Sunnanfari - 01.03.1893, Qupperneq 4
84
skýra frá hinu helzta, sem hér segir um kortsðgu
íslands.
Bls. 94— 95 i Landafræðissögu f>orvalds er
etið um Islandskort Nikulásar Donis’ 1482.
sland er þar sporöskjulagað og leingra frá norðri
til suðurs en austri til vesturs. Níu eyjar eru um-
hverfis landið og nokkur nöfn á landi uppi, af-
bökuð mjög. Islandskortin á þremur fyrstu kort-
unum í riti þvi, sem hér er um að ræða, eru mjög
lik Doniskortinu. Lagið er hið sama og nöfnin
að mestu leyti hin sömu. þó eru þau ekki alveg
eins á öllum kortunum. Eg hefi ritað annarstaðar
um nöfnin á Doniskortinu og öðrum gömlum Is-
landskortum, og vona eg að sú ritgjörð komi út
innan skamms; er því ekki ástæða til að fjölyrða
hér umnöfnin á þessum kortum. þó má geta þess
að á 1. kortinu heita Hólar í Hjaltadal: holléss en
Skálholt: steloth. Seinna nafnið er svipað á þriðja
kortinu: stelölh, en Hólar heita hér hollésis. Á mið-
kortinu heita Hólar: holésis, en Skálholt: steloct.
Kort þessi eru öll frá 15. öld og frumritin eru öll
suður i Flórens.
Bls. 76—81 og 140—43 í bók þorvalds er
getið um ferðasögu Zenianna og er skýrt þar frá,
að menn telji nú að kort það, sem fylgir henni, sé
tekið eptir öðrum kortum, einkum korti Olausar
Magnusar 1539. þetta er eflaust rétt, en aptur
hljóta enn þá eldri kort að liggja til grundvallar
fyrir þvi og sést það berlega á kortasafni þessu,
þvi á 5. kortinu er eyja ein, Fixlanda norðvestur
frá írlandi og svarar hún auðsjáanlega til Frís-
lands á Zeníkortinu. Kort þetta er sjókort frá
15. öld og stafar frá Baleareyum. Frumritið er í
Milano. Fixlanda er hér ekki ólíkt fslandi í lag-
inu, þvi það virðist móta bæði fyrir Vestfjörðum,
Snæfellsnesi, eyjunum á Breiðafirði, Reykjanesi,
Vestmanneyjum og Melrakkasléttu. Auk þess er
landið vogskorið mjög að austan, eins og Island er.
þetta bendir alt til þess að höfundur kortsins hafi
haft allljósa hugmund um Island og að Fixlanda
svari ekki síður til Islands en Fríslands hjá( Zení-
unum, enda hafa sumir talið að það væri Island.
22 nöfn eru á kortinu og eru sum hin sömu og á
Zenikortinu. Flest eru þau óskiljanleg og að eins
tvö virðast vera islenzk að uppruna: porlanda —
Portland = Dyrhólaey og bodifordi austan á land-
inu og bendir það eflaust til einhvers fjarðar.
7. kortið er sjókort frá 1584 eptir Bartolemeo
Olives frá Baleareyum. Frumritið er í París. Hér
er FRIXLADA á sama stað og með sama lagi og
Fixlanda á 5. kortinu og nöfnin eru að mestu
leyti hin sömu. Bodifordi heitir hér bodifedi.
Sama eyjan sést á 8. kortinu, en það er sjókort
eptir Matteo Prunes frá Baleareyum, 1586. Frum-
ritið er í París. Eyjan heitir hér Fixlandia og er
svipuð i laginu og á 5. og 7. kortinu. Nöfnin eru
lika mjqg svipuð. Portland heitir hér parlanda en
fjörðurinn bodifordj eða vodifordj, En norðaustur
írá Fixlandia er hér önnur eyja, norður frá Irlandi
og heitir Estilanda. Kringum hana eru ýmsar
smáeyjar, þar á meðal jlle parlanda, sem líka
svarar til Dyrhólaeyjar. Estilanda á eflaust að
tákna Island og nær lögunin þó eingu lagi. Sex
nöfn eru á eynni auk aðalnafnsins. Oll nöfnin
eru norðantil eða norðvestantil, sandelar austast, þá
stogafordi, þá sorgal, þá darafordi, þá ardtfordi,
þá a grri fordi eða acri fordi vestast. Nöfn þessi
líta fremur undarlega út og skal eg ekki eyða
mörgum orðum til að reyna að skýra þau að svo
stöddu, en stogafordi virðist þó eiga að vera Súg-
andafjörður, darafordi Dýrafjörður, en ardtfordi
Arnarfjörður.
6. kortið er sjókort frá byrjun 16 aldar.
Frumritið er i París. Frixlanda er lítil eyja norð-
vestur frá Irlandi, en norðaustur frá henni og
vestur frá Noregi er stór eyja nafnlaus, sem á að
tákna Island. Mjög er hún ólöguieg. Kringum
eyna eru ýmsar eyjar og smákrossar, sem eiga ef
til vill að þýða ís, en suðvestan við hana er stór
kross, þríálmaður, sem opt stendur á sama stað á
gömlum íslandskortum. þrjú stórhýsi sjást á eynni
og eiga þau ef til vill að tákna Skálholt, Hóla og
Bessastaði. Vestur frá íslandi stendur latínsk
klausa á þessa leið: »Eyja þessi er full af fjöll-
um og er þar ávalt frost og snjór. A sinu eigin
máli heitir hún islanda, en á latínu er hún kölluð
thile. Hún liggur mjög langt til norðvesturs frá
Bretlandi. Sagt er að þar séu mjög langir dagar, 22
sólstundir eða meira, en nætur mjög stuttar, vegna
fjarlægðar eyjarinnar frá miðjarðarlínu, enda er talið
að hún sé landa leingst þaðan. Vegna þess hve
loptslagið er þar kalt og óstöðugt fæst þar eing-
inn matur nema fiskur, sem harðnað hefir við kuld-
ann. F"isk þennan greiða eyjarskeggjar Englend-
ingum í stað peninga, því þá hafa þeir ekki, fyrir
korn, mjöl og aðrar nauðsynjar; eru Englendingar
vanir að fara til þeirra á ári hverju til að sækja
til þeirra þenna fisk. Eptir því sem Englendingar
segja er þjóð þessi ósiðuð og vilt. Hún geingur
hálfber og býr i lágum húsum, sem eru grafin i
jörð niður. Hér er hafið líka frosið í sex mánuði
og ógeingt skipum«. Nokkuð af klausu þessari
vantar á kortinu sjálfu, en er fylt út i skránni yfir
kortin. Mart af klausu þessari má til sanns vegar
færa, því um þetta leyti verzluðu Englendingar
mest við Islendinga, eins og kunnugt er. Sumt
er aptur ranghermt, en lýsingin er ekki verri en
aðrar Islandslýsingar frá þessum tima, eins og sjá má
á Landfræðissögu þorvalds og ritgjörð þeirri eptir
mig, sem bráðum verður prentuð, að eg vona.
9. kortið í kortasafni því, sem hér er um að
ræða, snertir þó Islendinga langmest, því það er
hvorki meira né minna en lslandskort Guðbrands
biskups þorlákssonar og er tekið hér eptir Atlas
Gerh. Mercators. Duisburg. 1595. Kort þetta er
að ýmsu leyti ólíkt því, sem stendur i Ortelius:
Theatrum orbis terrarum 1595, en þó er auðséð
að hvorttveggja er sama kortið. Um kort Guð-