Sunnanfari - 01.03.1893, Qupperneq 7

Sunnanfari - 01.03.1893, Qupperneq 7
87 Magnús Magnússon, cand. theol., hefir nú í Vetur haldið nokkra fyrirlestra hér við ýmsa lýðhá- skóla (t. a. m. í Haslev, Nörre Nissum) um Island, íslenzkar bókmentir og hag og háttu Islendinga, og var því vel tekið og létu menn í ljós áhuga á því að fræðast um landið og landsmenn. 1 vetur hefir og Magnús gefið út smásögusafn á dönsku, kristi- legs efnis, i sameiningu við danskan prest, að nafni Aschenfeldt-Hansen, sem kunnur er meðal annars fyrir það, að hann hefir ritað alþýðlega kirkjusögu. Tryggvi Gunnarsson, bánkastjóri hefir feingið heiðurspening úr silfri frá dýraverndunarfélaginu danska. Hovgaard kapteinn hefir feingið heiðursgjöf frá íslenzkum kaupmönnum hér í bænum og nokkrum mönnum öðrum; eru það þrjú olíumálverk eptir danskan málara, er heitir B1 acke. Eitt málverkið er af Eyjafirði, annað frá Horni, en hið þriðja er af höfninni hér i bænum. Á öllum myndunum sézt gufuskipið »Thyra«, er Hovgaard stýrði síðastliðin sumur. Málverkin eru yfir 1000 kr. virði. Auk þess færðu þeir honum lampa og silfurkönnu. Gnllbrúðkanpssjóönr konungs og drottningar, sem safnað var til í öllu ríkinu i fyrra vetur, varð þegar öllu var safnað saman, 200,000 kr. Fyrir skömmu var það ákveðið, að rentum af fénu skal verja handa dönskum konum, ekkjum eða ógipt- um, er eldri eru enn 45 ára. íslenzkt stúdentafélag. Lög féiagsins voru samþykt 21. Jan. I stjórn voru kosnir: Bjarni Jónsson, formaður, Guðmundur Björnsson, skrifari, Bjarni Sæmundsson, féhirðir, og í vara- stjórn þessir: þorlákur Jónsson, Sigurður Péturs- son (frá Ananaustum) og Magnús Sæbjörnsson. Fiskiveiðar Dana við ísland Með vorinu senda Danir út 5 seglskip stór, er öll eiga að fiska við Island. Auk þess ætla þeir að hafa i förum 3 gufuskip til Islands og eiga þau að flytja fiskinn ósaltaðan í ískössum burt á heimsmarkaðinn jafn- ótt og hann kemur upp úr sjónum. Dáinn er 25. Febrúar Westy Chr. Ludvig Stephensen héraðsfulltrúi og settur héraðsfógeti i Varde á Jótlandi, sonur Olafs héraðsfógeta í Eplatópt og Varde (d. 1854) Stephánssonar amt- manns á Hvítárvöllum, en bróðir Hilmars forstjóra íslenzku stjórnardeildarinnar (d. 1889), vinsæll maður og vel látinn. Öldungar í Stúdentafélaginu danska hafa þessir verið islenzkra manna: 1848 Hilmar Finsen, lands- höfðingi (d. 1886); 1871 Hilmar Stephensen for- stjóri i íslenzku stjórnardeildinni (d. 1889) og 1876 Björn Stephensen cand. philos. i Khöfn, sonur Oddgeirs. Þjóðvinafélagið sendir nú með þessu blaði Sunnanfara auglýsingu sína um lækkun á verði bóka þeirra, er það hefir til sölu, og fá flestir þeir kaupendur blaðsins auglýsinguna, er ekki feingu hana í fyrra vetur. Vér höfum verið beðnir að geta þess, að almanökin fyrir 1880 eru öll út- seld, enn fremur »Lýsing Islands« og »Uppdráttur lslands«. Sum heptin af »Dýravininum« eru og rétt á förum og 1. hepti af »Hversvegna?—Vegna þess!« Tilboð félagsins stendur ekki leingur en til 1. Júli þ. á. og er þvi liklegt að margir noti sér það nú þegar. — Síðasta hepti af »Hvers- vegna?—Vegna þess« er nú fullprentað. Félagið gefur út fjórar bækur þetta árið. Dagsbrún heitir mánaðarblað kirkjulegs efnis á stærð við Sameininguna, sem séra Magnús Skapta- son er farinn að gefa út í Vesturheimi. Verð 3 kr. Má panta hjá Skandinavisk Antikvariat, Gothers- gade 49. Laura hefir verið inni frosin hér síðan í Janúar og fór »Vaagen« í hennar stað til Islands. En nú (3/3) er búið að brjóta ál í Eyrarsund, svo að skip mega komast út. Nokkur eintök af fyrsta árgangi Sunnanfara fást nú til kaups hjá útgefendunum í Kaupmanna- höfn. Á kostnað Sunnanfara er út komið: Mynd af forstöðumanni prestaskólans séra Helga Hálfdánarsyni. Kostar áíslandi 1 krónu, íVesturheimi 30 cents. Mynd af, Guðbrandi biskup Þorlákssyni. Kostar á íslandi 50 a., í Vesturheimi 20 cents. Aðalútsala á íslandi hjá herra bóksala Sigfúsi Eymundssyni, íVesturheimi fástmynd- irnar hjá öllum útsölumönnum blaðsins. „Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón JBjarna- son. Verð í Vesturh. I dollar árg., á íslandi nærri því helm- ingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. 8. árg. byrjaði í Marts 1893. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út um alt land. >Heimskringla og Öldin« er stærsta íslenzka blað í lieimi, elzta og út- breiddasta íslenzka blað í Vesturheimi, kemur út hvern miðvikudag og laugardag, tvö blöð á viku, hvort 24 dálkar. Ritstjóri: Jón Ólafsson fyrv. alþm. Kostar í Danmörk, sent eitt sinn á viku 6 kr.; sent tvisvar á viku 7 kr. 50. Á íslandi 6 kr. í Canada og Bandarikjunum 2 dollara. Almanak Þjóðvinafélagsins 1894 kemur út í miðjum Martsm. og verður þá þegar sent til Vesturheims og til íslands með fyrstu vorskipum. í því eru myndir af Washington og Cleveland, sex þingskörungum Frakka og tveim helztu þingskðrungum Englendinga og greinar um þá alla; enn fremur eru þar tnyndir af Jerúsalem, Grœnlandi og Grænlandsfaranum

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.