Sunnanfari - 01.07.1892, Page 3

Sunnanfari - 01.07.1892, Page 3
3 J>á er stundin. 5>á er mál þig á fundinn vina að búa, kveðja lundinn yzt við ál og á sundin norður snúa. Guðrún Ósvífsdóttir Söguljóð eptir Brynjólf Jónsson á Minnanúpi. Vér vildum mega skjéta því að höfundinum í bróðerni og gera það strax að oss hefði þótt stór- um vænna um bók hans ef þar hefði verið: »Rímur af Guðrúnu Osvífrsdóttur«, og er oss þó hlýtt til kversins. þó efnismeðferð og bragarhættir geti verið með ýmsu móti í söguljóðum, þá er þó í raun- inni rétt að kalla svo öll ljóð, sem ort eru út af sögum hvaða bragur sem á þeim er og hvernig sem með efnið er farið. I þeim skilningi eru rímur vorar söguljóð allar saman, aungu síður en Örvaroddsdrápa, Friðþjófskvæði eða Hómer. það getur hver súngið með sínu nefi urn það eins og alt annað í veröldinni. Við meðferð efnisins hefir höfundurinn haft það svo, að hann hefir snúið í ljóð allri sögu Guð- rúnar, látið efnið alstaðar hánga saman og sýnt aðdragandann að hverju atviki. A þeim vegi er altaf sá þröskuldur, að frásögnin getur orðið of- teygð , þunglamaleg og þreytandi, og hann hefir orðið fieirum að fótakefli en rimnaskáldunum. A því ber þó vonum minna í bókinni, en með þess- ari aðferð hefir höfundurinn sloppið hjá því að búta og limlesta alla söguna, koma með viðhurð- ina eins og fjandann úr sauðarleggnum og steypa svo lesaranum á höfuðið hér og hvar ofan i frá- sögnina. það getur opt verið smellið og gert söguna gómsætari að gefa lesaranum liana eins og hálfkveðna vísu, en að sælast til þess að nauða- lausu eins og nú er »hæstmóðins« í heiminum og lofa lesaranum aldrei að sjá dýrðina nema í gegn- um skráargatið, það verður nokkuð þurætt til til leingdar. það er opt eins og þessir menn haldi að vér séum svo sólgnir í að vita hvaða dýrgripi þeim og vizku þeirra hefir þóknazt aðsetja þará hurð- arbak, að við linnum ekki látum fyrr en alt stendur upp á gátt. Eins og vér lofum þeim ekki að eiga þeirra tviræðu gátur sjálfum, eða eins og nokkr- um manni detti í hug að fara að róta í sundur heilum haug til að ná einni glertölu. Nei, til þess skortir oss bæði tíma og laungun, og það er ein- ungis ein förukerling, sem hefir unnið það til að sloka i sig fullan fjögra marka ask af þéljamysu til þess að ná i kjórann í lögginni. Hjá öllu slíku hefir höfundurinn sneitt. Frá- sögn hans er blátt áfram, látlaus og reigingslaus að öllu leyti. Hún er alislenzk og henni haldið innan þeirra takmarka sem fornskáld vor, sagna- meistarar og rímnaskáld hafa fylgt. það sést á öllu að höfundurinn hefir ekki kært sig baun um að vera »nýmóðins«, og því sniðið verk sitt öld- ungis eins og gert er i beztu rímunum; en úr því nú aungu ber á milli nema bragarháttunum, hvers- vegna hafði hann það þá ekki rímur? það er ekki ólíklegt að ýmsir menn hristi höfuðið yfir því að maður, sem þykist vera ment- aður maður og líklega skáld, skuli ekki skammast sín fyrir það, að ætlast til að Brynjólfur á Minna- núpi fari að yrkja rímur. Sá, sem þetta skrifar, getur þó ekki gert þeim þann greiða að skamm- ast sín fyrir þetta, og veit hann þó fjölda manna bæði lærðra og ólærðra, sem þykir skít vera klínt á sig, ef rímur eru nefndar í þeirra áheyrn. þeim finst óþefur að manninum, og það svo tak- markalaust andlegt volæði að hafa ekki haft svo mikla umgeingni við lærða. menn, að hann viti hvernig á að tala um rímur. Að minsta kosti er það órækur vottur um meðfætt smekkleysi á öllu, sem lýtur að skáldskap og fögrum mentum. það er því altaf vissast, þegar mentaðir menn heyra á eða lærðir menn, að hreyta heldur að rím- unum, þó manni kynni að vera hlýtt til þeirra frá æskuárunum. Hér sést ljóminn af frægðarverki Jónasar Hallgrimssonar i allri dýrð sinni. þetta vanst honum, en leingra náði hann ekki. »Höggið tók ekki meira«, myndi séra Hallgrímur hafa sagt. Banað rímunum gat Jónas ekki, þeim fjölgaði jafnt sem áður, og sjaldan munu fleiri rímur vera ortar og prentaðar á jöfnum tíma en frá 1830—60, og bætt þær hefir hann heldur ekki með gauragangi sinum, því Númarimur eru kveðnar áður en skamm- irnar komu. Sízt af öllu hefir honum lánazt að taka alþýðu hylli frá rímunum, því bæði á Suður- og Norðurlandi, þar sem vér til vitum, hafa þær verið i góðu geingi til skams tima, þar sem menn eru ekki orðnir of uppþembdir af dönskum reyf- ararómönum eða of fínir til að hafa þær um hönd. Hér hefir því alþýða farið sina leið þegjandi, eins og alþýða er vön að gera. Hún er opt sein- fær til framfara, en iætur heldur ekki svo auð- veldlega eggjast til óhappa. Tilfinningin kemur henni svo opt til liðs þar sem þekkinguna skortir og því er hún sein til að bera út uppáhalds börn sín, þó einhver gárungurinn verði til að sparka í þau og segja að þau séu ljót. það er líka eins og þjóðin hafi spurt sjálfa sig að því hver hafi kent Jónasi að yrkja »lipurt og létt«. Af kvæðum aldanna á undan sér hefir hann varla lært það, þvi þau eru flest hvorki lipur né létt, heldur illa geing mjög og mörg hver hölt á öllum fótum. Og þó Eggert tækist að koma heim- speki sinni og búfræð í ljóð, þá er það optast mesta klúður og ólíkt Jónasi á allar lundir. það skyldi þá vera sálmarnir sem hafa andað að Jónasi þeim hinum himneska blæ, sem auð- sjáanlega hefir gagntekið hann á æskuárum og opnað eyru hans fyrir hátign málsins og þeim L

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.