Sunnanfari - 01.03.1893, Síða 2
82
var um tveggja mánaða tíma hjá Pétri prófasti á
Staðastað, síðar biskupi, að nema skript og reikn-
ing. f>órður kvæntist 1849 Asdísi Gisladóttur frá
Hraunhöfn og fóru þau hjón þá árið eptir að
Hítardal og réðu búi fyrir Magnús Gislason, er þá
var settur sýslumaður í lsafjarðarsýslu, en hafði
hálfan Hitardal til ábúðar. þar voru þau fjögur
ár. því næst bjuggu þau eitt ár á Hrafnkelsstöð-
um i Hraunhrepp, en fluttu síðan að Söðulsholti í
Eyjahrepp og þar bjuggu þau ellefu ár. þar bygði
þórður upp öll hús og gerði jarðabætur bæði á
túni og engjum. þegar faðir hans dó, flutti hann
að Rauðkollsstöðum, og hafði faðir hans komið
nokkurskonar óðalshefð á þann garð og kveðið svo
á, að niðji sinn elztur einn skyldi jafnan þar búa
og hafa að höfuðbóli. þeirn hjónum hefir orðið
auðið niu barna; iifa sex af þeim uppkomin og
efnileg. þórður er sannkallaður merkismaður i
siniii stétt. Hreppstjóri var 1860—1869, og af
því að sveitarstjórn þótti þau næstu ár á eptir, er
hann lét af, ekki fara í sem beztu lagi, tók hann
aptur að sér hreppstjórn 1872 og hefir haldið
henni síðan; voru þá svo mikil sveitarþyngsli i
Eyjahrepp, að útsvar þórðar sjálfs var 20 vættir á
landsvísu, en nú er þar einginn hreppsómagi og
einginn er þurfi fátækra styrk, og nálægt 400 kr.,
sem sveitin á i sparisjóði. Sýslunefndarmaður hefir
þórður verið síðan sveitarstjórnarlögin komu út og
sáttasemjari hefir hann verið síðan 1866. Hann
hefir verið hvetjandi sveitunga sina bæði í bókleg-
um og verklegum efnum og staðið hefir hann fyrir
verzlunardeild þar í héraði. þingmaður Snæfell-
inga var hann á þingunum 1875, 1877 og 1879.
Hinn 26. Júní 1868 gekst þórður fyrir því á fundi
sem haldinn var i Miklaholti af tíu mönnum að
stofnað væri jarðabótafélag i Eyjahrepp, og var
þá heitið samskotum, sem greidd voru í níu ám,
er settar skyldu á leigu, en fyrst var útbýtt verð-
launum fyrir jarðabætur 1873. Arið 1881 var
sjóður félagsins orðinn 48 ær og 143 kr. í pen-
ingum, en þá var ákveðið að selja ærnar og koma
þeim í peninga og var sjóður félagsins nú 1884
að meðtöldum landssjóðs styrk 861 kr. 1890 var
eign félagsins 820 kr., hallamælir, plógur, herfi,
tveir búningar og tvær grjótkeðjur. Mun vöxtur
og viðgangur þessa félags eingaungu þórði að þakka.
Framfarafélag hefir hann og stofnað í héraði sínu
til eflingar og áhuga á mentum og nytsamlegum
framkvæmdum. þórður er prúður maður í fram-
gaungu og heimili hans fyrirmynd í flestum greinum.
Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd —
Ef byggir þú vinur, og vogar þér hátt
og vilt að það skuli ekki hrapa:
þá legðu þar dýrustu eign seni þú átt
og alt sem þú hefir að tapa.
Og fýsi þig yfir til framtfðarlands
og finnist þú vel getir staðið,
þá láttu ekki skelfa þig leiðsögu hans
sem leggur á tæpasta vaðið.
Og þó það sé bezt hann sé þrekinn og stór
sem þjóðleið um urðir vill brjóta,
þá hræðstu það ei að þinn armur er mjór,
því opt verður lítið til bóta.
Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið
að iðju þó margir sé knáir,
þá velta þó fleiri þar völum úr leið
sem veikburða eru og smáir.
Og stanzaðu aldrei þó stefnan sé vönd
og stórmenni heimskan þig segi;
ef æskan vill rétta þér örfandi hönd
þá ertu á framtíðar vegi.
f>ó ellin þér vilji þar víkja um reit
það verður þér síður til tafar;
en fylgi þér einhuga in aldraða sveit
þá ertu á vegi til grafar.
,5/a 93 p. E.
Huldufólkið.
Nú hef eg gleymt hver fyrst mér frá því sagði,
en íráleitt hef eg verið gamall þá,
það var í hverju horni bænum á
og stal opt því sem fólkið frá sér lagði.
En þó var annað margfalt meiri skaðinn,
því mart eitt barn, sem frítt og gáfað var,
það huldufólkið burtu með sér bar
og lagði annað ljótt og heimskt í staðinn.
þ»að kýtti svona kararfauskum sínum
og klæddi menskum hömum til að blekkja;
það var mér sagt, um sannleik ei eg veit;
en síðan fjölga fór á vegi mínum,
mér finst eg stundum skiptings augun þekkja —
nú getur hver einn skygnzt um sína sveit.
p. E.
Kvæði úr Egils sögu Skallagrímssonar
eptir porstein V. Gíslason.
II. Veizla at Ármóös.
(Sjá Egils sögu kap. 71).
Eru ei Armóðs valdar vistir
— Vegfarinn má öllu hlfta —
Gestir sitja og þamba þystir
þunt úr öskum skyrið hvíta.
Húskarlarnir glápa á gesti,
getið til er margs af lýði:
»Hver skal þessi miklu mesti
maðurinn gretti, brúnasíði«.