Reykvíkingur - 01.08.1895, Blaðsíða 3
það al-ónýtt. „Þar hafi þjer öldungis rjett
í“, segir hann, — og bætti því við — „hjer
hjá mjer hefur verið beðið um þakjárn, sem
sendast átti til íslands, en það átti að vera
svo þunnt og ódýrt, að jeg vildi öldungis
ekki fást við að búa það til, því jeg vil
ekki búa til þynnra járn en Nr. 26, en hjer
hef jeg búta af plötum frá öðrum verksmiðj-
um“ segir hann, „sem eru Nr. 27 og 28; vilji
þjer ekki sjá, hvað sterk er á þeim 4gal-
vaniseringin’ og hvernig járnið svo lítur út,
þegar hún er komin af því“. Brá hann þá
járnplötunum niður í mjögþunna sýrublöndu,
og varð þá þetta þunna járn alit með smá-
götum og svo hrúðurkarlslegt. að mig furð-
aði stórum. Tók hann frá búta af járni
Nr. 24 og 26 og vann þessi sýrublanda
ekkert á. Þá bætti hann sýrum við, svo
galvaniseringin ieystist upp og var þá það
járnið sljett og með engum götum.
Ef menn vissu hvaða ótætis hroða, að
þetta þunna járn, sem einungis fer til ís-
lands, er búið tii úr, og hvaða fávizka það
er, að kaupa slíkt byggingarefni, þá mundu
menn ekki glæpast á, að kaupa það fyrir
næstum því sama verð og hið brúklega þak-
járn, heldur láta þá, sem ekki hafa meira
vit (ef það ekki er nú gjört viljaudi) á bygg-
ingarefni, en svo, að flytja hjer upp slíka
vöru, sitja með hana sjálfir, og er það sann-
arlega sá vægasti úrskurður.
Útgefandi.
Þjórsárbrúin vígö.
Með landshöfðingja brjefi, dagsettu 25.
f. m., lýsti herra landritari H. Hafstein því
yfir við brúna, sunnudáginn 28. júlí kl. 4 e.
m., að hann væri skipaður af landshöfðingja
sökum hans annríkja við þingið, til þess að
mæta við brú þessa og taka á móti henni
fyrir hönd landshöfðingja, vígja hana og af-
henda hana til almennrar umferðar með þeim
ákvörðuuum, sem síðar yrðu settar af lauds
höfðingja.
Hjelt svo herra Hafstein að hans vanda
mjög snjalt framborna skáldmælta ræðu.
Tók það fyrst fram, að vígjandinn að Ölves-
árbrúnni, herra landsh., hefði óskað að hún
mætti margfaldast, sem hringurinn Draupnir,
en það væri þó fjærri þvíý að Ölvesárbrúin
væri sá Draupnis-hringur, sem hefði fætt af
sjer Þjórsárbrúna, því það hefði löngu áður—
eður 1879 — verið veittar af þinginu 100 þús.
kr. til beggja brúnna til samaus, en það
hefði staðið mjög fyrir fljótum framgangi
brúnna, að þær hefði lengi verið álitnar
óaðskiijanlegar, að þær yrðu báðar að setj-
ast á samstundis, en 1887 hefði þó verið
ákveðið að brúa fyrst Ölvesá, eður eptir það
hinn góðkunni þingmaður Rangárvallasýslu,
Sighv. Árnason, hefði komið með það góða
ráð, til fljótari fyrirgreiðslu á brúnum, að
láta ekki allan kostnaðinn af þeim lenda á
landssjóði. Þannig væri nú þjóð og stjórn
búin i sameiningu að þvinga þessar tvær
óviðráðaulegu heimasætur til að taka saman
liöndum o. s. frv.
Þá gat hann þess, að það væri ekki
rjett, að landið væri að blása upp, það væri
miklu fremur að blómgast, en svo gróður-
inn sje varanlegur, þá verði menn að taka
höndum saman og halda vongóðir áfram.
Þá miuntist hann á sögu eptir Björn-
stjerne Björnsou um djúpa dalinn með
hinni stóru gróðurlausu hlíð, en ueðst í
dalnum stóð útlend hrísia sem fjalldrap-
inn, sem var þar stutt frá, kom til og bað
um að vera í fjeiagsskap með sjer til
þess að klæða hina klettaberu hlíð, en
útlenda hríslan vildi ekkert sinna því. Fór
þá fjalldrapinn til lyngsins og fjekk það
undireins í lið með sjer til að klæða alla
hlíðina, og er þau komu upp á fjallið, sáu
þau að allt, sem þau hjeldu vera autt og
bert, var skógi þakið.
Þaunig væri, að stefna upp og fram, og
láta ekki hughverfast, en trúa á mátt sinn
og megin, þá yunist ótrúlega mikiö til gagns
f'yrir nútímann og eptirbreytnis fyrir fram-
tíðina, sem væri dóttir nútímans o. s. f'rv.
Þakkaði hann svo Mr. Vaughan frá
landshöfðingja fyrir hans starf, og óskaði,
að hann ætti eptir að gjöra enn margar
brýr hjer. Þá gat lianu þess að brúin ætti
að bera eptir samningum 80 pund á □ íet-
inu, samtals 200 þúsuud pund. En með
því Mr. Vaughan óskaði, að brúin yrði ekki
reynd nú þegar að burðarafli, þar sem
límið (sementið) í stöplunum væri ekki orð-
ið nógu hart, þá yrði það aðbíða. Að end-
ingu óskaði hann til fukku og blessunar
með brúna, og gat þess að landshöfðingja-
frúin, sem var þar viðstödd, klipti í sundur
streng þann sem lokaðí nú brúnni, og var
þá þegar strengur sá suudur kliptur og
brúin opnuð.
Sökum rúmleysis i blaðinu er hjer ein-
ungis stutt ágrip af'brúarvígslu-ræðu herra
iaudritara H. Hafsteins.
Þegar fólkið f'ór að fara yfir um brúna
skeði það ofur-óheppilega atvik, að austur-
stöpuilinn, sem ber alía strengina þeim meg-
in sem halda uppi brúnni, hreyfðist úr stað