Sunnanfari - 01.08.1891, Side 8

Sunnanfari - 01.08.1891, Side 8
16 Frímerki. I Fjallkonunni 16. Júní þ. á. stendur grein um frí- merki, þar sem þess er getið, að ýms sroáríki i Norðurálfunni skipti öðru hverju um frímerki til þess að græða á því, og er jafnframt stungið upp á því að alþingi geri nú ráðstaf- anir til þess að nú yrði breytt um frímerki á Islandi. J>etta álítum vér heppilegt, en vér viljum þó fara leingra og að breytt sé um frímerki árlega á íslandi eins og sum smá- ríki í öðrum heimsálfum gera og hafa stórmikinn hag af. Kirkjublað, sem sérstaklega á að verða málgagn fyrir andlegu stéttina á íslandi, á nú að fara að koma út í Reykjavik undir ritstjórn J>óihalls prestaskólakennara Bjarn- arsonar. Allir íslendingar að flytjast til Aljaska. Sam- lcvæmt »Politiken« I. Aug. stendur svo látandi reyfarasaga í ýmsum þýzkum blöðum, tekin eptir blaði einu, sem komi út í Detroit í Michigan 1 Noiðurameríku: »Luðvík v. Dölcke, sem er innborinn íslendingur og liefir leingi verið hér læknir, er nú farinn til ætteyjar sinnar í merkilegum erindagjörðum. J>að er hvorki meira né minna en að hann ætlar að gera samtök við yfirvöldin í Reykja- vík að flytja alla íslendinga frá íslandi og til Aljaska og stofnsetja þar ísl e n z ka nýl e nd u undir vernd Bandaríkjanna. J>að er sagt, að nokkrir auð- menn hafi lofað að styrkja þetta fyrirtæki áð mun, og stjórn Bandaríkjanna kvað vera því hlynt«. Svo mörg eru þau orð. Hver veit nema það ætli að fara að rætast draumurinn hans Jóns Ólafssonar? J>egar Andrés Fjelsteð á Hvítárvöllum rauf Skalla- grímshaug 1866, kvað Jón Thóroddsen þessa vísu til hans: Skyggnist allir um allar ættföður luktar gættir, leifa fornra ólatir leitið og orku neytið; rótið svörð of sverða seiðstæranda leiði, þótt duni jörð og drynji draugur í gömlum haugi. Vísa þessi er eklti í kvæðabók Thóroddsens, en er hér tekin eptir því, sem Fjelsteð kendi oss hana haustið 1877. Hólamenn. J'egar Hólastóll var rofinn um aldamót síðustu, var jporkell stiptprófastur Ólafsson í biskups stað og jafnframt dómkirkjuprestur; hafði hann verið þar leingi og unni staðnum mjög, en varð þó hart úti þegar stóllinn var lagður niður, og bar hann það með otðlagðri karlmensku. J>að eitt heyrðu menn hann segja, þegar verið var að rífa staðar- húsin: »nec mihi seritur nec teritur« (það er hvorki brotið né mulið fyrir mig). J>oikell prófastur lifði leingst Hóla- mannahinna gömlu; dó 1820 [sögn séra|>orkels Eyjólfssonar]. Gísli biskup Magnússon (1754 — 79) var maður fríður sýnum, en nokkuð hégómagjarn. Hann hafði eitt sinn gert séra Pétri á Víðivöllum (d. 1840) nokkurn greiða, þegar Pétur prófastur vár skólapiltur á Hólum. »J>akka herra biskupinum hjartanlega fyrir«, sagði Pétur. »Ekki að þakka! þú áttir nú reyndar að segja auðmjúklega, dreingur minn«, kvað biskup, »en það gerir nú ekkert í þetta skipti«. [Sögn séra J>órhalls Bjarnarsonar eptir Pétii biskupi]. Kvæða Gísla Brynjólfssanar mun verða getið hér síðar í blaðinu. Enn fremur mun síðar verða tekin til bænar Sýnisbók Boga Th. Melsteðs. Blað herra Skapta Jósephssonar á Seyðis- firði byrjar að koma út með Augustmánuði. 10. Júlí skipaði konungur prófessor Dr. jur. C.Goos fyrir kenslumálaráðgjafa í stað Scavenius er hafði eptir beiðni feingið lausn frá því embætti. B o u 1 a n g e r, hinn nafnkunni stjórnmálabrask- ari Frakka, situr nú í Bryssel í blárri fátækt. Hann skildi hér um árið við konuna, en tók þá saman við aðra konu, frú de Bonnemain, sem hann hafði leingi verið í kynni við, og lifði hann á hennar fé. En nú dó hún hér á dögun- um og er þá fokið í flest skjól. Tvennir eru tímarnir nú og þegar Boulanger var hermála- ráðgjafi Frakka og vinsælastur maður á Frakk- landi. þ>að er sagt að Ogmundur biskup Pálsson (d. 1542) hafi lýst svo sveitunum í Arnessýslu: Grímsnesið góða, Gullhrepparnir, S ul t ar t ungur1) og svarti F 1 ó i. ]?jóðverjalandskeisari er nú á ferð í Noregi ( Júlí og August. Hann gerði för sína þangað í fyrra, en hrepti litla veðurblíðu. Hann fór nú í sumar fyrst í kynnisferð til Viktoríu Englands- drottningar, ömmu sinnar, en hélt þaðan flotan- um austur um sjó og til Noregs og þykir sú ferð allhöfðingleg orðin og telja Norðmenn hann gera sér ærinn sóma að heimsækja sig svo þétt með jafn fríðu föruneyti: Skortir ei at skjöldung prís, skira træði varga, grettisból og greiparis, gumna stóra og marga. ’) p. e. Biskupstungur. Utgefandi: Félag eitt í Kaupmannahöfn. Skrifstofa blaðsins er Elmegade 15. Abyrgðarmaður: Jón porkelsson, Dr. phil. Prentsmiðja S. L Möllers (Möller & Thomsen). Kaupmannahöfn.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.