Reykvíkingur - 01.04.1892, Side 2

Reykvíkingur - 01.04.1892, Side 2
14 á sinn hátt!! Á þann hátt hverfur eðlilega ailur sannur kærleiki barnanna til móður- innar og heimilisins og þá um leið sjálfsögð virðing og hlýðni, og lenda þau svo að lok- um í iðjuleysisrangli á götunum. Þess eru dæmi, að bæjarmenn sjá hættuna fyrir börn- in á götunum og koma þeim þá í sveit á sumrin til þess að læra hina almennu reglu- semi og starfsemi, sem þar er kunn, en allt of lítið er gjört að því vegna þess, að það þykir ekki nógu „fínt11 fyrir börnin, að vera upp í sveit og kannske eltast þar við kýr og kindur. Menn eru því sumir, sem nokk- uð hugsa um að varna drengjum sínum göturólsins, að hola þeim í búðir, sem er j lítil bót, því mörg dæmi eru þess, að dreng- ir hafa einmitt þar lært drykkjuskap og aðra óreglu. Ennþá mun ekki komið í i móð að láta stúlkubörn í búðir, sem einu I gildir, en þau fá heldur ekki að fara í j sveit á sumrin, sem telja má mikinn skaða, i bæði fyrir andlega og líkamlega framför j þeirra. Jeg geri nú ráð fyrir, að einhverjum kunni að þykja þessi fáu orð nokkuð hörð, og má vera að eiuhverjir finni hinni almennu heim- ilisstjórn eitthvað til afsökunar, en jeg hygg þó að hverjum skynberandi manni, sem kynnt hefur sjer þetta ástand hjer, og les þessar fáu línur, gæti komið til hugar þessi orð: „Ljótt er það, en satt er það“. X Grötur og byggingar o. 11. í Iteykjavík. Eptir ísl. stúdent í Khöfn. Göturæsin eru Reykvikingum til skammar og svívirð- ingar. Úr húsunum liggja rennur út í þau og er í þær hellt öllu skolpi og mörgum óhroða og úrgangi, fiskruðum og þvílíku. AUt þetta sígur lengri eða skemmri leið eptir ræsunum, en fæst kemst svo langt að það komist út í fjöru eða lækinn, en liggur hálfþornað og úldið í rennunum, og leggur af megna fýlu, sjerlega þar sem hús eru þjett. Þessu verður að kippa í lag, hvort sem það þykir súrt eða sætt, því óðum hlýtur þetta að versna, eptir því sem bær- inn vex og húsin verða þjettari. Sje sama snið haft sem nú tíðkast, hlýtur svo að fara eptir nokkur ár að engum menntuð- um manni verði við þetta líft. Ræsi þau sem lögð hafa verið nýlega, hafa einungis það fram yfir þau gömlu, að steinarnir með- fram þeim eru betur höggnir en í eldri ræs- um, en ekki ná þau betur tilgangi sínum. Úr þessu má bæta á að eins einn hátt, og er það að koma upp lokuðum og vönd- uðum göturæsum (kloaker) eins og títt er í öllum stærri borgum erlendis, og þyrfti að fá til þess í byrjun mann, sem kynni til slíkra starfa og gæti sagt fyrir verkum svo í lagi færi. Auðvitað yrði það að vera útlendingur, því engan íslenzkan verkfræð- ing eigum við enn á landi voru. Sumir segja ef til vill að þetta sje eitt af þvi sem engin efni eru til. Þá vil jeg einungis spyrja: Er oss ekki til skammar og óheilnæmis, að halda þessu í gamla horf- inu, og verður annar vegur að kippa þessu í lag, en sá sem jeg hefi bent á? Tjörnin fyllist óðum af öliu því góðgæti, mold, rusli og sorpi sem í hana er borið. Vera kann að bærinn gæti fengið nokkurt fje fyrir tjamarblettinn, ef hann væri orðinn þur og þar væri tún, eða hús byggð. En — það er fleira sem um þarf að hugsa en peningar, þó mikils virði sjeu. Væri tjörn- in ekki eins vanrækt og hún er, þá væri hún bæjarprýði og eigi lítil. Auk þess, þá er ófyrirgefanlegt, að taka af bæjarbúum þennan eina blett, sem hægt er að fara á skautum á á vetrum; það eitt ætti að vera nóg til þess að friða tjörnina. Þegar hún hefur verið fyllt upp, sakna drengir og full- orðnir skautasvellsins, en sjálfum sjer mega menn um kenna, ef allir horfa þegjandi á hve illa er með hana farið. Mín tillaga er sú, að gersamlega sje bann- að að bera nokkuð í tjörnina, að þegar tími og tækifæri gefst, sje hún hlaðin lag- lega upp og helzt dýpkuð og hreinsuð um leið. Væri það ekki ókleyft verk, því grjót er nóg til beggja handa og halli að tjörn- inni öllu megin, svo auðvelt er að færa það að henni. Tæma mætti hana með ljettu móti meðan hreinsuð væri, og myndi botn- leðjan vera bezti áburður. Kring um tjörnina ætti svo að leggja breiða götu, og gætu hjer hæfileg trje þrif- ist, þá mætti gróðursetja trje með fram henni. Allt þetta þyrfti ekki að kosta mjög mikið, ef rjett er að farið og verkið unnið svo ljett sem vera mætti. Tjörnin yrði þá bænum til stórprýði, en ekki til skammar eins og nú gjörist. Salerni fyrir almenning væri nauðsynlegt að fá byggð hjer, eins og títt er erlendis, þótt

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.