Kirkjublaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.12.1897, Blaðsíða 2
178 Betra’ er það í blundi’ að.'dreyma blítt um nafnið frelsarans en í vöku Guði' að gleyma, geislum bafna sannleikans. Oss það verður sízt að sökum sól að dreyma kærleikans. í þeim draumi vjer þó vökum víst und sigurmerkjum hans. Hjer má reyndar segja sofið, svefninn enginn maður flýr; lífið draumi allt er ofið, eilífðin er vaka skír. Oss lát, Guð, til æðri heima óska, vona, horfa, þrá, Jesú nafn á jörðu dreyma, Jesú giaða vakna lijá. V. B. Melankton Ágrip af fyrirlestri á synodus 1897*. Þýðingu Melanktons fyrir siðbótina og trúarlíf hinn- ar evangelisku kirkju verður allvel lýst með 3 setning- um, teknum úr ritum hans: 1. «Jeij þakka hinum virðulega doktor Lúter fyrir fað, að jeg liefi lœrt af honum fagnaðarerindið«. Melankton var eptir upplagi sínu og uppeldi algjörð- ur húmanisti, með lífi og sál í fornmenntun Grikkja o Rómverja, og eins og aðrir húmanistar, leit hann mest siðleysi og fáfræði kirkjunnar, en fyrst eptir aðhannvar *) 'filgangiir ræðumannsins var sá að gjöra þessa lýsingu á Mel- ankton miklu rækilegri, en það hefir farizt fyrir, en heldur en ekkert, kemur hjer lítið ágrip af þeim helztu atriðum, sem ræðumaðurinn fór með. Það athugist, að fyrirlesturinn var fluttur fyrir guðfræðingum. & aq

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.