Kirkjublaðið - 01.12.1897, Side 6

Kirkjublaðið - 01.12.1897, Side 6
182 »Lærifaðir Þýzkalands* er hið veglega kenningar- nafn Melanktons. Himinsælan varð fyrir sjónum hins mikla iærdómsmeistara skóli í enn háleitari speki, þar sem hann átti von um að mega setjastábekk lærisveins- ins. I brjefi sem hann ritaðí vini sír um skömmu fyrir andlátið, kemst hann þannig að orði: »M.jer er ljúft að skilja við þetta llf, er Guði svo þóknast. Eins og veg- farandinn á næturþeli skimar eptir morgunroðanurn, bíð jeg Ijóssins er hinn himneski háskóli opnast rnjer; þar mun jeg aptur vefja þig örmurn og hjá lindum vizkunnar munum við hvílast og ræða saman*. * * * Melankton gjörði lítið að þvi að prjedika, þó samdi hann ekki svo fáar prjedikanir, en það var fyrir aðra, sem þá var all-títt. Hann prjedikaði fyrir ungversku stúdentunum, sem sóttu háskólann í Wittenberg, þeir skildu eigi þýzku, en Melankton pr.jedikaði fyrir þeitn á latínu. Hinn guðhræddi og sann nuðmjúki maður var þó bæði andrikur og bænheitur. Sem sýriishorn af kristin- dóntsboðskap Melanktons fer hjer á eptir bænarákall hans í niðurlagi heimspekilegrar ritgjörðar um sálina: Hverfum nú frá efaspurningum heimspekinnar, og grátum yfir myrkri anda vors, sem syndin heíir leitt yhr oss, og hlýðuin með nýrri ástundun og kostgæfni á kenu- ingu guðsorðs, sem boðai' oss vilja Guðs og velgjörðir Drottins vors og herra Jesú Krists, og hvernig vjer fá- um öðlast hið eilifa lilið. Og áköllum nú sjálfan hann, son Guðs, og biðjum hann að styrkja trúna I vorum hjörtum: Jeg grátbæni þig Guðs son, Drottinn Jesús Kristur, sem fyrir oss ert krossfestur og upprisinn frá datiðum, og sem hefir sagt: »komið til mfn allir þjcr, sem erfiðid og þitnga eruð hlaðnir, eg vil gefá vður hvild«. Endur- nýja þú inynd þíua i oss með þinu Ijósi, fræð þú oss og leið þú oss með þínum heilaga anda, svo að vjer getum i sannleika ákallað og lofað þirm eiilfa föður, þig og heilagan anda. Safna þú ávalit saman hjer á jörðunni, þjer til handa, eilífri kirkju þinni, varðveit þú og leið þá, sem eiga að nema og kenna lærdóma kirkju þinnar, þínu

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.