Kirkjublaðið - 01.03.1897, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.03.1897, Blaðsíða 16
48 andvörpum«. En með svo hægu móti verður eigi lífs- anda blásið í dauð og skinin bein. Fyrir mörgum árum sendi Pjetur biskup brjef öllum próföstum, og óskaði tilaga þeirra um, hvernig ætti að »auka vald og verksvið sýnódusar«. Hvað aðrir hafa tillagt, veitjeg ekki; en mín tillaga var, að sýnódus yrði lögð niður; og get jeg enn eigi sjeð, að annað sje rjett- ara. Ávextirnir eru vondir, en rótin er þjóðkirkjufyrir- komulagið, og vont trje getur ekki borið góðan ávöxt. Afleiðingarnar af þjóðkirkjufyrirkomulaginu eru í stuttu máli þessar: 1. Að í söfnuðunum standa fjölda margir menn, sem ann- aðhvort eru með öllu kærulausir um kristna trú eða jafnvel andvígir henni. Þeir geta verið sóknarnefnd- armenn og safnaðarfulltrúar, svaramenn brúðhjóna, skírnarvottar barna, og eru þá kallaðir »elskuleg guðsbörn«, o. s. frv. 2. Að öll gjöld til presta og kirkna eru ákveðin með lögum. Gjaldendur geta ekki fundið til þeirra sem þess, er þeir af frjálsum vilja leggi fram til stuðn- ings málefni kristindómsins. Gjöldin eru lögtæk skyldukvöð, en ekki frjáls framlög. 3. Að söfnuðirnir eru meira en hálfómyndugir, og geta því hvorki haft þá hvöt tll framkvæmda nje þá heillavænlegu ábyrgðartilfinningu, sem leiðir af því að hafa bæði rjett og skyldu til að ráða öllum mál- um sínum til lykta eptir eigin sannfæringu. 4. Að safnaðarmeðvitund og safnaðarlíf dofnar svo mjög af öllum þessum orskökum til samans, að ekkert verður eptir, nema nafnið tómt, og þá ernafnið ekki lengur rjettnefni. (Niðurl.). Kirkjublaðið — tiorg. t. 15. ,júlí — skriíieg uppsögn sje kom in til útgetanda iyrir 1 októb.— 12aikirauk smárita. 1 kr. 50 a. 1 Vesturbeimi 60 ots. Eldri árg. tást hjá útgef. og útsölum. Sameiningin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. isl. í V.-l . 12 arkir. 11. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. íl. víðsv. um land. RITST.TÓHI: ÞÓRBALLUB BJARNARSON. Prentað i ísafoldarprentsmi?»ju. Reylsjavík 1897.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.