Kirkjublaðið - 01.12.1897, Síða 9
185
Það er talað um blaðaöld hjá oss undir aldamótin og
margir óttast, og það eigi ástæðulaust, að blaðamergðin
kunni að draga úr hinum eiginlegu bókmenntum, en líð-
andi öldin geturþó væntanlega lagt allvel á borð með sjer,
þegar þær á sínum tíma verða bornar saman, hún og ó-
borna systirin, og Bifiínljóð sjera Valdimars lif'a, og munu
um allar ókomnar aldir skipa bekk með hinu allrabezta í
islenzkum bókinenntum.
Drottinn er initt ijós og- mitt frelsi.
Með þessum orðum tiyi'jar 27. sálmurinn i Daviðssálmum. Þessi
sálmur er eins og svo margir aðrir tæbifærissálmur, og tækifærið var
eitthvert hið markverðasta og minnistæðasta í lifssögu skáhlsins. Sál
konungur var að ofsækja hann. Sál hafði frjett, að Davíð hefði læst
sig og menn sina inni í horg nokkurri, og gat hann því heldur ætlað, að
horgarmenn væru sjer vinveittir og þakklátir, sem hann áður hafði rek-
ið óvinalið af höndum þeirra. En þetta fór þó á annan veg. Því þá
er þeir vissu, að Sál konungur mundi setjast nm horg þeirra með óvigan
her, snerist þeim svo hugur, að þeir höfðu i ráði að myrða frelsara
sinn, eða framselja hann i hendur óvina lians.
Þannig er ástatt þegar skáldið yrkir sálm þennan, er svo berlega
lýsir þvi lifandi trúnaðartrausti, sem Davið ber til Guðs hjálpar. Vjer
sjáum hjer manninn eptir Guðs hjarta, sem engar þrengingar heimsins
fá bifað i traustinu til Guðs.
Þúsund árum eptir Davið hirtist á þessari jörðu af hans ætt sá
Drottinn sem sagði um sjáli'an sig: Jeg er Ijós heimsins. Hann var
sendur af honum, sem býr í þvi ljósi, er enginn fær til komizt, og er i-
mynd hans veru og ljómi hans dýrðar. Siðan er nú langt liðið á ann-
að árþúsundið, og á öllum þessnm árum hefir heimurinn verið npplýst-
ur af hans ljósi. Ljós friðþægingarinnar við Gnð, fyrir hans krossdauða,
hefir streymt inn i miljónir sálna sem meðtekið hafa hinn nantia lœr-
dóm, að Jesús Kristur sje kominti í heiminn að frelsa synduga
menn (1. Tím. 1, 15.). A öllum timum hefir orðið: -Zlrottinn er mitt
ljós og mitt frelsi« verið þeirra hlessunarrikt huggunar og sigurorð. Og
þó hafa margir — og þeir skipta einnig miljónum — læst sig eins og
Davið inni í víggirtri borg. Þeir hugðu að sækja þangað Ijós og frelsi
til margra þakklátra vina; en þeir hrepptu myrkur og þrældóm. Borgin
er hinn vantuúaði heimur. Hann lileður um sig viggarða skynseminn-
ar. Hann stærir sig af því að kannast ekki við annað ljós en hennar
ljós. Hann stærir sig af því að hafa uppgötvað þann sannleika, að það
sje mannsins eiginn andi, sem eigi að ráða gátur lifsins, og leiða mann-
kynið i höfn frelsis og farsældar. Hann staðhæfir, að það sje visindin,