Reykvíkingur - 01.11.1892, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 01.11.1892, Blaðsíða 3
43 'l Jónsson kom með þá uppástungu, að láta mæla út i faðmatali og kver fengi víst á faðminn, og var það, sem von var, aðhyllst. Kíi er búið að girða c. 1300 faðma langan garð. (Viðvíkjandi hagatolls- bækkun fyrir kýr viljum vjer ráða bæjarstjórninni til að mæl a hann ekki á sömu stiku, sem hún mældi bagatoll hesta, eptir að hún keypti Laugarnesið. Að voru áliti má hann ekki og þarf ekki að hækka meira en 0,75, þannig að hann verði 2,75; annars munu fáir hjer nota Kringlumýrina fyrir ,kúahaga). — 4. Hestatorg (smásáiar-kaupmanna hestatorg). Skrif- leg beiðni frá nokkrum kaupmönnum hjer, að bæjar- stjórnin ljeti búa til hestatorg, sem öllum væri heim- ilt að láta hesta sína inn í. Máli því visað til vega- neíndariimar. — 5. Beiðni frá Jósep Jónssyni, Suð- urklijppj Um c_ g dagsláttur millum M. Benjamíns- sonar og Sigurðar Þórðarsonar. Ákveðið að skoða staðinn. — 6. Jóni Magnússyni í Bráðræði (sbr. síð- asta fund) veittar 3 dagsláttur vesturaf Bráðræðis- engjunum. — 7. Brunabótavirðing á þessum húsum: G- Olsens í Læknisgötu 5055 kr., B. Felixsonar, Arn- holtslóð 2,400 kr., Jóns Jónssonar, Suðurgötu 996 kr., Herm. Guðmundssonar, Klapparstíg 330 kr. Endur- kosnir brunabótavirðingarmenn: Magnús Árnason og Björn Guðmundsson. — Dr. Jónassen og G. Gunn- arsson voru ekki á fundi. l>aijarstj órinirfiuid ur 6. október. 1* mál. Beiðni frá Bunóifi á Bakka um eptir- gjöf á hálfu bæjargjaldi sökum veikinda, en engiun af fulltrúunum vissi með vissu, hvað liann hefði leg- ið iengi, eða hvað bæjargjald hans var mikið. Form. hjelt þvi fram, að lionum væri eptirgefið hálft gjald- ið. Halldór Jónsson sagði, að bæjarstjórnin mundi ekki hafa gefið eptir meira en hálft aukaútsvarið, þó hann hefði dáið i vetur sem var. Málinu frestað til næsta fundar. — 2. Guðmundur Olson bað um rennu með húsi sínu. Yeganefndinni falið til uæsta fund- ar að segja álit sitt um það. — 3. Okeypis kennsla í barnaskólanum í vetur var veitt eptir tillögu skóla- nefndarinnar að öllu leyti 10 börnum, og svo framt að rúm leyfði 12 börnum tii, og 3 börnum með ept- irgjöf að helmingi. Miklar ræðar urðu um, hvort veita skyldi utansveitarbörnum ókeypis kennslu. G. Gunnarsson var á móti því, að utansveitarböru — börn foreldra, sem eiga hjer heima, en eru sveitlæg annarsstaðar, fengju kauplausa kennslu. H. Kr. Friðrilcsson sagði, að með þvi að veita utansveitarbörn- um kauplausa kennslu, væri foreldrum þeirra hjálp- að til að verða hjer sveitlæg, en presturinn ætti að sjá um að þau fengju lögboðna uppfræðslu, og brysti það i keimakúsum, þá ætti hann að fara til skóla- nefndarinnar og heimta þau i skólann. Form. sagði, að prestur þyrfti ekki að skipta sjer um uppfræð- inguna fyrri en hann fermdi þau, cu börn ættu að fá inngöngu í skólann, jafnt utanbæjarbörn sem inn- an meðan rúmið ieyfði; þau gætu á síðan orðið borg- arar hjer, og þá endurgildu þau mentunina. (Vjer erum alls ekki í þessu samdóma G. Gunnarssyni og heldur ekki H. Kr. Priðrikssyni, að það hjálpi for- eldrunum að verða hjer sveitlæg, að veita börnum þeirra, ef þörf er, kauplausa kennslu, því þó þau ekki fái kauplausa kennslu í skólanum, þá borga fá- tækir foreldrar samt, ekkert fyrir kennslu þeirra, heldur láta þeir þau þá vera heima og læra lítið eður ekkert, svo börnin líða