Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.10.1892, Blaðsíða 5
41 öðrum óþokkaskap, þá væri öll þessi skógbörn fyrir laungu dauð«. »Við gerðum þetta alt í bezta tilgangi, blessaðir verið þér, til þess að útbreiða kristindóminn meðal heiðingja*, sagði beinagrindin. »Nefndu ekki kristindóm maður«, sagði Pétur, »mér er ekkert orðið leiðara en að heyra það orð, því þetta sem þið eruö að bisa við að hnoða í heiðingjana, og þið kallið kristindóm, er ekki líkara því sem eg og hann Páll hérna kendum forðum daga en púki er presti eða Flóa- brýrnar manna vegum. þið getið líka sjálfir séð ávextina, því hvergi í heiminum eru unnir jafn margir og óþokkalegir glæpir eins og í þeim löndum, sem þið kallið bezt kristin, og eins getið þið séð af skýrslum hins brezka kristniboðsfélags á Indlandi, að siðferði heiðingja vesnar stórum við það að þeir eru skírðir, og ódæðisverk eru þar flest í þessum nýskírða hóp«. »|>etta vissum við ekkert um«, sagði beinagrindin, »við vissum einungis að trúarboðsfélögin voru alstaðar og héldum að ísland eitt gerði ekki neitt að því að breiða út guðs ríki«. »Nú ætlar mér ekkert að verða«, sagði Pétur. »þó hin greyin vissu þetta ekki, þá varst þú þó skyldugur til að vita það, Broddi, að allir beztu menn hinna siðuðu þjóða hata þessi trúarboð og spyrna móti þeim af öllum mætti. þeim þykir nóg vera myrt af þessum varnarlausu greyum, og vilja ekki láta eyði- leggja þá, sem eptir lifa, með því að kenna þeim of- drykkju og óknytti. Og ef þú þekkir ekki þessi kristniboð og landaleitir, þá skal eg segja þér hvað þau eru, og hvernig til orðin. það þarf til þeirra þrjá hluti eins og herbrestsins forðum. það þarf fyrst guðs vesalinga eða rænuleysingja, sem hringsnúningurinn utan um helvíti er búinn að gera vánkaða, eða þá brask- aramenni, sem ekki geta þrifizt nema á flakki, eins og Stanley og þig, Broddi. í öðru lagi þarf til þess samvizku- lausa okrara, sem eru orðnir svo illa kyntir meðal allra siðaðra þjóða fyrir svikið brennivín og ónytjuglíngur að þeir sjá ekki annað ráð til að losast við vörur sínar en að kaupa þessa guðs voluðu sauði til að svíkja því upp á viltar þjóðir fyrir fénað þeirra og muni, einkum fílabein, og svo drepa Stanley og hans nótar þessi varnarlausu grey frá konum og börnum, þegar þeir vilja ekki taka á móti þessu svikna glisi fyrir matbjörg sína. I þriðja lagi þaxf auðtrúa sveitamenn og þekk- ingarlaus og hugsunarlaus góðmenni til að gefa fé til þessara vörukaupa og til að kosta þetta félaga ferða- lag. Og farið þið nú allir saman til hans Belsibupps í Hjxíleigunni, hér kemur einginn inn fyrir þröskuldinn af þess konar peium«. þetta sagði Pétur af móði, því hann hafði talað sig heitan. þá fór hrollur um beinagrindurnar. »Blessaðir verið þér«, sögðu beina- grindufnar, »við viltustum út í þetta af mentunarleysi og bxn-naskap, en ekki af illvilja*. »Ekki nenni eg að beita hörðu við ykkur, skammirnar ykkar, af því þið eru svoddan ræflar«, sagði Pétur, »en þá verðið þið að fara niður á jörðina aptur og vera þar sauðalýs í 20 ár, ef ykkur þykir það betra«. »þakka yður auð- mjúklegafyrir, blessaðirveriðþér«,sögðu beinagrindurnar, »en þurfum við að vera á nokkuiTÍ sérstakri kind?