Kirkjublaðið - 01.12.1897, Page 7
nafni til dýrðar. Þú, ó eilífi Guð, þekkir vorn mikla
veikleika., en þú hetir gjört eilifan og órjúfanlegan sátt-
mála við kyn mannanna, til þess að það eigi gjörsamlega
glatist. Vjer felum oss auma og brotlega menn þínum
föðurörmum, varðveit oss at þinni miklu mildi. Amen.
Einum Guði sje dýrð.
AltarisgöngnhiigHun.
.Svölunar þarf sál mín við:
mædd af sekt og nwdd af kvíða,
mædd við breyzkleik sinn að stríða
þráir hvíld og þráir frið.
Guði, sinum föður, fjær
vantar ró og vautar yndi;
veit, að trygga sælu fynndi
við að hefjast honum nær.
Sjálf þess megnug ei hún er.
Veit það Guð og veitir bætur:
vitja mín þvi soninn lætur;
minni sál hann svölun ber:
Býður mjer, — og öllum oss
rnilli vor og Guðs að ganga;
gefur þeim, er lil hans langa,
sambands-vonar háleitt hnoss.
Til að festa traust á þvi,
oss að sínu borði býður;
bindast skal þar allur lýður
guðlegs kærleiks eining í.
Nálgun Guðs sú eining er:
mat hans sonur minna en hana
mat og drykk og lif og bana.
A það minnir hann oss tijer.
Boðið góða þigg jeg það.
Þá er svalað sálu íuinni,