Reykvíkingur - 01.05.1900, Qupperneq 2

Reykvíkingur - 01.05.1900, Qupperneq 2
i8 lamdi hann hnefunum ofan á borðsröndina, svo að skinnið fór af og blæddi úr, í því að glumdu í honum þessi fagurmæli: „Það er helv .... lýgi, —- hann Halldór Friðriks- son. — Nei hann lector. Nei, jú, hann Þór- hallur má ekki missast úr bæjarstjórninni". „Aldan", „Báran", vindurinn, lognið, „temp- larar“, „skraddarar" og „skótnakarar, hjeldu fund um kosningarnar, sem allt gekk þar að sögn skaplega, enda kom kunningi H. J. þar ekki, nje hans skósveinar. Síðar var fjórði undirbúningsfundurinn haldinn af Framfarafjelaginu í leikhúsi Breið- fjörðs. Þar þótti víst öllum ókunnugum að H. J. tæki upp í sig af digru rullunni, enda hafði honum þá áskotnazt nýr meðlimur að skoðunum sínum, — hann kennari Bjarni Jónsson. Þar næst var haldinn sameinaður fundur af kaupmannaráðinu og verzlunarmannafje- laginu. — Um kosningarnar þarígað var Bjarna kennara ekki leyft að koma. Skiptu þeir þá á milli sín H. J. ólofinu um H. Kr, Friðriks- son, en hann M. Ben. eptir megni oflof- inu um Þórhalla Já, hann M. Ben. var þá orðinn svo þreyttur og þróttlaus af áreynsl- unni, að hann skrökvaði því upp á sig, að hann sjálfur, hann M. Ben , hefði eyðilagt miðstöðvarupphitunina í barnaskólanum nýja. En sem nærri má geta, þá trúði því enginn. Þar næst komu þær nýjungar fyrir, að embættismennirnir hjeldu fund með sjer um kosningarnar. A þeim fundi kom kennari Bjarni Jónsson með þau tilhæfulausu helberu ósannindi, að H. Kr. Friðriksson hefði ein- ungis fengið tvö ókjörgeng atkvæði með sjer í Framfarafjelaginu, og að fjelagsstjórnin hefði fengið ámæli mikil hjá fjelaginu, fyrir að hafa sent heim til H. Kr. Fr., og spurt hann um, hvort hann tæki nú á móti kosn- ingu Hefði ekki neinum mikilsvirtum bæjar- búa hugkvæmzt það snjallræði, að kalla sam- an á fund helztu menn hvers fjelags, til þess að fá þá til í sameiningu, að reyna að fyrir- byggja allt of mikinn tvístring í kosningun- um, þá má fullyrða, að kosningin hefði orð- ið á hinni mestu ringulreið, því um það voru fjórum sinnum fleiri candidatar tilnefndir, en kjósa átti. Þessi sameinaði fundur kom sjer saman um þá somu, sem kosnir voru. Kvöldið fyiir kjörfundinn voru allir kosn- ingarbærir bæjarbúar boðaðir á fund í leik- húsi W. O. Breiðfjörðs. Ritstjóri Einar Hjör- leifsson var kosinn fundarstjóri. Herra banka- stjóri Tr. Gunnarsson, sem þá kom um morg- uninn frá útlöndum, óskaði að fá að vita hverjir í kjöri væru; ritstjóri Björn Jónsson skýrði þá ljóst og skorinort frá, hverjir af candídötunum mundu hafa mest fylgi, og væru heppilegastir. Umræður urðu langar og á stundum all- snatpar. Fyrirspurnir voru lagðar fyrir candí- datana. Bankabókari Sighv. Bjarnason svar- aði fyrirspurnunum ákveðnast. Hann sagði, að ef sjer ekki kæmi saman við meiri hluta bæjarbúa í skoðunum sínum á stærri fjármál- um bæjarins, etc., þá mundi hann segja af sjer fulltrúastörfum. Bæði hann, og eins Guðmundur Björns- son og sömuleiðis Thoroddsen, voru ákveðn- ir í því, að okra ekki lengur á óræktarlandi bæjarins, en gjöra erfðafestuskilmálana að- gengilega; lector Þórhallur virtist vilja halda því sem öðru í gamla horfinu, en mun nú vera, sem betur fer, snúinn á rjettan veg. Björn Kristjánsson var sá eini í candídata- halarófunni, sem svaraði fyrirspurnunum út í hött, eða álíkast sem gamall alvanur apturhaldsbófi. Undir fundarlok voru próf- kosningar reyndar og fjellu þar hlutfallslega eins og raun á varð, að G. B. og Sighvatur voru vissir. Keppnin valt á Thoroddsen, Þórhalli og B. Kr. Kaupmenn urcu mjög undir í þessum kosningum og var það þeim sjálfum að kenna, En ekkert fjelag varð eins skammarlega und- ir, eins og „Framfara“fjelagið, sem um má kenna H. J., B. J. og honum M. Ben. Slíkt ætti ekki optar að líðast af fjelagi, sem tel- ur á annað hundrað kosningarbærra manna. Umtalið á götunum um ný]u fulltrúana, Framh. N.: — „Það er undur auðvelt, að brúka ástæðulaus fúkyrði um hvað eina sem er, en að rökstyðja slíkt, er meiri vandi. Aðal- mergurinn í ræðu þess, sem seinast talaði, var í fæstum orðum sagt — þessi: —Fram- takssemi, framsýni, áræði, þor, dugnað, djörf- ung, órækt traust og tiltrú til sjálfs síns — að hafa vit og vilja að ráða málefnunum sem heppilegast til lykta má enginn bæjarfulltrúi hjer eptir hafa eptir kenningu T. Næst skuluð þið því sjálfsagtkjósahann T. í bæjarstjórnina og hina aðra honum líka". —Hlátur. T. fer. Ymsir í hópnum: „Hverjir fleiri voru svo kosnir seinast hjer í bæjarstjórnina?" — N.: „Þarna komið þið nú illa upp um sjálfa ykk- ur, að vita ekki eptir fleiri mánuði, hverjir kosnir voru. Haldið þið ekki „Reykvíking"? „Ekki enn þá", svöruðu nokkrir, „en við

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.