Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 4
20 IV. Ógæfu þrungin og ygld á brá sig yfir húsþekjur breiðir dauðamóksvættur, er drungann frá dauflegri óttu seiðir. En höfgum í blundi heimalið í hýbýlum inni dvelur, og svefnlætin blandast við næturnið. Hver neisti af lífi sig felur. En reymt er þá nótt, og menn dreymir dátt; djöflast er uppi á þaki, en Solveig heitin í hverri gátt með höfuðið aptir á baki. »Nú sofðu sem fastast maður minn, á morgun er nýtt að heyra«. — Svo hallar hún sér að hálfu inn og hlær frá eyra til eyra. »A Miklabæ svo margt til ber sem mundi ei nokkurn gruna«. — Menn láta illa — og láta ver, slíkt er leiður draumur að una. pá er hastarlega ljóra á lagzt yfir miðjum palli, og rökkurþögnin um rjáfur há rofin með neyðarkalli. Hvert mannsbarn vaknar og horfir í húm. Enn er hrópað í ógn og trylling. Líkamir naktir rúm við rúm rísa í titrandi hrylling. En út til þess, er átti þá raust, fýsir engan af vinnusveinum. Fyrir hurðum úti er hjálparlaust háður leikur af einum. — Svo næsta dag, þegar dyrum frá dagbröndurn verður skotið, liggja handvettir klerksins hlaðinu á, höttur og keyri brotið. En presturinn hefir ei síðan sést. Menn segja að hvarfinu valdi draugur, sem mann hafi dregið og hest í dysina' — og báðum haldi. Einar Benediktsson. Bókmenntir. Bogi Th. Melsteö. Sýnisbók íslenzkr'a bók- mennta á 19. öld. Kaupmh. 1891. (Gyldendal bókavezlun). í bók þessa hefir útgefandinn tekið sýnis- horn af því, sem 38 íslenzkir menn hafa ritað á þessari öld og eru rithöfundarnir þessir: Bjarni Thórarensen, Björn Gunnlaugsson, Sveinbjörn Egilsson, Hjálmar Jónsson, Sigurður Breiðfjörð, Baldvin Einarsson^ Jón Hjaltalín, Tómas Sæmundsson, Jónas Hall- grímsson. Konráð Gíslason, Jón Sigurðsson, Páll Melsteð, Páll Jónsson, Gísli Thorarensen, Jón Thoroddsen, Grímur Thomsen, safnendur þjóðsagnanna (Jón Árnason og Magnús Grímsson), Jón porkelsson (rektor), Vilhjálmur Finsen, Jón forleifsson, Helgi Hálfdánarson, Benedikt Gröndal, Páll Olafsson, Guðbrandur Vigfússon, Gísli Brynjúlfsson, Stein- grímur Thorsteinsson, Pétur GuðmundssoD, Matthías Jochums- son, Brynjúlfur Jónsson, Kristján Jónsson, Torfhildur J>or- steinsdóttir Holm, Valdimar Briem, Jón Ólafsson, Gestur Pálsson, Jónas Jónasson, Einar Hjörleifsson, Hannes Hafstein. Melsteð ætlar skólunum á íslandi bók þessa, latínuskólanum, gagnfræðaskólunum, kvennaskól- unum, búnaðarskólunum og barnaskólunum, en líklega hvorki presta- eða læknaskólanum, og svo bætir hann þessu við: »Bók þessi er þó als eigi ætluð fremur skóium vorum, en hverj- um þeim manni, innlendum sem útlendum, er vill lesa úrval úr bókmenntum vorum. Jeg hef haft gagn og kröfur hvorutveggja fyrir augum«. Hann ætlar því bók þessa jafnt skólunum á ís- landi, sprenglærðum útlendingum út í löndum og vinnukonum upp í sveit. Ekki tekur hann það þó fram, að hægt væri að kenna börnum að lesa á bókina, en þetta nægir til þess að sýna, að hann hefir ekki haft neitt fast mark eða mið að stefna að með útgáfu bókarinnar, hann hefir viljað gefa út bók, sem væri jafn góð handa útlendum mönnum og innlendum, ungum og gömlum, mentuðum og fáfróðum og um leið þj'óna bæði vísindunum og mammoni. jpað er örðugt verk, eða öllu heldur ómögulegt; verður því ekki annað sagt, en að bókin hafi tekizt fietnur öllum vonum. Melsteð telur Rask annan föður íslenzkra bókmennta á þessari öld. Eg skal ekki þrátta um það í þetta sinn, en illa kann eg við það orðatiltæki; hinn föður bókmenntanna telur hann BjarnaThorarensen. J>að mátti segja Bjarna mart til lofs, sem var sannara en það, því faðir

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.