Reykvíkingur - 01.03.1892, Page 1

Reykvíkingur - 01.03.1892, Page 1
Afgrei»9lustof a Keykvlkings er nú hjá útgefanda, Áðal- stræti nr. 8, opin hvern virkan dag allan. Nýir kaup- endur gefl sig fram. Reykvíkingur Blaðið kemur út einu sinni í hverjum mánuði og kostar hjer i Rvík 1 kr. um árið, út um landið og erlendis burðar- gjaldað auki. Brog- ist fyrir lok júlí. II, 3. Marz, 1892. Húmerið kostar 10 a. Bæjarstjórnin og bæjarreikningarnir. (Framli.). Eu þetta verða endurskoðunar- | menn bæjarreikninganna, (sem vjer álítum hjer með rjettu tekna sem umbjóðendur gjald- endanna) að láta sjer lynda, þó þeim sje neitað og þar að auki jafnvel gefin afsvör eins og vjer höfum heyrt að hafi átt sjer stað með athugasemdir stundum áður; vjer höfum farið þess á leit, að fá að sjá athuga- semdir við bæjarreikninginn 1883, en því miður var oss synjað um það og urðum vjer því á annan veg að leita oss upplýsinga, sem munu vera sannar og hljóða þær svona. Árið 1883 var ekki barnaskólabyggingar I reikningurinn sendur með öðrum skjölum til endurskoðunarmannanna og rituðu þeir því á aðalbæjarreikninginn, eftir að hafa árang- urslaust beðið eftir reikningnum, þá einu athugasemd, að barnaskólabyggingarreikn- ingurinn væri ekki með; þannig lagað mun það hafa beðið, þar til 1885, að nýir end- urskoðunarmenn komu, og var þá bæjar- reikningurinn fyrir árið 1884 óendurskoð- aður, og fengu hinir nýju endurskoðunar- menn 100 kr. úr bæjarsjóði fyrir þá endur- skoðun (hvað segja menn um þetta?) en þá fundu þeir að áður nefndur byggingar- reikningur var óendurskoðaður, og hafa þeir þá sjálfsagt beðið um hann, en hvað skeð- ur? mundu þeir ekki fá það svar að hanu væri frá fyrri árum og þeim óviðkomandi, og við þetta sat. Bæjarstjórnin úrskurðar allt klappað og klárt, skellir saman lófun- um, heldur heim og fer að sofa. Hafi nú sá eður þeir, sem sjerstaklega höfðu á hendi þann starfa fyrir bæinn að sjá yfir fram- kvæmdir við barnaskólabygginguna, verið valdir að því að barnaskólareikningurinn varð óendurskoðaður sökum vantandi upp- lýsinga, þá skulum vjer heyra hvað tilsk. um bæjarstjórn frá 1872 segir. í 29. gr. segir svo: „Bcejarstjórnin er skyld að láta endurshoðurum í tje allar þær skýrslur er við þurfau o. s. frv. og enn segir í sömu gr.: „Þó má enginn taka þátt ? úrskurði á athugasemd, sem snertir þcer framkvæmd- ir er hann hefur tekið þátt í sem kvaddur í fasta nefnd, eður fyrir þá sök að honum hefur sjerstaklega verið fdlið eitthvert starf á hendur í þarfir bœjarins'1 og enn segir í 30. gr. sömu tilsk.: „Innan 30. Septcmher mánaðar ár hvert, skal senda landshöfðingja reikning fyrir hið liðna reikningsár með at- liugasemdum skoðunarmanna oq úrskurðum á þeim- komist landshöfðingi að því þá er hann yfir fer reikningana, eða á annan hátt, að bœjarstjórnin hafi viðhaft ólögmæt útgjöld -------------------------------eða á ann- an hátt beitt ranglega valdi sínu, skal hann gjóra þœr ráðstafanir er við þurfau. Menn geta nú sjeð af framanrituðu, sam- anborið við hið tilgreinda úr 29. gr. til- skip., hvort ástæðulaust er að segja, að ekki hafi farið verið eftir tilskip. í fyllsta skilningi í framkvæmdunum, og þó er enn fleira ótalið, og vjer vitum ekki betur, en að veganefndin, sem verður þó að álítast föst nefnd, greiði á fundum atkvæði, jafn- vel þegar til umræðu eru athugasemdir á því sem hún hefur látið gjöra, ástundum án leyfis bæjarstjórnarinnar, ogkostað hef- ur bæinn ærna fje, en lítil eður enginn not af sjer gefið, eins og þegar til umræðu var á bæjarstjórnarfundi athugasemd frá endurskoðurum um kostnaðinn við hina alræmdu Gullrennu hjer í bænum og fleira, og má þá nærri geta, að veganefndin. sem eru þrír úr bæjarstjórninni, greiði ekki at- kvæði á móti sjálfri sjer, og getur það, sem skiljanlegt er, ráðið málalyktum á at- hugasemdaúrskurði, sem snerta þeirra eig- in framkvæmdir í bæjarins þarfir, en sem þó virðist vera j.vert á móti berum orðum tilskipunarinnar. Og hvað viðvíkur 30. gr. tilskipunarinnar, þá er þar meðal ann- ars auðsjeð, að Jandshöfðingi beitir ekki um skör fram valdi sínu, sem sjá má á því, að hafi hann látið sig engu skifta um áður nefndar 100 kr. til endurskoðara, og eftir því að dæma álitið það lögmæt iit- gjöld fyrir bæinn, þá erum vjer honum ekki samdóma þar í, þar sem fyrir endur- skoðun bæjarreikningannaáekkert að þurfa að borga, þvi það er borgaraleg skylda þeirra, sem til þess eru kosnir, að leysa þann starfa af hendi endurgjaldslaust, og eru án efa til einhver lögleg þvingunar- meðul ef þeir tregðast.

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.