Sunnanfari - 01.07.1892, Qupperneq 1
|pvS\S\S\S\5NS\Sv
'j Verí 2 kr. \
g 50 aiira árg., ffj
S borgist fjrir S
15. október.
SUNNANFAR
|'3SSQS\^’|
í Aiiglvsingar í
61 D' . ul
0 20 a. megin- 0
I málslina; 25 |
@ anra sináletnr. §
J
tsoseses
II, l
JIJL X
1892
Páll Melsteð
er fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 13. Nóvem-
ber 1812, og er sonur Páls amtmanns pórðarsonar
og fyrri konu hans Onnu Sigríðar Stefánsdóttur
amtmanns,5»órarinssonar.
Hann fór i Bessastaða-
skóla 16 ára gamall og
útskrifaðist þaðan 1834.
Páll fór utan sama ár
til háskólans í Kaup-
mannahöfn og tók þar
undirbúningspróf þau,
sem þá tíðkuðust. Eptir
það las hann lög, en
stundaði jafnframt sagna-
fræði og fagrar listir,
einkum saung. þegar
Páll hafði dvalið 6 ár
við háskólann kom hann
út aptur 1840, og kvænt-
ist sama árið Jóruni
dóttur ísleifs Einarssonar
háyfirdómara; bjó hann
nú á Brekku á Alpta-
nesi nokkur ár og ritaði
þar hið fyrsta rit, sem
prentað var eptir hann:
»Agrip af merkisatburð-
um mannkynssögunnar«
(Viðeyarklaustri 1844).
Um þessar mundir hafði
Páll í hyggju að semja
ágrip af sögu íslands og
hafði þegar ritað tals-
vert í þá átt, en 1844 brann hús hans á Brekku
og bækur hans og handrit fóru sömu leið.
P-ptir óhapp þetta flutti Páll sig til Reykjavíkur
og átti mestan þátt í stofnun Reykjavíkurpósts-
ins; var það hið nauðsynlegasta fyrirtæki, því
þá kom ekkert blað út á íslandi. Páll átti þátt
í ritstjórn blaðsins tvö fyrstu árin 1846—48, en
gaf einn út seinustu númerin af 3. árinu 1849.
Páll var frumkvöðull að stofnun jþjóðólfs 1848.
Einnig átti hann mikinn
þátt í útgáfu fyrstu
þriggja áranna af íslend-
ingi eldra (1860—63) og
var ritstjóri Víkverja
1873—74. Páll hefir ritað
mikið í öll blöð, sem
hann hefir átt þátt í og
eins í önnur islenzk blöð
og eru margar af blaða-
greinum hansmerkilegar.
1848—49 gegndi hann
sýslumannsstörfum í Ar-
nessýslu, í fjærveru föður
síns, en í Mai 1849 var
hann settur sýslumaður
í Snæfellsnessýslu og
gegndi því starfi til 1854;
bjó Páll þá i Bjarnar-
höfn. Snæfellingar kusu
hann til þingmensku
1851 og svo seinna, 1859
og 1860. 1855 fór Páll
utan í annað skipti til
laganáms, því ekki hafði
orðið úr því að hann
tæki próf í fyrra skiptið,
og tók nú próf í dönskum
lögum 28. Janúar 1857.
1858—62 gegndi Páll
sýslumannsstörfum í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu, fyrst fyrir Baumann sýslumann, en svo á
eigin ábyrgð. þenna tíma sat Páll í Reykjavík
og hefir búið þar síðan. 1858 misti hann konu
PÁLL MELSTED.