Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.09.1891, Blaðsíða 5
21 bókmenntanna er hann ekki. Eins og Melsteð er kunnugt, þá heitir einginn maður faðir réttu nafhi, nema hann eigi annaðhvort son eða dóttur, og svo er það líka í bókmenntasögunni, en eing- inn af þeim 38 rithöfundum, sem útgefandinn telur á eptir Bjarna eru börn Bjarna, eptir skiln- ingi bókmenntanna; öll skáldin eru Bjarna ólík að hugsunarhætti og meðferð á efni; hann stendur nærri því sem »klettur úr hafinu«, en það rýrir að eingu leyti kosti hans sem skáld. Svo er að skilja, sem útgefandinn sé á þeirri skoðun, að allar bókmenntir vorar á þess- ari öld séu komnar frá Dönum, en Danir hafi feingið þær frá J>jóðverjum. þ>ó talar hann ekki um annan bókmenntastraum en þann, sem Henrik Steffens flutti til Danmerkur í byrjun aldarinnar. Steffens, segir hann, var »gagn- tekinn« af þeim Schelling og Tieck, hann »gagntók« aptur Oehlenschláger og auk þess »gagntók« hann ýmsa hina efnilegustu menn í Danmörku (og þá náttúrlega Bjarna Thoraren- sen)og Bjarni »gagntók« svoþá Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundssonog Kon- ráðGíslason; sumum kann nú að finnast það dálítið viðvaningslega skrifað, að fjórtaka sognina að gagntaka, — ekki fallegra orð — rétt eins og maðurinn hafi ekki haft fleiri orð á hraðbergi, til þess að lýsa því, hvernig andlega samband- inu milli þessara manna var háttað, en hugsan- legt er það Hka, að fyrir honum hafi vakað há- tíðlegur ættartölustíll, eins og þetta: Abraham gat ísak, ísak gat Jakob ogjakob gat Joseph og bræður hans. Bókmenntastefna sú, er hófst í Danmörku við komu Steffens til Kaupmanna- hafnar hafði áhrif á íslendinga í Höfn, en vel má þó tala um fleiri bókmenntastrauma en þennan eina, eins og eg veit að Melsteð er fullkunnugt um, en hann hefir ekki gætt þess nægilega — að minnsta kosti ekki í þessari bók — að viðreins íslenzkrar tungu er ekki minnst að þakka þeim fáu íslendingum, sem rituðu málið vel um aldamótin, og meðal þeirra má fremur öllum öðrum nefna Jón Espólín. Mál Gísla Konráðssonar — föður Konráðs Gíslasonar — er mjög svipað máli Espólíns, enda voru þeir vinir miklir, og Konráð var settur til mennta af því hann kunni móðurmál sitt frábærlega vel og hafði hann numið það í föðurhúsum. J?að er mikill ókostur á bók þessari, að ekkert er í henni eptir Jón Espólín. Hann var að sönnu þrítugur maður þegar öldin hófst, en ritstörf hans eru frá þessari öld og þau eru svo mikil og merki- leg, að það er nærri því óskiljanlegt, að Melsteð skuli fara fram hjá þeim þegjandi. Annars hefði Melsteð eins vel getað kosið ýmsa aðra rithöfunda eins og suma þá, sem hann hefir tekið eptir í þessari bók, og skal eg að eins nefna þá Eirík Jónsson, Haldór Friðriksson, Björn Haldórsson, Skúla Gíslasor, Jón Guðmundsson, Arnljót Olafsson og Björn Jónsson. Eptir Pétur biskup Pétursson hefir Mel- steð ekkert tekið í bókina og færir hann fyrir því tvær ástæður; fyrri ástæðan er sú, að ræður hans og prédikanir heyri alveg eins til kirkju- sögunni sem bókmenntasögunni; þetta er satt, en er þá ekki hið sama að segja um sálmana í bókinni? Hin ástæðan er þessi: Ræður Péturs biskups eru kunnar á hvers manns heimili og var þess því eingin þörf. Jpað er svo lítið bók- tnennta snið á þessari ástæðu að ekki er vert að eyða mörgum orðum um hana, og er þá sálma- bókin ekki líka til á hverju heimili? Og kann ekki hvert mannsbarn á lslandi kvæðið »Eld- gamla ísafold«? Melsteð hefir þó tekið það í bókina, eins og rétt var. Melsteð þykist gjöra það hálft um hálft i gustukaskyni að taka nokkuð eptir yngstu skáldin í bók sína. Jpað munu vera þau 4, sem síðast eru talin, þeir Gestur Pálsson, Jónasjón- asson, Einar Hjörleifssqn og Hannes Hafstein. Melsteð afsakar sig með þessum orðum: »J?au (skáldin) hafa sýnt að þau hafa skáldskapargáfu, en eru alveg ókunn meðal annara en lslendinga sjálfra. Jeg hef þess vegna gjört alt það, sem jeg mátti til þess að vekja eptirtekt á þeim er- lendis og til þess að það gæti orðið þeim sjálf- um hvöt til þess að neyta þeirrar gáfu, sem þeim er gefin. Jpað er eitt af meinum vorum að það er svo fátt, sem hvetur skáld vor og vísindamenn«. Jpað er víst ekki mart, en eg er ósköp hræddur um að það hveti þessi skáld sára lítið, þó Melsteð stingi í vasa sinn nokkrum krónum úr pyngju Gyldendals verzlunarinnar, fyrir það sem þau hafa skrifað, og svo finst mér öll þessi setning hins heiðraða útgefanda dálítið dríldin; það er eins og hann sé frægur maður erlendis, og það svo frægur, að það nægi að hann bendi á einhvern, þá muni heimurinn líka

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.