Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 3
39 bíta. Hann varð að fara varlega, eins og hið fornkveðna segir: Sá þarf stjórn í stafni sitr stöðugum halda taumi, hann skal bæði varr og vitr í veraldar höllum glaumi. Oddgeir var yfirlætislaus maður, manna hispurslausastur og írjálsorðastur, glaður í við- móti og alúðlegur. Vinsæll maður var hann af félögum sínum og tryggur þar, sem hann tók það. Aldrei sleit hann trygð við Jón Sigurðs- son, þótt þeim bæri á milli í skoðunum, og ætl- um vér að hann hafi verið honum betri en eing- inn í ýmsu. Konráð Gíslason og hann voru aldavinir og reyndist Oddgeir honum ætíð dreingilega. Séð höfum vér bréí, er Oddgeir ritaði skömmu fyrir dauða sinn til Konráðs. þakkar hann Konráði þar rétt sem að skilnaði alla vináttu og trygð við sig. Rök vitum vér og til þess að hjálpað hefir hann Magnúsi Eiríks- syni stundum í basli hans. Oddgeir var mjög íslenzkur í lund og umgekkst Islendinga mikið fram eptir öllum aldri. Til íslands fór hann og á þjóðhátíðinni 1874 og var þá í fylgd kon- ungs og rnunum vér eptir, að þá heyrðum vér þess getið sem furðu, að hann hefði verið skraut- búnari á einkennisklæðum sínum en konungur sjálfur. Ekki liggur annað eptir Oddgeir af ritum en það, sem hann á í útgáfu Lagasafns handa íslandi, og mun það þó ekki vera mjög mikið. Oddgeir kvæntist 28. Aug. 1849; var kona hans dönsk og hét Vilhelmine Christiane Petersen (f. 2s/4 1817); faðir hennar var gest- gjafahússeigandi. Hún dó 22. Sept. 1889. Börn þeirra eru þrjú: Sigríður, f. 28. Sept. 1850, ógipt í Kaupmannahöfn; Björn f. 23. Apr. 1855, cand. philos. og verksmiðjueigandi í Kaup- mannahöfn, auðugur maður; hann er kvæntur og á 5 börn; Oddgeir leikari í Kaupmanna- höfn, f. 14. Apríl 1860, kvæntur en barnlaus. j>au hjón bjuggu fyrst framan af hér í Kaup- mannahöfn í Boldhusgade 2, því næst i Storm- gade 16 og síðast í Austurgötu 1, og þar and- aðist Oddgeir. Oddgeir hafði feingið mörg heiðursmerki og nafnbætur: riddarakross, danafánamannamerki, kommandörkrossa báða, etazráðs nafnbót og konferenzráðsnafnbót. Mynd sú, sem hér fylgir er gerð eptir steinprentaðri mynd á lausu blaði frá 1877, er Björn Stephensen hefir léð oss. Sigurður Vigfússon. Gamli vinur, Fróni frá fley að þessu sinni færði mér nú endann á æfisögu þinni. Stundum okkur það og það þætti fara betur, en hann Dauði á öðrum stað endapúnktinn setur. Sjalfsagt gat hann sögu stytt sem var rneiri skaði, en eitthvað gott þar ættland mitt á á hverju blaði. Sá hefir látið ljúfri mund líf og krapta sína fyrir lof þitt fósturgrund og frægðardaga þina. Svo að enn þá yzt við haf allur heimur megi ■ sjá hvar lifir ljóminn af liðnum frægðardegi. Sem að Ijós frá sögustól sendir leingst úr geimi eins og heið og eilíf sól yfir norðurlieimi. En er bugað hefir hann hinsta feigðar raunin sem að þjóð til þakka vann, þá er spurt um launin. j/>að er nærri svo að sjá sem að fornum auði fylgi enn þá Fróni á fátækt, mein og dauði. j>ó hann marga rænti ró ramma þjóð í haugum, ekki féll hann feigur þó fyrir slíkum draugum.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.