Sunnanfari - 01.08.1891, Side 5

Sunnanfari - 01.08.1891, Side 5
13 eiga mikinn sjóð ofí styrkja hver annan með ráði og dáð. f>ess væri óskandi að einhver af vorum íslenzku kaupmönnum með tilstyrk annarra góðra manna tæki mál þetta að sér á komanda vetri. porleifur Bjarnason. Vísur Konráðs Gíslasonar. Konráð prófessor Gíslason (d. 4. Janúar 1891) var meira skáld en margur hver, sem fyllir dagblöðin með kvæði og lætur eptir sig heiíar ljóðabækur, enn han-n orti sjaldan og þá einungis í kátínu á yngri árum, þegar hann var í sinn hóp. Er því mart af vísum hans, þótt þær sé vel gerðar, svo lagaðar, að þær eru ekki ætlaðar né hentugar til að verða prentaðar. En allar eru þær merkilegar og lýsa á ýmsa vegi lffi íslenzkra stúdenta í Höfn um hans daga (c. 1831—1840). Vér höfum þegar fyrir löngu safnað öllum vísum hans, er vér höfum komizt yfir, ýmist eptir honum sjálfum eða kunnugum mönnutn, svo að vér höfum líklega vlsurnar réttari en flestir menn aðrir. Af því nú að oss þykir óþarfi að láta vísur þessar niðurfalla með öllu, koma hér nokkrar þeirra til sýnis, er vér teljum helzt svo lagaðar að prentaðar sé, og er einginn klaufabragur á þeim. I. Um Shiesby skóara. Ef þú djöflast upp á mig með eitraðan skollafingur, sjálfur fjandinn sæki þig, Shiesby skógyðingur. II. Arið 1833 lögðu þeir Jón Sigurðsson (d. 1879) og Skapti Timotheus Stefánsson (d. 1836) frá íslandi til Kaupmannahafnarháskóla um Mikkjálsmessuskeið og tóku sér far með Flens- borgarskipi. J>eir feingu útivist langa og náðu ekki til Kaupmannahafnar fyrri en undir Jól um veturinn. Voru menn þá farnir að telja þá af fyrir löngu og héldu að skipið mundi hafa far- izt. Um það kvað Konráð: 1. A sjavarbotni sitja tveir seggir i andarslitrum, aldrei komast aptur þeir upp úr hrognakytrum. 2. Sjávarbylgjur belja opt, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra lopt ellegar ljósið góða. [Eptir Konráði sjálfum í6/io 1885]. III. Konráð bjó um tíma á Garði (stúdenta- garðinum í Höfn) með Torfa Jónssyni Eggerz, bróður séra Friðriks í Akureyjum. Torfi and- aðist í Kaupmannahöfn í Janúar 1836 og hafði verið leingi veikur; hafði hann um hríð áður hann lézt hryglu fyrir brjósti. J>að var eitt kvöld, að Konráð kom inn í herbergi þeirra Torfa og ætlar að fara að hátta; varð hann einskis var, nema heyrði snörl nokkurt í hálf- dimmunni, en maðurinn myrkfælinn; hljóp hann því út og inn í herbergi Jónasar Hallgrímssonar og sagði sínar farir ekki sléttar og kvað: Alt var kyrt og alt var hljótt, en eitthvað heyrði eg tísta ótt í húsi því, mór í burt eg flýtti fljótt, því fara vildi eg ekki um nótt i klamarí. [Eptir Konráði sjálfum 26/io 1885]. Bræðurnir í Perludalnum, útgefandi Sv. St. Rvík. 1890. »Ef litmyndamaður vildi tengja hrosshál> við manns- höfuð, og draga ýmislega litar fjaðrir á limu, er hann hefði hnaðanæfa saman tínt, svo að mynd, er ofan væri fögur kona, endaði ljótlega, og yrði neðst að svörtum fiski, munduð þér þá, vinir, mega venjast hlátri, ef yður væri aðganga veitt til að sjá slíka mynd?« (Horats, skáldskaparmál, þýðing rektors J. f>.). í »Lestrarbók handa alþýðu á íslandi eptir J>orarinn Böðvarsson« stendur (bls. 61 — 70) sögukorn eptir Carl Andersen, og heitir »Sig- mundur í Nesi«. J>ráður sögunnar er á þessa lund: Sigmundur og Vigfús hétu bræður tveir og voru menn efnilegir. J>eir feldu báðir ástar- hug til stúlku einnar, er Sigríður hét. Varð af því sundurlyndi milli þeirra bræðranna. J>ó bar mest á því eptir bændaglímu eina. Hafði Sig- mundur fallið fyrir Vigfúsi, en Sigríður gefið Sigurvegaranum útsaumaða rósavetlinga Síðar áttust þau Vigfús og Sigríður og reistu bú á föðurleifð þeirra bræðra. Búnaðist þeim illa og áttu við þung kjör að búa. En Sigmundur setti | bú á Nesi, þar sem þeir bræður höfðu sótt sjó- róðra og kynzt Sigríði. Hann var hinn gildasti bóndi, en ókvæntur var hann alla æfi. Fáleikar miklir voru með þeim bræðrum. Eptir 20 ár fekk Sigmundur bréf frá Vigfúsi, er leitaði

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.