Kirkjublaðið - 01.12.1897, Page 3

Kirkjublaðið - 01.12.1897, Page 3
179 kominn undir hkndarjaðar Lúters í Wittenber$r, komst hann í skilning um syndina og náðina, og sá að dýpra þurfti að grafa fyrir hina spilltu rót kirkjunnar. Friðrik vitri bað Reuchlin hinn mikla niálfræðing húmanistanna að útvega sjer færan mann tii þess að kenna grísku og hebresku við hiun nýstofnaða háskóla í Wittenberg, og Reuchlin kaus til þess frænda sinn*, og hæfari mann gat hann ekki fengið. Lúter kallaði hinn nýja samverkamann sinn »litla Grikkjann«, Lúter sjálfur var svo þýzkur (germanskur) frá hvirfiitil ilja, í Melank- ton var, altjend framanaf, í og með ekki svo lltið afgrísk- um heiðindómi (auðvitað í góðri merkingu). Melankton hefir þá sinn til hvorrar handar Erasmus ogLúter. Þeir þreyta um völdin yfir sálu hans; en smám saman verður Lúter vfirsterkari. Framan af er Melankton töluvert sam- dóma erki-húmanistanum Erasmusi um það, að viðreisn vísindanna, samfara breyttri og bættri háttsemi kirkjunn- ar hið ytra væri fullnægjandi »siðbót«. Hvernig þetta var að brjótast í huga Melanktons sjest af fyrirlestrum hans frá fyrstu árurn hans í Wittenberg: Tvennt er það sem hann kýs sjer. Annað er hreysti í lifinu, von í dauð- anura og d jörfung á degi dómsins. Það er fagnaðarerind- ið um Jesúm Ivrist krossfestan og trúin á hann, sem eitt gefur þann lærdóm, og sá lærdómur er ókunnur lieimin- um, fyrir ofan alla mannlega speki. Um það prjedikar Lúter. — Hitt er ljós vísinda og mannlegrar speki, samfara fögrum og góðum siðuin. Um það kennir Erasmus. Og svo ter hann að bera þetta saman, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hin síðari lífsstefnan boði að vísu kærleilí- ann, en kærleiki án trúar er sem reykur. Melankton svipaði að ýmsu leyti til Era.smusar, var nokkuð hikandi sem hann, ófús til að beita sjer fyrir, en alveg var hann laus við hjegómadýrð og vandfýsni Eras- musar. Eptir nokkurra ára kynningu taldi Lúter »heið- ingjarin« Erasmus í óvinaffokki, en aldrei sleit til fulls upp úr vináttu þeirra Erasmusar og Melanktons. Eras- *) »Frá æskuárnm Melanktons*. Sjá Ný kristileg smárit bls. 185.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.