Sunnanfari - 01.07.1892, Qupperneq 5

Sunnanfari - 01.07.1892, Qupperneq 5
5 þar innan um þeir fjörsprettir, sem eru einskis meðalmanns færi, þvi þó snillings hendur höfundar- ins haldi öllu nokkurn vegin í skorðum, þá er boginn þar þó opt svo hátt spentur að vér stönd- um á öndinni annað hvert augnablik yfir því að alt muni bresta og þjóta' hvínandi út í loptið. þess konar leiðist manni aldrei að lesa. Vér hefð- um ekkert á móti því að Guðrún hefði verið klædd dálítið léttar og vorlegar. þegar öllu er á botninn hvolft sættum vér oss þó við búninginn á henni úr þvi forlögin hafa einu sinni fært hana í þessa langbrók. Efnið tekur höfundurinn rakleiðis eptir sög- unni og lætur alla atburði i æfi Guðrúnar halda sér nær óklundraða og bætir eingu inn í sér til hjálpar, en reynir til að skýra þá á þá leið, sem sagan bendir helzt til. Um þetta er höfundinum auðsjáanlega mest hugað i kvæðinu, enda er það alt mjög skynsamlegt og fer snoturlega úr hendi. það mun og sannfæra margan mann þó vér séum víða á öðru máli. Vér skulum nefna tvö dæmi: kvonfang Bolla og fyrirsát hans við Kjartan. Vér erum fyrst og fremst trauðir að trúa þvi að Guðrúnu hafi verið þraungvað til giplinga á nokkurn hátt, þó sagan bendi til þess. þvi bæði er Guðrún sjálf sá skörungnr sem alkunnugt er og Qsvifur faðir hennar hinn mesti hófsmaður í hví- vetna, eins og þar stendur, og auk þess eru þau hvorugt svo óforsjál að þau vinni það ekki til mægða við Hjarðhyltinga að bíða nokkra mánuði fremur en að taka Bolla nær umkomulausan. Vér viljum helzt láta þetta vera fullan vilja Guðrúnar, og á þeim vilja gat svo staðið, að hún væri annað hvort orðin vonlaus um Kjartan eða hún gerir það til að hefna sín á honum og það síðara þykir oss sennilegra. Orðasveimurinn einn um konungs- mægðirnar gat ekki gert hana vonlausa, þvi hvorki Bolli né nolckur maður annar gat skorast undan því að biða brúðkaups til næsta sumars. Guðrún er ekki festarmey Kjartans, Svo ekki þarf Olafur heldur að eiga þar neinn hlut til að breiða yfir lauslyndi sonar sins. Hann er svo hreinn og hvitur sem vorull í Olafs augum og allra feðra á þeim tím- um. Ekki gat Olafi heldur komið i hug að láta fregnina um gjaforð Guðrúnar hvetja Kjartan til að giptast Ingibjörgu, þvi hann gat þó ekki vænt þess að Kjartan gæti verið mörg ár að daðra við hana án þess að eitthvað yrði ráðið af eða á um það áður sú frétt kæmi. En þó hvorugt þetta hefði verið, þá mundi þó þetta ráð Olafs vafalaust hafa strandað á vilja Guðrúnar, þvi hafi hún unt Kjartani hefir hún auðvitað fremur kosið að láta hann bregðast sér en að bregðast honum. f>ar á móti gæti daðrið við Ingibjörgu verið næg orsök fyrir Guðrúnu til að fá harðan hug til Kjartans eptir því skaplyndi sem hún hafði. f>að gæti og verið eitthvert annað daður hans eða lauslyndi, sem hafi hrundið henni frá honum, því þó sagan geri það óviljandi, þá lýsir hún honum sem flagara og fysjungi, þó hann sé glæsimenni og ef til vill hetja, sem reyndar eingar sögur fara af. Komist og vísindin að þeirri niðurstöðu, sem Guðbrandur Vigfússon telur líklegasta, að Kjartan hafi ekki getað verið í Noregi nema fáa mánuði meðan að Olafur Tryggvason sat þar að landi, þ,á verður eitthvað annað en viðringurinn við Ingibjörgu að vera rótin undir fjandskapnum milli Hjarðar- holts og Lauga. En þó sagan sé hér ill viðfángs og afar þungskilin, þá er oss þó óljúft að sjá hana limlesta svo hamramlega og það alt borið fyrir borð með einu handarviki sem vér höfum hugsað og lesið um þessa atburði frá barnæsku. En við því er ekkert að gera. Vísindin eru öldungis miskun- arlaus og ekki tilfinning í þeim heldur en i steðja- nefi. þ>au berja það fram blákalt að tvisvar tveir sé fjórir hvernig sem við látum og hvað sárt sem okkur fellur það; það er því einskis annars kostur en bæna sig og þegja, þvi hver heljarmenni sem við erum, þá fara þau með okkur eins og hvirfil- vindur með lambaspörð. Hitt þykir oss jafn ósennilegt að Bolli hafi nokkurn tíma hugsað um að gera Kjartan varan við fyrirsát þeirra Osvifurs sona og hans. Hann er alt of góður dreingur til að svíkja þá svo, því það hefði auðvitað orðið bani allra þeirra ef Kjartan hefði rekið undan. Hann fer og auð- sjáanlega með þeim til að veita þeim vígsgeingni ef á þyrfti að halda. Og þó Kjartan sé fóstbróðir hans og náfrændi þá var svo komið yfirgángi hans nú að Bolli hlaut að rekast af eignum sínum sem vesalmenni og eptir að Kjartan hafði svívirt hann svo óhræsislega og gert það alt á sem tuddaleg- astan hátt, þá var lítils dreingskapar af honum að vænta og það var því ekkert annað við manninn að gera en að drepa hann. Hitt er vorkunn þó hann kysi helzt að sitja hjá hryðjuverki þessu og þætti það síðan ill forlög, sem þraungvuðu honum til að vinna það. Hér er því miður ekki rúm til að fara meira út í þessa sálma; vér nefndum þetta einungis sem dæmi. Lýsingar og samtöl eru í kvæðinu víða bæði náttúrleg og skáldleg. Vér skulum benda á miðjuna úr bls. 10 um æskukynni þeirra Guð- rúnar og Kjartans og eins samtal hans og Ingi- bjargar á bls. 23—4; eins er sjón Guðrúnar við dauða þorkels bæði stórkostleg og fögur, en það eru einmitt þessir kaflar, sem oss þykir of fáir, og vér skulum segja höfundum það hreint og beint: Oss þykir hann alt of spar á því góðgæti, sem vér köllum skáldskap, þvi sumstaðar eru lýsingarnar svo endasleppar eins og hann hafi sofnað frá þeim og byrjað svo á öðru þegar hann vaknaði. Sum- staðar flýtir hann sér svo mikið yfir aðalatriði sög- unnar að hann flytur hreinlega kellingar á þeim eins og t. d. á jáyrði Guðrúnar við Bolla. f>að er ekki sennilegt, að hann hafi beðið hennar án þess að hafa tal af henni áður. Barátta Guðrúnar við fornar og ríkar tilfinningar og breytingin á

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.