Sunnanfari - 01.01.1893, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.01.1893, Blaðsíða 5
09 Eiríks rauða og Grænlendíngaþáttur láu eins og hulinn fjársjóður á Islandi fram eptir öllum öld- um og vissu fáir af þeim. Að minsta kosti urðu frásagnirnar um fund Grænlands og Vínlands ekki heyrum kunnar í útlöndum fyr en Torfæus (jpormóður Torfason) gaf út Gronlandia og Vin- landia 1715. Fram til þessa tíma er Vínland örsjaldan nefnt í útlendum ritum svo menn viti. Adam frá Brimum drepur með fáum orðum á Vínlandsfund Íslendínga í Danmerkurlýsíngu sinni. Hún var prentuð fyrst 1582 og er það í fyrsta skipti sem menn þekkja nafnið Vír.lar.d eða Vinlandia á prenti, svo að víst sé að það eigi að þýða Vesturheim, en eptir þetta fer nafnið að sjást einstökum sinnum, bæði eptir riti Adams og íslenzkum fornsögum, eptir að farið var að prenta þær í Svíþjóð á 17. öld. Sumir efuðust þó um að Vinland það, sem Adam nefnir, væri Vesturheimur. Olafur Rudbeck segir t. d. að eyja sú sem Adam af Brimum nefni Vínland séFinnland og allstaðar sé átt við Finnland, þar sem Vínland sé nefnt í íslenzku sögunum og er hann jafnvel svo ósvífinn að bera Snorra (Sturluson) fyrir þessu1). þ>etta er bersýnilega rangt hjá Rudbeck, en aptur getur leikið meiri vafi á sumstaðar, hvað átt er við þar sem Vínland er nefnt. þ>ess er þannig getið í lögum Játvarðs góða (1042—66) að Arthúr Bretakonungur hafi lagt undir sig ís- land, Grænland og fleiri lönd og þar á meðal Vínland2). Hér er ekki ómögulegt að átt sé við Vesturheim, en þó er eins sennilegt að Vin- land bendi hér til Finnlands að sínu leyti eins og »Finlandiæ« stendur í staðinn fyrir »Vin- landiæ« í neðanmálsgrein við þýzka þýðíngu á ritum Adams frá Brimum eptir Migaés. C. C. Rafn og Finnur Magnússon halda aptur að þar sem Ordericus Vitalis3) getur þess í kirkjusögu sinni, að Orkneyjar, ísland, Grænland, »Finlanda« og fleiri lönd lúti Noregskonungi4) eigi hann við Vínland og hafi átt að standa »Vinlanda« í staðinn fyrir »Finlanda« og mun ekki vera gott að skera úr hvort réttara er. Sami ruglíngur- inn kemur jafnvel fram í íslenzkum ritum. í Gottskálksannál5) og Oddaverjaannál, sem báðir eru ritaðir seinast á 16. öld, stendur t. a. m. »Vindlands« og »Windlandz«, þar sem minst er á Eirík upsa við árið 1121, en Vínlands er í hinum eldri annálum og er það rétt. Einna verst er þó að ráða í hvað átt er ') Olavi Rudbeckii Atlantica sive Manheim. Upsalæ [675. I; bls. 291—292. z) Lambardi Archæonomia. Cantabrigiæ 1644; bls. 148 —149. 3| Enskur múnkur (1242). 4) Duchesne: Historiæ Normannorum Scriptores. Paris 1619; bls. 767. 5) 1 handriti af annál þessum í AM. 412, 410 stendur þó Vínlands. við, þar sem nafnið Vínland eða svipuð nöfn koma fyrir á gömlum kortum. Eins og kunn- ugt er, eru gömul kort mjög ógreinileg, einkum þegar þau eiga að sýna allan heiminn. þ>au eru optast kringlótt eða sporöskjulöguð, en utan um kríngluna er útsærinn sýndur og liggja þar ýmsar eyjar, sem opt eiga reyndar að tákna ýmsa hluti af meginlandinu, en sjálfri kringlunni er að jafnaði skipt í fjóra hluti jafnstóra tneð línum, sem liggja í gegnum hana miðja eptir þveru og endilaungu. Norðurálfan eða að minsta kosti norðurhluti hennar, er að jafnaði á þeim krínglufjórðungnum, sem veit til suðvesturs, en Norðurlönd eru optast látin vera eyjar í sæn- um utanfyrir. Ekkert er að tnarka lögun land- anna á hinum elztu kortum og lítið afstöðuna, svo menn verða venjulega að halda sér við landanöfnin, ef menn vilja rannsaka landfræðis- þekkingu manna á tímum þeim, sem hér er um að ræða, en það er tímabilið frá því kort voru fyrst búin til, sem nokkur mynd var á, og fram utn 1500. Nú eru nöfnin opt ramskæld og liggur því í augum uppi hve erfitt er að fást við gömul kort. Eg rak mig fyrst á nafnið Vínland á korti einu í kortasafni Nordenskiölds, sem tekið er eptir þýskri bók, Rudimentum Novitiorum. Lu- beck 1475 og er það meðal annars merkilegt fyrir það, að það er fyrsta kort sem til er prentað, svo að ártal fylgi. þ>ar stóð Vínland með fullum stöfum eða »Vinlád«, er þá var tíðkað að binda n-ið. Mér þótt þetta merkilegt, því kort þetta var prentað 17 árum áður en Kólúmbus fann Vesturheim og hélt eg fyrst að þetta væri vís vottur þess, að Kólúmbus hefði þekt Vínlandsfarir Íslendínga; þessa bók hlaut hann að hafa þekt, því hún var mjög merkileg bók á sinni tíð og má heita að þar sé ágrip af öllum sögulegum og landafræðis- legutn vísindum, sem menn þektu um þessar mundir. Eg fór því að rannsaka þetta ná- kvæmara og fann nafnið Vínland eða svipuð nöfn á ýmsum eldri kortum, en komst jafnframt að þeirri niðurstöðu, að Vínland það sem þar var nefnt gæti ekki átt við Vesturheim; skal eg nú stuttlega skýra frá þessum rannsóknum, því eg veit ekki til að aðiir hafi tekið eptir nafninu Vínland á svo gömlum kortum og því síður reynt að skýra það. Fyrst koma til greina tvö kort í British Museum, frá 13. öld og eru þau bæði prentuð í Atlas De Santarems. 1852. Hið fyrra er spor- öskjulagað og eru ýmsar eyjar þar í hafinu fyrir suðvestan meginlandið. þ>ar er Noregur meðal annars og ísland og standa stuttar klausur á hvorutveggja landinu. Norður frá Is- landi eru tvær eyjar; er Tile1) vestar en Vind- *) Tile, Tyle eða Thule er í gömlum landafræðisritum ýmist nafn á íslandi eða eyju við Skotland.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.