Reykvíkingur - 01.05.1900, Síða 4
20
um frá því, sem áður hefur við gengizt, lof-
uðu þeir fulltrúar, sem seinast. voru kosnir að
framfylgja og fá framgengt í bæjarstjórninni,
og er vonandi, að þeir endi það.
Sá næsti er þá Sigurður Thoroddsen veg-
fræðingur. H.: „En að þeir skildu fara að
kjósa hann í bæjarstjórnina Hann, sem er
sagður svó latur". „Og íer svo seint á fæt-
ur“, bætti M. við. — N.: „Hefur nokkur
ykkar haft hann í vinnu, svo sá geti borið
um, að slíkt sje satt?“ M.: „Að hann fari
seint á fætur get eg borið um, því eptir að
hann var orðinn formaður veganefndarinnar
með því að kjósa sig sjálfur". Þ.: „Nei, kaus
hann sig sjálfur? hvernig fór hann að því?“
N.: „Jú, þegar nýja veganefndin kom saman
til að kjósa sjer formann, þá kaus Tr. G.—
G. Björnsson, G. B. kaus Thoroddsen og
hann Thoroddsen kaus sig sjálfan. Hananú,
skiljið þið það nú" — „Jú, jú. Kaus hann
sig sjálfur. Nei — kaus hann sig sjálfur. Er
slíkt gilt?“
N.: „Þrátt fyrir það, þó í þessu tilfelli
ekki virtist nein ástæða til að breyta um for-
mann, þar sem Tr. Gunnarsson var sá veru-
lega ötuli og nýti formaður, sem veganefnd-
in hefur haft um langan tíma, þá var það
samt engin óhæfa, þó Thoroddsen kysi sjálf-
ur sjálfan sig fyrir formann veganefndarinn-
ar. Auðvitað er það sjaldgæft, að menn
kjósi sjálfa sig í slíkum tilfellum.— Enn með-
al annars, hvar er svo sönnunin fyrir því, að
Thoroddsen fari seint á fætur?"
M.: „Hún er sú, að einn morgun fór
maður með reikning til Tr. til að fá hans á-
ritun á hann, en Tr. vísaði frá sjer til Thor-
oddsens, sem þá var orðinn veganefndar-for-
maður, en þegar maðurinn kom þangað, var
Th. ekki kominn á fætur, og mjer er kunn-
ugt um, að þann daginn fór hann ekki á
fætur fyrri enn undir hádegi".
(Framh.).
7. bæjarstjórnarfundur, 5. apríl.
1. Samþykkt við aðra umræðu 300 kr. fjár-
veiting til aukalögregluþjóns hjer í bænum fyrir yfir-
standandi ár. 2. Frestað beiðni Sig. Briems og
fl. um erfðafestuland við Sigurlaugarstíg, þar til
þar á staðnuro. 3. I erfðafestulandanefnd voru
kosnir: bæjarfógetinn, G. Björnsson og Þórh.
Bjarnarson. 4. Prófdómari við próf við stýri-
mannaskólann 1 apríl var kosinn E. Briem og til
vara adjúnkt Björn Jónsson. 5. Tilboði Ásbjarn-
ar Olafssonar í Þingholtsstræti 22 um lóðarspildu
norðan við hús sitt til breikkunar á Bókhlöðustígn-
um vísað til veganefndarinnar, og virtist hún einn-
ig eiga að dæma um, hvort hjn bóðna lóð væri
nú ekki íallin undir bæinn sökum vantandi girð-
inga. 6. Samþykkt við aðra umræðu 750 kr.
fjárveiting til áframhalds Laufásvegar að trjá-
gróðrarstöðinni. 7. Sölu dr. Þorv. Thoroddsens
á 876 □ föðmum af túni sínu til alþrn. Jóns Jakobs-
sonar, á 2 kr. [jfaðm, samþykkti bæjarstjórnin.
8. Skýrsla frá Seltjarnarness-hreppsnefndinni um
ómagaþunga hreppsins, sem Reykjavík á að taka
þátt í samkvæmt lögum um tilfall Laugarness og
Klepps undir bæinn, ásamt Landsyfirrjettardómi
í máli því. Akveðið, að heimta nánari upplýs-
ingar um hina einstöku ómaga, svo að gjörmegi
sjá af skýrslunni eptirleiðis, hvort þeir órnagar,
sem þar eru tilgreindir, eru bænum viðkomandi
eða ekki. 9. Samþykkt að borga J/3 af kr. 99,75
— eða kr. 33,25 til Seltjarnarneshrepps í refaveiða-
kostnað árini895 — 99, samkvæmt rjettum reikningi
frá hreppnum. 10. Frk. Halldóru Bjarnadóttur
leyfð ein kennslustofa 1 barnaskólanum frá 18.
maí til 1. júlí til barnakennslu með samþykki
skólanefndarinnar. 1 1. Samþykktar brunabóta-
virðingar: Geymsluhús Guðm. Jakobssonar trje-
smiðs 500 kr. Sighvatur og M. Ben. fjarverandi.
Fundi slitið.
8, bæ]arst]órnarfundur, 19. apríl.
1. Samþykkt frumvarpsnefna frá erfðafestu-
landanefndinni, ersvo hljóðar óskiljanlega,—Upp-
haf 5. greinar orðist þannig: Landið skal rækt-
að til túns, matjurtagarða eða annarar sáningar.
—[Ögna nýmæli].— I sömu grein: I stað er full-
gjört — komi: A að vera fullgjört. — Við 6. gr.
I stað allt að helmingi — komi: 50%. [En nú
kastar þó tólfunum]. — Aptan við 8 gr. bætist: og
með tilliti til þeirrar verðhækkunar á erfðafestu-
landinu, sem Ieiðir af vegalagningu eðaöðrumaf-
notum í bæjarins þarfir. — Á þetta málefni
verður sannarlega minnzt síðar,—2. Sam-
þykkt að kaupa lóð af Jóni landritara ofan að
Skálholtsstígnum fyrir 90 kr. 3. Til umbóta á
Vesturgötu frá Bryggjuhúsinu og til G. Zoéga veitt-
ar 80 kr. 4. Beiðni um vatnsból við Laugaveg.
Vísað til veganefndarinnar, 5. Samþykkt áskor-
un frá Framfarafjelagi Reykjavíkur um breyting-
ar á Lögreglusamþykkt bæjarins; voru kosnir til
að íhuga mál það: bæjarfógetinn, Jón Jensson,
Ól. Ólafsson. Sighvatur fjarverandi. Fundi slitið.
Aukafundur 23. apríl. — Fáheyrður
rifrildisfundur. Samþykkt að fela Tr. Gunn-
arssyni aðgjörðina á Vesturgótu, sem sje í því
fólgin, að færa norður götubrúnina í línu við þá
vegarbrún, sem komin er úr vesturhorni bryggju-
hússins og minnka brekkuna á götunni með 1
feta þykkum ofaníburði fram undan húsi B. Krist-
jánssonar. Vatnshalli sje á götunni. Svo og, að
breikka götu þá í línu úr krók austan við G. Zo-
éga hús í Fischers-búðarhornið. G. B, ekki á
fundi. Sighv. fjarverandi. Fundi slitið.
Útgefandi: W. Ó. Breiðfjörð.
Glasgo w-prentsmiðj an.