« spurði sá sem fyrir þeim var. »þið megið vera á hvaða kind sem þið viljið«,’ sagði Pétur, »en þið ættuð helzt ekki að fara af Suðurnesjum og vera með eingin trúarboðs- rassaköst«. þeir kvöddu þá Pétur og þökkuðu fyrir sig. »Farið þið vel og verið skikkanlegir«, sagði Pétur. þá kallaði líka María á hann og sagði að hún væri búin að hella á könnuna. Sneri þá Pétur inn, og lykur hér frá þeim tíðindum að segja. _____________ p. E. Islenzkar skemtanir, safnað heflr Ólafur Davíðs- son. Gefnar út af hinu íslenzka Bókmentafélagi. Kh. 1888—92. 405 bls. í þjóðsagnabroti. Síðasta heptið af bók þessari er nú nýkomin út og er það ekki ofsögum sagt, að þar hefir Bókmenta- félagið lokið við stórmerkilegt og fróðlegt1 rit, sem bæði eru því og höfundi þess til sóma. Teljum vér einna mestan myndarskap á þessari bók og Land- fræðissögu þorvalds Thoi'oddsens af þeim bókum, er út hafa komið á íslenzku nú um hríð. Er rit þetta mjög þýðingarmikið fyrir menningarsögu landsins um miðaldirnar og fram til vorra daga. Vér getum ekki annað en dást að lærdómi höfundarins og hvað ötull hann hefir veiáð að líta í öll horn, þar sem nokkurs fróðleika var að vænta um efni það, sem hann var að rita um. Kennir hér því margra grasa. Er hérlýst ís- lenzkum íþróttum, leikjum, listum, orðagamni, og alls- konar íslenzkum skemtunum, svo sem sagnaskemtan, rímnakveðskap, skanderingu, saung og hlóðfæraslætti, töflum, spilum, leikfaungum, leiktólum 0. s. frv. Sérstaklega merkilegur er kaflinn um glímur, sund og saung og má ætla að bók þessi verði til þess að hvetja menn til að temja sér ýmislegt af íþróttum þeim, sem nú eru ef til vill að deyja út. Bókin er því bæði nytsamleg og skemtileg. Höfundurinn ritar einkennilegt mxíl og hispurslaust og sem næst því að mælt er, en ferst það að jafnaði vel úr hendi. Ferðabók. 1889 kom út ensk ferðabók um ís- land: »A girls ride in Iceland by Ethel B. Harley (Mrs, Alec Tweedie)*. London and Sydney. 8vo VIII -j- 166 bls. 16 myndablöð fylgja bókinni og ein mynd 1' lesmálinu. Auk þess er þar svolítið Islands- kort. Eins og sést á titlinum er bókin eptir konu og er þá ekki við góðu að búast, enda er það sannast að segja, að hún er mjög ómerkileg. Jungfrúin og föru- neyti hennar fór til íslands með Camoens sumarið 1886 og var alls 24 daga að heiman, svo það liggur í augum uppi að hún hafi ekki átt kost á að kynna sér landið að marki, og það því fremur, sern hún var á skipsfjöl mest af þessum tíma, Hún steig á land á Akureyri og fór þaðan vestur um land til Reykjavíkur. þar sem skipið staldraði nokkuð við að marki, skauzt hún svo lítið upp frá fjöruborðinu, en langleingsti út- úrdúrinn var bó austur að Geysi og stóð sú ferð fjóra daga. Bók þessi sem jungfrúin hefir hnoðað saman um ferð sína er reyndar fremur meinlaus, en hún er líka alveg gagnlaus. Hér er ekki ein einasta athugun, sem nokkurt frumsnið er á, nema ef vera skyldi, að jung- frúin komst að þeirri niðurstöðu, að það væri miklu

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.