Kirkjublaðið - 01.12.1897, Page 5
181
lejjgja áherzlu A hitt að hið andlega »hlýtur andlega að
dæmast*. Heilagur andi verður að hafa tendrað ljós sitt
í hjarta biflíuskýrandans. Gáfan til þess að skýra kem
ur við lesturinn, stöðugan og endurtekinn lestur, sarnfara
yfirvegun og bæn. Sjálfur breytti hann eptir þeirri reglu;
frá bernsku las hann daglega í ritningunni. En svo
kenndi Lúter honum markmiðið við allan lestur heilagr-
ar ritningar: »að flnna Krist« að sjá það og skilja hvern-
ig allt Guðs opinberaða orð vitnar um Krist. Tilgangur-
inn með því að skilja rjett og rekja rjett hugsanirnar
var sá að geta vitnað um Krist.
III
/>Jeg er mjer þess meðvitandi, að öll min f/uðfrœðis-
star/'semi hefir eigi haft annað mark fyrir augum en lif-
erninbetrun mannanna«.
Húmanistinn kemur fram í þessum otðum og því var
það að hann leit öðru vísi á nauðsyn góðra verka. en
sumir lærisveinar Lúters og var hneigðari til samkomu-
lags við katólska og kalvínista í ýmsum ágreiningsat-
riðum, enda varð og fyrir áreitni guðfræðinganna innan
sinnar kirkjudeildar. Lífið og kenningin, hvorttveggja
þarf að hafa sina sjerstöku talsmenn innan kristindóms-
ins, Slíkur stefnumunur auðgar kirkjuna, er ómissandi.
En ágreiningur sem út af ris verður alla-jafna að ómild-
um dómum, þar sem á aðra hliðina er sakað um kær-
leiksleysi, en á hina um hálfvelgju.
Á vorum dögum sýnist vonin utn einingar-samband
Krists játenda á jöiðunni frennir færast fjær en nær, en
hjá Melankton var sú háleita hugsjón sterk og lifandi.
Sú kynslóð mun óborin enn, sem kann að meta til fulls
og skilja hans göfgu og frjálsu trúarskoðanir.
Melankton hefði aldrei komið siðbótinni af stað, það
var mest á mununum milli hans og Lúters. Eu þó mátti
Lúter eigi vera án Melanktons. Hjá Lúter var hitinn
og krapturinn, hjá Melankton fjölfærnin og ritsnildin. Vor
lúterska kirkja þarf jafnan að minnast þeirra begg.ja sem
siuna niiklu la*rif«ðra.
L