Sunnanfari - 01.08.1891, Blaðsíða 4
í dýrri og dulri bögu.
J>að eru svörin. J>au met eg mest,
máttug en köld. f>au virði jeg bezt
í Grettis göfugu sögu.
Menn spyrja um víg og um spjót og egg.
En spekinginum við byrgisvegg
ann eg mest allar stundir;
sem hrakinn, fiæmdur í skúmaskot
skildi, að lifsins einasta brot
er að vinna’ ekki — verða undir.
Já, vei þeim sem dirfist að hrista hjör,
en hlýtur fall fyrir sigur kjör,
og stríð fyrir grið eins og Grettir.
Vei þeim sem ekki þá orustu vann —
sem ógæfan dæmdi fjörbaugsmann,
í sveit hinna’ er sátu ettir.
Draumur.
Við þekktumst áður svo virta vel;
nú var hann þá kominn heimsókn í.
Hann skeytti ei hó.t um hríðarél, —
jeg heyrði á stafninum veðragný.
Frá gólfinu miðju hann gekk þar að,
sem glugginn brá skímu á sorta húmsins,
hann hallaðist fram á hálfmyrkum stað
og hnefana lagði að gafli rúmsins.
Allt svaf þá frá kulda og koldimmuhríð.
Sá kunni að velja sér heimsóknartíð.
Hann kreppti höndur að húnum fast,
svo hlökkti í greipum, en skinnið brast.
Jeg leit í sprungur á hnúum hans,
í hvíta blóðlausa kviku.
En sumstaðar skein í brimhvítt beinið
og brúnin á steini höggvin gein við,
það furðaði mig ei, því fyrir viku
frétti ég drukknan þessa manns.
Gesturinn ók sér með ferlegu fasi.
Ég fann að nú þurfti orð að segja.
»Quo modo te habes.« Svo kvöddumst við fyr.
»J>Ú komst hér víst inn um luktar dyr.
Nú, segðu mér hvernig þú, herra Nasi,
hefur það milli lands og eyja?«
þ>á færðist í hraukana fornviil tninn sálugur,
fýldi grön og varð kynlega málugur:
»Mig klæjar, mig klæjar, konningi minn,
og kallt er mér bæði í logni og roki.«
Ég gægðist að skoð’ann, en skrapp f hnút,
það skriðu marflær úr hlustunum út.
þ>á glotti ’ann, en martröð brauzt mér í koki, '
því munnvikið rifnaði út á kinn.
Til íhugunar.
Eins og menn vita búa margir Islendingar í
Kaupmannahöfn. Eru það menn af öllum stéttum,
lærðir og leikir, konur og karlar. J>að er auð-
vitað að menn þessir eiga við margvísleg kjör
að búa, en engu að síður væri það eðlilegt, að
íslendingar í heild sinni létu sig að nokkru
skipta bágindi og vesaldóm margra hérlendra
landa vorra, en það er nú öðru nær en svo sé.
Ef félaus íslendingur, hvort heldur ér karl eða
kona, sem engan á að og engan þekkir, kemur
hingað til Hafnar og hann einhverra orsaka vegna
ekki getur séð sér farborða þegar í stað, þá á
hann í raun réttri einskis annars úrkoStar en að
fara á »Letigarðinn«.
Hins vegar eiga aðrar þjóðir, sem telja
nokkra búandi menn hér í Höfn, sjóði og félög,
sem leiðbeina bágstöddum löndum þeirra og
styrkja þá, en íslendingar eiga og hafa, að því
er vér vitum, aldrei átt nokkurn slíkan sjóð, og
félögin íslenzku eru - eins og hver maður veit,
því nær eingöngu skemmtifélög.
Vér vitum vel að margur mun segja, að
íslendingar séu ekki svo efnum búnir, að ætlast
megi til, að þeir skjóti saman stórfé til að stofna
slíkan sjóð, en þá ber þess að gæta, að hér
getur ekki verið um stór fjárframlög að ræða.
Ef hver landi hér í Höfn geiddi árlega eptir efna-
hag I, 2, 5, 10 króna tillag til þessa fyrirtækis
og höfðinglyndir og velmegandi menn heima
styrktu það á líkan hátt, þá mundum við á
fám árum eignast allstóran sjóð, sem undir vitur-
legri og góðri stjórn gæti komið miklu góðu til
leiðar. Vér þykjumst sannfærðir um, að íslend-
ingar hér í Höfn og heima á Fróni vilji íhuga
mál þetta og þykja minkun að standa á baki
jafnfámennri þjóð sem Færeyingum, er að sögn