Reykvíkingur - 01.08.1895, Qupperneq 2
30
Á 6ha 5 r A §> ^
lurkar, S1/^—3 þumlunga langir og */,, þuml.
í þvermál, því þeir leggja járnið á 3 þuml.
þykba planka, og má því nærri geta, hvað
hentugir naglar það voru í borðaþök okkar
*/*—1V4 þykk.
Það fyrsta, sem jeg gjörði viðvíkjandi
málefni þessu — eptir að jeg hafði ákvarð-
að mig til að flytja þakjárn — var það, að bera
hjer upp í iðnaðarmannafjelaginu þá uppá-
stungu, að það gengist fyrir að iáta búa til
líkingu úr trje af hentugum nagla í þak-
járn handa íslendingum. Málefui þessu var
vel tekið, því öllum bar saman um, að
kvartað hefði verið um það ár eptir ár,
síðau þakjárn fór hér almennt að brúkast,
að naglar þeir, sem ætlaðir væru í járnið,
væru með öllu óbrúkandi, og þess vegna
hefðu svo margir neyðzt til að negla járnið
með 3 þuml. nöglum, bátanöglum og hinum
og þessum nöglum, sem ails ekki ætti við
að negla járn með. Naglalíking var svo
búin til úr trje og járnsmiður Gísli Finns.
son bjó svo til eptir henni nagla úr járni.
Jeg gat þess, að engin vissa væri fyrir því
að Englendingurinn fengist til að búa til
nagla eptir nokkurri annari líkingu en þeim
nöglum, sem þeir væru vanir að búa til
handa sjálfum sjer, því þeir væru ekki góð-
ir að breyta til, en jeg skyldi þó reyna allt
sem mjer væri unnt, að fá þessa nauðsya-
legu endurbót á þaknöglunum.
Þegar jeg svo kom til Englands, sendi
jeg undir eins anuan naglan til verksmiðju
suður á Englandi og bað um, að smíðaðir
væru naglar eptir honum. Seinna fjekk jeg
svar til Khafnar, að sú verksmiðja vildi
helzt ekkert fást við að smíða svolagaða
nagla, því þeir væru afar frábrugðnir þeirra
þaknaglagerð; þannig gengu brjefin fram og
til baka, þangað til jeg kom yflr til Eng-
lands, fyrst í aprílmánuði, þá var hreint af-
svar hjá þeirri verksmiðju. Ekki vildi jeg
gefast upp fyrir þetta, og fór nú tilýmsra
verksmiðja, en enginn vildi fást við að búa
til svona þaknagla. Á endanum tókst mjer
þó, fýrir ötula aðstoð eins kunningja míns
suður á Englandi, að finna eina verksmiðju,
sem fjekst þó til þess að smíða naglana, en
þrjá mánuði áskildi hún sjer til nndirbún-
ings. Það munu fáir hjer geta gizkað á,
hvaða erflðleika, skrif og*ferðir, það krafði,
að fá þessa breytingu, sem nú er fengin á
þaknöglum okkar. En nú er sú þaknagla-
lögun fengin, sern í öllu tilliti hagar okkar
byggingarmáta og á „Iðnaðarmannafjelagið“
í Reykjavík virkilega þakkir skilið fyrir
þessa nauðsynlegu endurbót. Þó í smáu
sje, þá var hún ekki svo þýðingarlítil, því
fáir sem þekkja rjett til þakjárns lagningar,
hvort heldur járnið er lagt á þök, eður beina
veggi, brúka hjer eptir aðra gerð af nögl-
um, en þessa hjer umgetnu, enda hafa þeir
nú síðan þeir komu verið svo eptirsóttir, að
jeg hef nú beðið um, að mjer verði sent
meira af þeim, svo fljótt sem unnt er.
Þótt úr þessu sje nú bætt með þaknagl-
ana, þá er samt eptir að koma mönnum í
hinn rjetta skilning, að hið afarþunna þak-
járn Nr. 27 og þar yfir sje öldungis ónýtt
til nokkurrar frambúðar, hvort heldur það
er sett á þök eður veggi, og svo er verð-
munurinn á hæfilega þykku járni — Nr.
26 og óhæfilega þunnii — Nr. 27 og 28
(eins og mun hafa fluzt hingað nú í sumar) —
svo hverfandi lítill, að það uær engri átt,
að það á nokkurn hátt borgi sig að kaupa
Nr. 27 og 28, og til að fyrirbyggja það, að
þeir sem hafa þakjárn til sölu handa al-
menningi, gjöri sig seka í því, að segja
rangt til þyktar númersins á þakjárninu,
til þess að geta ábatazt betur, og staðizt
samkepnina, þá á 3 álna járnplata Nr. 26
að vega 11—12 pd., 32/2 al. platan, 13 pd.
4. al. platan, 14 pd. En 3 álna járnplata
Nr. 24 13—14 pd., 3x/2 al. platan, 16—17
pd. og 4 ál. plata 19—20 pd. Yigtina á
þakjárni Nr. 27 og 28 veit jeg ekki, því
jeg hef það ekki, og ætla mjer aldrei að
hafa það til sölu, þó hinir hjer kunni að
hafa það.
Verðmunurinn á þakjárninu eptir þykkt-
um mun nú sem hjer segir: □ alinin í 3
ál. járnplötu Nr. 27 eða 28, kostar 0,45,
sama stærð í Nr. 26, 0,51 og sama stærð
í Nr. 24, 0,63. Á þessu sjest, að mun-
urinn á □ alininni í járninu Nr. 27 eða 28
(sem hvorutveggja er alónýtt og endingar-
laust) og Nr. 26, sem er vel brúklegt á
veggi og endist með góðri meðferð, ef það
er vel lagt og farfað, eru einungis 6 aurar.
Seinast liðinn vetur átti jeg tal við þak-
járns-verksmiðjueiganda á Englandi, um hin
ýmsu þykktarnúmer á þakjárni, gæði þess
hvers fyrir sig og varaclegleik, og virtist
hann í fyrstu undra, að jeg bæri kensli á
slikt, og spurði hann mig, hvort jeg væri
ekki kaupmaður út á Islandi, og sagði jeg
að svo væri, eu gat þess jafnframt, að jeg
hefði fengist við húsasmíði í 16 ár samfleytt.
Spurði hann mig þá, hvað við gjörðum við
þetta afarþunna þakjárn, sem beðið væri
um einuugis til ísiauds, og sagði jeg honum
þá, að það væri nú haft á þök og veggi
á húsum, en gat þess jafuframt, að jeg áliti