Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 7
23 pessir stúdentar komu nýir: Fiiðiik Hallgrímsson, Guð- mundur Sveinbjörnsson, Helgi Pétursson, Jens Waage, Karl Nikulásson, Pétur Hjálmsson, Sigurður Pétursson og Valdimar Jakobsen. Ennfremur kom séra Ólafur Helgason með heitmey sinni, jungfrú Kristínu Isleifsdóttur frá Arnar- bælí, jungfrú María Finsen úr Reykjavík og cand. B. Th. Melsteð. Brúðkanpssiðir. Eitt af þeim fáu brúðkaupsveizlum á íslandi fyrrum, er vér höfum nokkurnveginn nákvæmar sagnir af, er brúð- kaup Ólafs prófasts Gíslasonar i Odda, síðar biskups í Skál- holti (d. 1753) og Margrétar Jakobsdóttur, sem haldið var í Odda 1732. J>ar var borinn um »vítabikar« og drukkin víti; í veizlunni var porsteinn skáld Magnússon á Hæli í Gnúpverjahrepp og orti hann visur fyrir vítum (vitavísur). pá var hann gamall. pessir voru karlmenn að boði í veizl- unni: Jón biskup Árnason (d. 1743), Jóhann pórðarson prófastur í Hraungerði (d. 1734), brúðguminn sjálfur, séra Franz Ibsson í Hruna (d. I739), s^ra Stefán porsteinsson á Stóranúpi (d. 1773), séra pcrkell Oddsson í Gaulverjabæ (d. 1734), séra Bjarni Helgason á Stóruvöllum (d. 1773), séra Hafliði Bergsveinsson i Hrepphólum (d. 1773), séra Illugi Jónsson á Mosfelli (d. 1753), Arni Jónsson sonur Jóns biskups, »Lókátinn« í Skálholti, Jón Magnússon »frammi- stöðumaður«, Grímur Jónsson lögréttumaður, Jón poileifs- son lögréttumaður, Jón Gíslason, Jón Andrésson, Ibi Franz- son, Runólfur Gíslason og Ogmundur Olafs^on, er »bar vítifl'. Við hann kvað séra Illugi á Mosfelli, er hann bar honum víiið: Margra bresti minnist á ef kynni hann lesti sína að sjá maðurinn sagnafróður, svo yrði hann góður. Vítabikarinn var borinn fyrir hvern mann og honum þulið hvaða víti honum hefði á orðið, og til að bæta það, varð hver að drekka vítið. Er hverjum fundið sfnu sinni hvað til. Viti Jóns biskups er það, að hann kunni að hafa vilst upp í rúm biúðgumans. Brúðgumanum er fundið það til, að hann hafi verið sofandi »þá siðlát brúður undir lians vanga arma lagðie. Víti séra porkels í Gaul- verjabæ er það meðal annars, að hann hafi sungið »þegar kongs minni kom að borði brellið erindi úr Bósarímum*. En skáldið sjálft, porsteinn Magnússon, »skotraði krókótt- um augum« á kvennfólkið og »konur sem meyjar kysti giarnan og klappaði mjúklega kinnum þeirra" og voru þau vítin mest, en allir höfðu syndgað eitthvað. Um þjóðfundinn 1851, nú fyrir réttum 40 árum, voru miklar æsingar á íslandi. Stjórnin hafði jafnvel hermenn til taks, og hefir það verið sögn í alþýðumunni, að þeim hafi verið sagt, ef hleypt yrði upp fundinum, að skjóta þrjá þingmenn fyrst: >Den hvide* (þ. e. Jón Sigurðsson), • Den halte« (Jón Guðmundsson) Og »Den tykke« (séra Hannes Stephensen), og voru það alt mestir skörungar fund- arins. Lok fundarins urðu þau, sem kunnugt er, að Páll amt- maður Melsteð sleit fundinum að boði Trampe's greifa, en í óþökk þingmanna og urðu báðir óvinsælir fyrir það á ís- landi og biðu þess aldrei bætur síðan, og tóku menn upp frá því að skíra hunda sína Trampe. I hefnd fyrir það á Trampe að hafa feingið Frakka til þess að koma hundafári.inn 1 landið 1856. Eptir þjóðfundinn kvað séra Jón Sigurðsson i Kálfholti (d. 1863) þessa vísu: íslands djöfull trampar torg, traðkar réttu máli, hleypur um með heiptarorg, heggur alt með páli. pað er mælt að Páll Sigurðsson í Árkvörn (d. 1873), sem var annar þjóðfundarmaður Rangæinga og bæði full- hugi og harðvitugur maður, hafi eitt sinn sagt við kunningja sinn svo frá því skapi, er hann var i, þegar fundinum var slitið, og sat hann þá yztur við dyr í þingsalnum: »And- skoti langaði mig til að bregða fæti lyrir helvítið hann Pál þegar hann gekk út úr salnum«. Er það harðmannlega sagt, en lýsir þó betur hug þess er mælti og hve æstir menn voru, en hve maklegt eða viturlegt slíkt hefði verið, pað þykir ólánsmerki að skjóta örn. En það gerði Einar Sæmundsson, faðir Látra-Bjargar, eitt sinn. Um það kvaö Sveinn lögmaður Sölvason (d. 1782): Einar skaut, en assa hlaut af þvi þrantir harðar, vænginn braut svo blóðið flaut, bolurinn laut til jarðar. Sveinn lögmnður ritaði, eins og kunnugt er, bók þá, sem heitir »Barn í lögum« (Tiro juris). Einu sinni varð hann undir í máli fyrir héraðsdómi. pá kvað bóndi einn þessa vísu: Sá "Barn í lögum« bjó til hér, barn í lögum orðinn er, svo bærist heims um álfur, að eg meina, sjálfur. Benedikt Gröndal gamli (d 1825) sá eitt sinn kven- mann ganga heldur fasmikinn á götu í Reykjavík. Sú hét Herborg, er þar fór, og átti að giptast daginn eptir. Hann kvað: Hlakkar heldur en ekki Herborg til á morgun. Eggert Olafsson hefir ritað einna fyrstur manna, sem kunnugt er, íslenzkar ritreglur, en aldrei hafa þær verið prentaðar. Hann sendi þær séra Gunnari I'álssyni, sem var orðlagður íslenzkumaður á sinni tíð,og gerði hann nokkrar athugasemdii við þær og hnýtti þar við þessari stöku: S jndmaginn veit eg soðinn er, en aldrei hefir meira mér sízt mun því að kvíða, matar leiðst að bíða. Sunnanfari: 2,50, borgist til kand. Sigurðar Hjör- leifssonar Havnegade 19 eða kand. porleifs Bjarnasonar Norðvestvej 2 fyrir 15. Oklóber. Skil frá íslandi óskast gerð með síðustu gufuskipsferðum í haust.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.