einungis við það, og það tjón margfaldast með aldri þeirra; en aptur erum vjer, sem ber, með því að presturinn eigi að líta betur eptir uppfræðingu barna en hann nú gjörir, og að sjálfsögðu heimta þau börn tekin í skólann, sem ekki geta fengið nægilega uppfræðslu heima; en hvernig á hann að vita um uppfræðing barna, þeg- ar hann húsvitjar aldrei? Það er iögskipað, að prestar eigi að húsvitja tvisar á ári, og biskupinn hefur náttúrlega strangar gætur á, að það sje gjört. Að prestar þurfi ekki að lita eptir uppfræðingu barna, fyrr en þeir ferma þau, or alveg ný kenning, en form. er ekki guðfræðingur. Það er annars eptir- tektarvert, hvaða þras, basl og „sorteriugar" eru á hverju ári hjer með kauplausa kennslu handa bláfá- tækum börnuin, í stað þess að það ætti að vera al- veg frí kennsla, og að því rekur vonum vjer með tímanum. í barnaskólanum eru nú 191 barn, af þeim eru 18 fyrir hálfa borgun, 40 á Thorkilliisjóði, 40 þurfamanna, 38 ókeypis, og 65 með fullri borg- un). — 4. Beiðni frá candid. theol. Jóni Heigasyni, Þori. Bjarnasyni og Paterson, um að fá ókeypis hús- næði í barnaskólanum með hita og Ijósi fyrir kvöld- skóla frá kl. 8—10 og var það veitt með ýmsum skilyrðum. — 5. Brunabótavirðiug á húsi Árua Jó- hannessonar, Laugaveg 1800 kr. — 6. Eptirgjöf á hálfu bæjargjaldi manns sál. Þ. Nikulásardóttur. — Þorl. Jónsson ekki á fundi. Bæjarstjórnaríuiulur 20. októbrr. 1. mál. Áskorun frá sýslum. í Hafnarfirði, að bæjarstjórnin kysi þrjá menn á sýslufund í Hafnar- firði, til að ræða fiskiveiðarsamþykktina; til þess voru kosnir H. Kr. Friðriksson, Halldór Jónsson, Gunnar Gunnarsson. — 2. Eptir árangnrslausar kosningar var stungið upp á þessum þremur möimum í yfir- skattanefnd: L. E. Sveinbjörnsson, E. Briem, H. Kr. Friðriksson. — 3. Form. lagði fram brjef frá bruna- bótafjelaginu (danska) ásamt auglýsingum frá dóms- málastjórninni, viðvíkjandi nýrri brunabótagjaldaskrá sem gengur í gildi 1. apríl 1893, þannig lagaðri, að því er Beykjavík snertir, að tillag það (inn- heimtulaun) 6 aurar af hverjum 100 kr., sem húsin eru virt fyrir til brunabóta, samkv. tilsk. 14. febr. 1874 3. gr. 0. fellur nú burtu, en brunabótagjaldið sjálft hækkað þannig, að af húsum i 2. flokki er gjaldið hækkað um 1 eyri fyrir hverjar hundrað kr. virðingarverðsins, svo að nti er það 8 aurar (áður 7), af hverjum 100 kr., af húsum í 1. ábyrgðardeild 2. flokks, en 11 aurar (áður 10) í 2. ábyrgðardeild, en af kirkjum 7V2 eyrir (áður 7) o. s. frv., en allt um það verður gjaldið nokkuð lægra en áður; þetta gild- ir ekki fyrir þann Va part af húseignunum, sem bær- inn lætur vátryggja. — 4. Bunólfi á Bakka synjað um eptirgjöf bæjargjaldsins. — 5. Þórði Stefánssyni sömuleiðis. — 6. Cand. theol. Jóni Helgasyni leyft að nota leikfimishús barnaskólans fyrir sunnudaga- skóla handa barnaskólabörnum. — 7. Skipaðir nýir flokkstjórar í vatnsburðarliðið: i stað E. Zöega verzl- unarmaður Benidikt Jónsson, og sem tíokkstjóri við sprautuna nr. 4. verzlunarmaður Andrjes Audrjesson. — 8. Slökkviliðsstjóri bað um 50—80 nýjar fötur handa vatnsburðarliðinu, en með því brjef hans var svo ógreinilega orðað, var ákveðið að fresta því og biðja hann um upplýsingar, úr hverju þær ættu að vera og hvað þær mundu kosta m. m. — Þessir ekki á fundi: Quðbr. Finnbogason, G. Þórðarson og dr. J. Jónassen.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.