Sunnanfari - 01.07.1892, Page 2
2
sína, en giptist aptur árið eptir f»óru Grímsdóttur
amtmanns, Jónssonar. 1862 — 85 var Páll mála-
flutningsmaður í Reykjavík og hafði jafnframt á
hendi tímakenslu við latínuskólann (síðan 1868).
1885 veitti alþingi honum laun fyrir að kenna
sagnafræði við latínuskólann og gegnir hann því
starfi enn.
Af því sem hér hefir verið tálið, sést að
að Páll Melsteð hefir haft mikið að starfa um
æfina, en aungu að síður hefir hann gefið sér
tíma til að fást við ritstórf og snerta þau flest
sagnafræðina, uppáhaldsvísindagrein hans. þ>egar
»Ágrip« Páls, sem áður er nefnt, kom út, var
ekkert til prentað á íslenzku máli um útlenda
sagnafræði almenna, nema svolítill pési eptir
Galletti, sem Jón Espólín hafði þýtt og látið
prenta (Leirárg. 1804) og stóðu því íslendingar,
»sagnaþjóðin« sjálf, mjög illa að vígi í þessari
grein. »Ágrip« Páls var því til mikilla bóta, en
Páll lét ekki sitja við það og tók að rita mann-
kynssögu, svo stóra, að hún væri einhlít til að
gefa yfirlit yfir hagi þjóðanna frá því sögur hóf-
ust. Fornaldasagan kom út 1864, og er hún
þýdd. Miðaldasagan kom út 1866 en Nýa
sagan byrjaði að koma út 1868 og er henni ekki
lokið enn. Enn gaf Páll út »Ágrip af almennri
veraldarsögu« 1878—79, en seinasta sagnarithans
er Norðurlandasaga 1891. það hefir verið fundið
aðsögubókum þessum, að höfundurinn hafi lagtof-
mikla áherzlu á stríð og styrjaldir, en skeytt því
minnaen skyldiað gjöragrein fyrir menningarsögu
þjóðanna og má vera að nokkuð sé hæft í þvi, en
eingu að síður er óefað að sögurit Páls Melsteðs
hafa haft mikil og góð áhrif á íslenzka tungu
og íslenzkar bókmentir, því þau eru rituð á svo
lipru og hreinu máli að leitun er að slíku, og í
annan stað hafa þau eflaust átt mikinn þátt í
því að halda við og græða út áhuga þann, sem
Íslendíngar hafa haft á sagnafræði frá alda öðli.
Sama lipurðin, sem einkennir ritmál Páls
og framsetningu alla, hefir líka verið aðalþáttur-
inn í kensluaðferð hans við skóla, þá sem hann
hefir kent við. Margir eða jafnvel flestir af
lærisveinum hans munu hugsa með ánægju til
þess er hann var að kenna þeim sögu, og mörg
smásagan og lausavísan á Páli að þakka líf sitt
og því hve honum er lagið að fara lipurlega og
skemtilega með sögu og aðra svipaða fræði.
Páll Melsteð á mjög mikinn þátt í stofnun
kvennaskólans í Reykjavík, því hann og kona
hans þ>óra Melsteð höfðu rætt og ritað um það
mál laungu áður en kvennaskólinn komst á
stofn 1874.
Myndin af Páli, sem fylgir hér, er tekin af
honum á 74. aldurs ári (1886).
Ó. D.
1. Maí.
J>ú ert hljóður þröstur minn,
þér eru góðar horfnar bögur;
fyrr eg óðinn þekti þinn,
þá voru ljóðin mörg og fögur.
Hefurðu eingin hljóð í dag?
hér eg leingi feginn biði
ef eg feingi eitthvert lag
áður en geingi sól að viði.
þ>ér er lagin þögnin ein,
þú hefir ’olæinn haft um vangann
og horft á æginn efst af grein
allan daginn sumarlangan.
Kanské líði útferð að,
og þín bíði norðr í sænum
uppi í hlíð á hlýjum stað
hríslan frið í dalnum grænutn.
Skjólið völdu vinir þar
vor er köldu blés af heiði,
svo á kvöldin sungin var
saungva fjöld á litlum meiði.
Sunnan bæði á sæ og grund
sól nú gæðin lætur streyma,
en þó hún klæði þennan lund
þá er hann æði nakinn heima.
Enn um sjá við kennum kalt
Kára frá af Svía heiðum,
um þig sá mun anda svalt
á þeim bláu norðurleiðum.
Enn er betra lund af lund
lyft að geta vængjum sínum;
enn er vetur yfir grund
ís og hret i dalnum þínum.
En er litið líður frá
Læðing brýtur fjall og dalur;
ei mun hvíta ættlands brá
altaf bíta vetur svalur.
Dagar langir ljósum arm
leiða þangað Vor um geiminn
með sól í fangi, blóm við barm
og bros á vanga norðr í heiminn.