Landneminn - 01.12.1892, Blaðsíða 4

Landneminn - 01.12.1892, Blaðsíða 4
4 LANDNEMINN. Um Þingvallanýlenduna ritar Mr. M. Paulson í „Lögl)ergi“ á þessa leið eptir að hann liefur minnzt á, að nokkr- ir íslendingar hafi flutt burt fir nýlendunni og að einhver hefði ritað í „Lögberg11 um ýmsa misbresti þar: „t>að er satt, að uppskeran hefur allviðast brugðist hjá ís- lendingum (þó eru fallegir akrar hjá fáeinum).-Eptir þeim upplýsingum, sem jeg fjekk, álít jeg að grasbresturinn í syðri nýlendunni sje mjög eðlilegur. Síðastliðinn vetur fjell því nær enginn snjór í nýlendunni; það eitt hefði verið nóg ástæða til að þetta sumar yrði grasbrestur, en þar við bættist sljettueldur. Við svona löguðu óhappi þarf ekki að bfiast framvegis, segir bann; snjólausir vetrar komi þar örsjaldan og sljettuelda megi fyrir byggja. Uppskerubrest'irinn muni að nokkru lcyti vera Islendingum að kenna. Þjóðverjar sem búa innan um íslendinga hafi fengið meðal-uppskeru. — Hvað vatnsleysið snertir, segir Mr. Paulson, að alstaðar sje hægt að bæta úr því með brunngrepti. AUGLÝSINGAR. Dominion-línan. Konungleg brezk póstgufuskip. Þessi lína flytur fólk frá íslandi til allra staða í Canada og Bandarikjunum, sem járnbrautir Iiggja að, fyrir lægsta verð. Gufuskip þessarar línu fara frá Liverpool til Quebec og Mortreal og ýmsra staða í Bandaríkjunum einu sinni í hverri viku; þau eru meðal hinna stærstu, sterkustu og hraðskreiðustu í heimi og eru orðin heimsfræg fyrir þægilegan og góðan fitbúnað. Þeir sem taka sér far með Dominion-línunni frá íslandi, mega eiga það víst, að það verður farið betur með þá á leið- inni, en áður hefur átt sjer stað með vesturfara. Þegar ekki fara mjög fáir, hafa þeir góðan tfilk alla leið frá íslandi til Ameríku, nægilegt og gott fæði á skipum línunnar og þann tíma sem þeir kunna að dvelja í Englandi, læknishjálp og rneðul ókeypis; og auk þess hafa þeir á skipum línunnar nauðsynleg borð- áhöld ókeypis, og undirdýnu og kodda geta þeir fengið keypt fyrir að eins 1 kr 35 aura, og á þeim skipum, sem eru fitbfiin með „canvas-rúm“, fríast farþegar við þann kostnað. Þeir sem flytja með Dominion-línunni eru ekki látnir ganga langt af skipi eða á skip. Dominion-línan sendir velfitbúið skip til íslands á næsta sumri eingöngu til að sækja vesturfara, ef svo margir biðja mig eða agenta mína um far með línunni að slíku verði viðkomið, og gera það í tíma, og verða þeir þá fluttir viðstöðulaust frá Islandi til Liverpool og fríast þannig við það ónæði, sem þeir ávalt að undanförnu hafa orðið fyrir með því að skipta um skip og vagna í Skotlandi. Dominion-línan hefur verið viðurkennd af Canadastjórn fyrir sjerstaklega góða meðferð á vesturförum, og nfi hefur stjórnin lagt fyrir umboðsmann sinn, herra B. L. Baldwinson, sem dvelur á íslandi í vetur, að fylgja vesturförum Dominion- línnnar á næsta sumri, og væri því heppiiegt fyrir sem flesta, er flytja vestur á næsta sumri, að verða honnm samferða, sem af öllum vesturförum er mj’óg vel líitinn og nfi er allra ís- lendinga kunnugastur þeim ferðum. Herra Sigurður Christo- pherson fir Argyle, umboðsmaður Manitobastjórnarinnar, sem líka dvelur á íslandi í vetur, verður einnig tfilkur og umsjónar- maður með einhverju af því fólki, sem flytur með Dominion- línnnni næsta sumar. Líka býst jeg við að fara sjálfur vestur á næsta sumri. Allar upplýsingar viðvikjandi ferðinni vestur fást hjá undir- skrifuðnm og áðurnefndum herrum Baldvin og Sigurði. Sveinn Brynjólfsson, útflntni ngastjóri. Dominion of Canada, r Abýlisjarðir ókeypis fyrir miljónir manna. 