss eða verra en einskis; en það verður svo
framarlega sem vjer látum velgjörðir þessar verða til
þess, að ala tortryggni, óáuægju og öfundarríg út af þvi,
hvernig gjöfum þessum verður útbýtt á sínum tíma.
Það er víst enn óákveðið, hvernig úthlutun þessari
verður hagað eða hverjir verði látnir framkvæma hana
á mestum hluta samskotafjárins. En það er engin á-
stæða til að efast um það, að til þess verði valdir skyn-
samir og rjettsýnir menn, sem hafa almennings traust,
og þá vonandi helzt þeir, sem ekki verða sjálfir hlut-
takandi í skaðabótunum, eru alveg óvilhallir og hafa
enga freistingu til þess að sýna nokkra hlutdrægni. Þeim
verður og væntanlega falið að safna sem nákværaustum
skýrslum um tjónið og öllum þeim upplýsingum, sem
unnt er að fá þessu viðvíkjandi, og jafnvel að líta á með
eigin augum, þar sein helzt kynni að vera efamál um,
að svo miklu leyti sem slíkt getur haft þýðingu; og enn-
fremur ef til vill að halda fundi með mönnum í hverri
sveit á landskjálftasvæðinu, svo að sem flestum geflst
kostur á að láta í ljós skoðun sína á þessu máli, og bera
sig upp undan því, ef einhverstaðar þykir rangt metið.
Yfirleitt verður óefað reynt að búa svo vel um þetta sem
menn hafa vit á, og meira er ekki unnt. Það má raun-
ar sjálfsagt búast við því, að hvað góðir menn, sem um
þetta fjalla, og hvað samvizkusamlega sem þeir leysa það
af hendi, þá geti ekki orðið fullkomið rjettlæti eða jöfn-