Sunnanfari - 01.07.1892, Síða 8
8
fá af kvæðum hans séu »lýrisk« í raun réttri
(sjá þó: Vísur bls. 156, Til Gríms 220, Til Meza
242, Sonnetto 254 og Lóan 283) koma þó fyrir
hjá honum svo fallegar setningar, að leitun er
að slíkum í íslenzkum ljóðum.
þ>að eru einkum þrennskonar ljóð sem Gísli
hefir feingizt mest við: ástaljóð, erfiljóð eða öllu
fremur minningarljóð og frelsisljóð, og hefir
hann ort gullfalleg kvæði í allar þessar stefnur.
Astakvæðin eru að mestu laus við alt ástavíl og
vol, því eg tel ekki mankvæði þau sem Gisli
orti óharðnaður á tvítugsaldri og flest eru
ómerkileg nema helzt: Ertu fagra um æfi mér
(374). Af mankvæðum frá seinni árum má
nefna: Kolbrún (5), Heiðrún (19), Svava (21. 1.,
2., 4. og 5. kvæðið), Kvöldstjarnan (31),
Síðasta skipti (309) og Vísur (326) og má óhætt
telja kvæði þessi með hinum beztu mankvæðum
sem til eru á íslenzku. Gísli lætur sér ekki
nægja að horfast í augu við konurnar og eg hefi
hvergi rckið mig á að hann óski að vera vindur,
svo hann geti leikið um hár þeirra eða regn-
dropi, sem geti læðst niður blessaðan hálsinn
með lagi, eða neitt slíkt. Nei, Gísli er miklu
samkvæmari venjulegu manneðli 1 ástakvæðum
sínum. Honum er ekki nóg »að taka í hönd á
hrund með hægu glingri*. Hann vill »spenna
ástmeyu sína miðja í þíðri þrá« (22) og njóta allrar
þeirra sælu, sem hún á til í vitum sínum (311).
þ>að er reyndar ef til vill of mikið af kossa-
gangi í ástakvæðum Gísla, en víðast er »eldur
í kossum hans« (27) og sæma slík kossaljóð
sér vel í mansaungvum. Ekki er Gísli við eina
fjölina feldur í ástum sínum, fremur en aðrir
ástamenn, því auðsjáanlega hafa vakað fyrir
honum margar konur í ástaljóðum hans og það
mætti ef til vill kalla hann skáld augnabliksásta
gagnvart öðrum íslenzkum skáldum, því svo
lítur út sem að hann hafi metið meira að konurnar
væru »honum hollar og góðar« í svipinn en þær
stigju með honum »í leiðagjarnar, kaldar hjóna-
hvílur , eins og Shakespeare segir í Lear.
Hvernig sem litið er á ástakvæði Gísla Brynj-
úlfssonar er ómögulegt annað en að telja þau
með hinum heitustu og þróttmestu ljóðum, sem
til eru á íslenzku í þá átt.
Erfiljóðum Gísla og minningarljóðum má geta
þess til lofs, að þar ber mjög sjaldan á því
tvennu, sem mest óprýðir annars slík ljóð á ís-
lenzku máli, en það er oflofið og guðsorðarausið.
Af slíkum ljóðum má nefna: Páll Melsteð, amt-
maður (178), séra Jón Melsteð (180), Sigríður
þ>orvaldsdóttir (188), Lárus Thorarensen (191),
Elín Thorarensen og Baldvin Einarsson (419).
Mart er líka gott í Skagfirðingavísum (400) og
Jóni Arasyni (404). Kvæði þessi eru mjög lát-
laus, að öðru en búnaði, en lýsa mönnunum
miklu betur og miklu réttara en þótt lamið væri
hvert höggið eptir annað með gullsleggjum eða
hrúgað væri saman loflegum lýsingarorðum af
fremsta megni.
Um frelsiskvæðin er það að segja, að þau
bera þess vott að Gísli hefir unnað frelsinu um-
fram alt og mega mörg þeirra heita ljómandi
falleg, svo sem: Kveðja til Jóns Sigurðssonar
1847 (51), Upphaf frelsishreifinganna (58), Bjarka-
mál hin nýu (59), Sigur Magyara (136), Við-
bætir (150), Stríðið 1879 (162) og Bismarck
(347). það er einkennilegt við Gísla hve frelsis-
ást hans er víðtæk, því hvar sem einhverjar
róstur verða í Norðurálfunni, þá er hann kom-
inn þangað í huga og ber á harðstjórunum.
þ>að væri lítið eptir af Rússum hefði Gísli mátt
ráða, en mislagðar hafa Gísla verið hendur og
hugur, þar sem hann er að skopast að »rúss-
neskum fróðleik« (121), því ekki veit eg hvar á
að leita að frelsisást og skáldskap ef það er
ekki í ritum sumra rússneskra höfunda, svo sem
L. Tolstoys og annara rússneskra stórskálda.
Eins er undarlegt hvilíka tröllatrú Gísli hefir haft
á Bismarck og er það þó kunnugt að hann hefir
hnept jpjóðverja í þann hervalds og_harðstjórnar
dróma, sem erfitt er að losa. Oll frelsisljóð
Gísla eru um frelsi heilla þjóða eða mannflokka
t. d. um hagsbót »sósíalista«, en aptur minnist
hann hvergi einu orði á frelsi einstákra manna,
fremur en önnur íslenzk skáld, og er það frelsi
þó margfalt dýrmætara en alt annað frelsi.
J>ótt Gísli sé í frelsishamförum út um allan
heim, gleymir hann samt ekki íslandi og bera
mörg kvæði hans vott um að hann hefir haft
hinn mesta hug á frelsi þess og framförum, og
þótt mart megi segja um frammistöðu hans í
stjórnmálum íslands, þá getur þó einginn ann-
að sagt en að hann hafi unt ættjörðu sinni og
viljað henni alt hið bezta.
Mörg af tækifæriskvæðum Gísla eru óvenju-
lega góð og skal eg nefna: Kveðja til Jóns
Thoroddsens (170), Til Konráðs Maurers (172),
Minni Péturs biskups (216), Til Jóns Sigurðs-
sonar (224), Til Konráðs Gíslasonar (236 fyrri
hlutinn), en einkum: Til Magnúsar Eiríkssonar
(234). Af öðrum kvæðum eptir Gísla þykja
mér þessi skara fram úr: Gullið rauða (271), Til
túnglsins (279), Draumur (301), Kristjánsmál
(314), Stjarni (1530), Slotsbruninn (344), Á páska-
dag 1879 (367) og Til Ástríðar (380). Flest þessi
kvæði og flest af kvæðum Gísla yfir höfuð eru
kveðin á þrekmiklu og mergjuðu máli og benda
á það, sem eg tel aðalþáttinn í skapferli Gísla,
bæði að því er snertir ljóðagjörð og annað, en
óað er þrek og kjarkur, og það er ekki fjarri
óví að Gísli hafi haft karlmannslund þá, sem
íann lýsir svo vel (bls. 156—7):
»en standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg sem á því skruggan skall —
sú skyldi karlmanns lund«.