200,000,000, ekra af hveiti- og beitilandi í Manitoba og Vestur- Territóríunum í Canada ókeypis fyrir landnema. Djúpur og frábærlega frjósam- ur jarðvegur, nægð af vatni og skógi og meginhlutinn nálægt járnbrautum. Afrakstur hveitis af ekrunni 30 bush., ef vel er umbfiið. í HINTJ FRJÓSAMA BELTI, í Rauðár-dalnum, Saskatchewan-dalnum, Pease Biver-dalnum, og umhverfisliggjandi sljettlendi, eru feikna miklir flákar af ágæt- asta akurlendi, engi og beitilandi—hinn víðáttumesti fláki í lieimi af lítt byggðu landi. Málm-náma landL. Gull, silfur, járn, kopar, salt, steinolía, o. s. frv. Ómældir flákar af kolanámalandi: eldiviður því tryggður nm allan aldur. JAItNBRAUT FRÍ HAFI TIL HAFS. Canada Kyrrahafs-járnbrautin i sambandi við Grand Trunk og Inter-Colonial brautirnar mynda óslitna járnbraut frá öllum hafnstöðum við Atlanzhaf i Canada til Kyrrahafs. Sfi braut liggur um miðhlut frjósama beltisins eptir því endilöngu og um hina hrikalegu, tignarlegu fjallaklasa, norður og vestur afEfra- vatni og ura hin nafnfrægu Klettafjöll Vesturheims. Heilnæmt loptslag1. Loptslagið i Manitoba og Norðvesturlandiuu er viðurkennt hið heilnæmasta í Ameríkn. Hreinviðri og þurrviðri vetur og sum- ar; vetur kaldur, en bjartur og staðviðrasamur. Aldreiþokaog súld, og aldrei fellibyljir eins og sunnar i landinu. SAMBANDSST.JÓRNIN í CANADA gefur hverjum karlmanni yfir 18 ára gömlum og hverjum kvenn- manni sem hefur fyrir famílíu að sjá 160 ekrur af landi alveg ókeypis. Hinir einu skilmálar eru, að landnemi bfii á land- inu og yrki það. Á þann hátt gefst hverjum manni kostur á að verða eigandi sinnar ábýlÍBjarðar og sjálfstæður í efnalegu tilliti. . ÍSLENZKAR NÝLENDUR i Manitoba og canadiska Norðvesturlandinu eru nfi þegar stofn- aðar í 6 stöðum. Þeirra stærst er NÝJA ISLAND liggjandi 45—80 mílur norður frá Winnipeg, á vesturströnd Winnipeg- vatns. Vestur frá Nýja íslandi, i 30—35 mílna fjarlægð, er ÁLPTA YAJ'NS-N ÝLENDAN. í báðum þessum nýlendum er mikið af ónumdu landi, og báðar þessar nýlendur liggja nær höfuðstað fylkisins en nokkur hinna. ARGYLE-NÝLENDAN er 110 mílur suðvestur frá Wpg., ÞINGVALLA-NÝLENDAN 260 mílur i norðvestur frá Wpg., QZFAPPELLE-NÝLENDAN um 20 mílur suður frá Þingvaila-nýlcndu, og ALBERTA-NÝ- LENDAN um 70 mílur norður frá Calgary, en um 900 mílur vestur frá Winnipeg. 1 síðasttöldu 3 nýlendunum er mikið af óbyggðu, ágætu akur- og beitilandi. Prekari upplýsingar i þessu efni getur hver sem vill fengið með því að skrifa um það: □3. Xj. 3EK£Llc3LT7«r±zxísozx, Ieelandic Agent. DOM. GOV’T IMMIGRATION OFFICE Wlnnipeg, - - - Canada. Ábyrgðarmaöur samkvæmt prentlögunum: Vald. Ásmundarson. Fj elagsprentsmitj an

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/138

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.