Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 4
40 Varla er hætt við hyski það herji nú á dögum; það mun sækja annað að í þeim ferðalögum. Brjósti leingi höfðu hans hraknings veður amað; sá hefir líka fjanda fans fleiri en Sigurð lamað. fað er aungum för til fjár að fara að brjóta hauga, ef hann verður fatafár að fást við slíka drauga. þ>að var harmur lýðs og lands litla hjálp að spara, er menn sáu að sagan hans sona hlaut að fara. J>að er enduð saga sú, svo er slíkt úr minni; Sigurð ekki næðir nú niðri í kistu sinni. Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er laungum endir á íslendinga sögum. p. E. Kristniboðarnir. (pjóðsaga). það bar til snemma morguns einn dag seint á eingjaslætti, að þrír menn geingu heim traðirnar í Himna- ríki. þetta var fyrir miðjan morgun og ekki farið að rjúka á bænum. þeir geingu svo heim á stétt, en allar dyr voru aptur. Hundarnir vöknuðu nú við manna- komuna; og geltu fyrst inn í gaungum, en þutu svo fram að hurð og ætluðu að sleppa sér þegar þeir heyrðu mannamálið. Komumenn vildu nú bíða þess að fólk kæmi á fætur og tóku sér þau sæti sem fyrir hendi voru þar á hlaðinu á mykjukláfum og þvælis- pottum. í bænum var það til tíðinda að sánkti Pétur vaknaði fyrstur við hundagána. Hann settist upp í snatri og gægðist inn fyrir stafinn til að sjá hvort Marfa væri komin ofan, en María svaf eins og steinn; Pétur kallaði á hana nokkuð snöggur og sagði það mundi kominn tími til að setja upp ketilinn, ef þeir ættu að fá nokkurt kaffi í dag. Svo þeytti Pétur brekáninu upp í horn og rauk framan á, því að hann sefur altaf í nærbuxunum um sláttinn. Hann var nú ekki seinn á fætur, því ekki var annað en smeygja sér í sokkana og vestið og binda á sig skóna, því að Pétur er aldrei nema á einum buxum við slátt. Svo setti Pétur upp kaskeitið og gekk fram í gaungin; þar hastaði hann á hundana og dró svo loku frá liurð. Komumenn risu upp og drógu sig að dyrunum, þegar þeir heyrðu að til hurðar var geingið, og sá sem fyrir þeim var kom fram fyrir bæjarkampinn einmitt í því sama bili sem Pétur stakk höfðinu út úr dyrunum og ætlaði að fara að signa sig. Pétur nam því staðar með annan fótinn á þrösk- uldinum; það var forn þröskuldur og hár og mátulegur til að hvfla fótinn á. Pétur var í blákembdum sokk- um og með leðurskó á fótum, leiruga með vörpunum, og hafði gleymt að binda ristarbandið. Komumenn buðu nú Pétri góðan daginn, og tók hann því mikið alúðlega. »Hvaðan ber ykkur að, piltakindur«, sagði Pétur. »Við komum hérna sunnan úr Afriku«, sagði sá sem fyrir þeim var. »þá er ykkur bezt að fara norður í hjáleiguna strax, því þar verðið þið að lenda hvort sem er. Hingað kemur einginn trúarboði úr Afriku, eða landaleitarmaður, hvort sem hann er enskur eða þýzkur; þeir fara allir í hjáleiguna*. »Við erum hvorki þýzkir né enskir, blessaðir verið þér«, sagði komumaður. »Hvaðan eruð þið þá?« sagði Pétur. »Við erum Islendingar«, sagði komumaður. »það held eg viti á eitthvað«, sagði Pétur, »að íslendingar koma sunnan úr Afriku. þeir eru þó vanir að koma skemstu leið, þegar þeir eru búnir að hvolfa undir sér manndrápsbollunum og koma svo húðvotir úr hákallakjöptunum«. »En hvað er að sjá ykkur?« »þið eruð þó ekkert nema beinagrindurnar eins og þið kæmuð úr kristniboðsferð eða landaleit, eða hafa þá hákallarnir farið svona með ykkur eða marflærnar?« »Nei, minnist þér ekki á það, blessaðir verið þér«, sagði komumaður; »fyrst átu Hottintottarnir það, sem bitastætt var og svo kroppuðu ormar og illkvikindi um hnúturnar1). »þá hafa Hottintottarnir séð biblíuna hjá ykkur, það bregzt mér ekki«, sagði Pétur, »því ann- ars leggja þeir ekki til nokkurs manns«. »Varla getur það heitið«, sagði beinagrindin, »það var ein- ungis einn umrenningur, sem sá á hornið á Grútar- biblíunni í malpokaopinu hjá honum Jóa litla«. »þá hafa þeir étið ykkur í fylleríi*, sagði Pétur, »því þið hafið auðvitað byrjað á því að ausa í þá brennivíni eins og allir aðrir kristniboðar«. »það var einungis einn 8 potta kútur, sem við létum þeim eptir«, sagði beina- grindin, »og aungum gat dottið í hug að þeir gætu orðið fullir af þeim dropa, og auk þess var brennivíniö vatnsblandað ekki svo lítið.« »Já, þá stendr alt heima«, sagði Pétur, »biblíur, brennivín og svo auðvitað byssur, og þá veit eg ekki hvað vantar á að vera kristniboði, og ef að guð héldi ekki hendi sinni yfir þessum vesl- ingum og leyfði þeim ekki að éta kristniboðana áður en þeir eyðileggja þá með drykkjuskap, ólifnaði og 1 Frá þessiu er sagt lítið eitt öðruvísi í Kristniboðsþætti. f>ar segir svo: J>að voiu í þá voða skörð, það vantaði á þá ketið, það höfðu krummar hér á jörð og Hottintottar étið.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.